Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Má borða alla krabba sem lifa við Íslandsstrendur?

Jón Már Halldórsson

Hér við land lifa fjölmargar tegundir tífættra krabba (decapoda) og eru trjónukrabbar (Hyas araneus) og bogkrabbar (Carcinus maenas) sennilega þeirra algengastir. Hvorug tegundin er nýtt að einhverju ráði þó ofgnótt sé af þeim á grunnsævinu umhverfis landið. Eitthvað hafa menn verið að prófa sig áfram við að nýta trjónukrabbann en lítið hefur orðið úr því. Sem dæmi var aflinn aðeins 116 kg árið 2016. Trjónukrabbi er sjálfsagt ágætur til neyslu en fulllítið kjöt á honum.

Grjótkrabbi (Cancer irroratus).

Árið 2016 voru tvær aðrar krabbategundir veiddar og skráðar í löndunarskýrslur Fiskistofu: gaddakrabbi (Lithodes maja) 85 kg og grjótkrabbi (Cancer irroratus) 168 kg. Þetta eru fyrirtaks krabbar til átu. Grjótkrabbi er nytjategund í Norður-Ameríku og kann að verða mikil nytjategund hér við land á næstu árum. Þess ber að geta að þótt lítil veiði hafi verið árið 2016 þá var aflinn á árunum 2013 – 2015 rúmlega 5 tonn.

Aðrar tegundir stærri tífættra krabba við Ísland eru meðal annars töskukrabbi (Cancer pagurus) og tannkrabbi (Cancer bellianus). Ekki er höfundi kunnugt um að neysla á þessum tegundum sé hættuleg að neinu leyti, þær eru ekki eitraðar eða hafa nein önnur hættuleg efnasambönd svo vitað sé frekar en aðrar krabbategundir sem finnast við Ísland.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.9.2017

Spyrjandi

Óskar Bjarnason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Má borða alla krabba sem lifa við Íslandsstrendur? “ Vísindavefurinn, 19. september 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74367.

Jón Már Halldórsson. (2017, 19. september). Má borða alla krabba sem lifa við Íslandsstrendur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74367

Jón Már Halldórsson. „Má borða alla krabba sem lifa við Íslandsstrendur? “ Vísindavefurinn. 19. sep. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74367>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má borða alla krabba sem lifa við Íslandsstrendur?
Hér við land lifa fjölmargar tegundir tífættra krabba (decapoda) og eru trjónukrabbar (Hyas araneus) og bogkrabbar (Carcinus maenas) sennilega þeirra algengastir. Hvorug tegundin er nýtt að einhverju ráði þó ofgnótt sé af þeim á grunnsævinu umhverfis landið. Eitthvað hafa menn verið að prófa sig áfram við að nýta trjónukrabbann en lítið hefur orðið úr því. Sem dæmi var aflinn aðeins 116 kg árið 2016. Trjónukrabbi er sjálfsagt ágætur til neyslu en fulllítið kjöt á honum.

Grjótkrabbi (Cancer irroratus).

Árið 2016 voru tvær aðrar krabbategundir veiddar og skráðar í löndunarskýrslur Fiskistofu: gaddakrabbi (Lithodes maja) 85 kg og grjótkrabbi (Cancer irroratus) 168 kg. Þetta eru fyrirtaks krabbar til átu. Grjótkrabbi er nytjategund í Norður-Ameríku og kann að verða mikil nytjategund hér við land á næstu árum. Þess ber að geta að þótt lítil veiði hafi verið árið 2016 þá var aflinn á árunum 2013 – 2015 rúmlega 5 tonn.

Aðrar tegundir stærri tífættra krabba við Ísland eru meðal annars töskukrabbi (Cancer pagurus) og tannkrabbi (Cancer bellianus). Ekki er höfundi kunnugt um að neysla á þessum tegundum sé hættuleg að neinu leyti, þær eru ekki eitraðar eða hafa nein önnur hættuleg efnasambönd svo vitað sé frekar en aðrar krabbategundir sem finnast við Ísland.

Mynd:

...