Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er orðið tískulaukur til?

Ágústa Þorbergsdóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Er til orðið tískulaukur? Er búin að rekast á þetta orð tvisvar nýlega á sitthvorum netmiðlinum og er að velta því fyrir mér hvort einhver sé að misskilja eitthvað eða hvort að þetta sé orð...

Orðið tískulaukur hefur stundum verið notað um þann sem fylgist vel með nýjum tískustraumum og kemur af stað heilli tískubylgju. Þetta er ein af nokkrum tillögum sem fram hafa komið til að mynda íslenskt orð fyrir enska orðið „trendsetter“. Dæmi um aðrar tillögur eru tískufrömuður, tískukóngur, tískulögga, tískumeistari og tískuviti.

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2006 héldu Námsgagnastofnun og málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nýyrðasamkeppni í grunnskólum landsins. Hugmyndin var að virkja börn og unglinga til að mynda nýyrði yfir algengar enskar slettur og þar á meðal var orðið „trendsetter“. Tískulaukur var ein af þeim hugmyndum sem fram komu en orðið sem var hlutskarpast var tískuviti. Orðið tískulaukur minnir á orð á borð við ættarlaukur (prýði ættar sinnar) og tískuvitinn minnir á orð á borð við menningarvita (sá sem kann skil á menningarmálum líðandi stundar).

Orðið tískulaukur hefur stundum verið notað um þann sem fylgist vel með nýjum tískustraumum og kemur af stað heilli tískubylgju.

Þau nýyrði, sem hér hafa verið nefnd, eiga það sameiginlegt að vera samsett orð. Þetta er einföld orðmyndun og mörg slík orð eru mynduð án mikillar umhugsunar. Enda þótt þessi nýyrði heyrist stundum notuð hefur ekkert þeirra náð að festa sig vel í sessi. Erfitt er að fullyrða um ástæðuna. Hugsanlega ná þau ekki fyllilega að fanga hugtakið „trendsetter“ og það gæti einnig verið skýring að ekki hafi verið sérstök þörf á orði fyrir þetta fyrirbæri.

Heimildir:

  • Nýyrði óskast. (2006, 15. nóvember). Fréttablaðið, bls. 30.
  • Eru stelpur meira “trendsetter” en “tískulaukar”? (2007, 1. febrúar). Vesturbæjarblaðið, bls. 10.
  • „Ert þú tískulaukur?“ (2012, 1. mars). Monitor, bls. 13.

Mynd:

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

9.10.2017

Spyrjandi

Ásdís Hannesdóttir

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er orðið tískulaukur til?“ Vísindavefurinn, 9. október 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74377.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2017, 9. október). Er orðið tískulaukur til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74377

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er orðið tískulaukur til?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74377>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er orðið tískulaukur til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Er til orðið tískulaukur? Er búin að rekast á þetta orð tvisvar nýlega á sitthvorum netmiðlinum og er að velta því fyrir mér hvort einhver sé að misskilja eitthvað eða hvort að þetta sé orð...

Orðið tískulaukur hefur stundum verið notað um þann sem fylgist vel með nýjum tískustraumum og kemur af stað heilli tískubylgju. Þetta er ein af nokkrum tillögum sem fram hafa komið til að mynda íslenskt orð fyrir enska orðið „trendsetter“. Dæmi um aðrar tillögur eru tískufrömuður, tískukóngur, tískulögga, tískumeistari og tískuviti.

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2006 héldu Námsgagnastofnun og málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nýyrðasamkeppni í grunnskólum landsins. Hugmyndin var að virkja börn og unglinga til að mynda nýyrði yfir algengar enskar slettur og þar á meðal var orðið „trendsetter“. Tískulaukur var ein af þeim hugmyndum sem fram komu en orðið sem var hlutskarpast var tískuviti. Orðið tískulaukur minnir á orð á borð við ættarlaukur (prýði ættar sinnar) og tískuvitinn minnir á orð á borð við menningarvita (sá sem kann skil á menningarmálum líðandi stundar).

Orðið tískulaukur hefur stundum verið notað um þann sem fylgist vel með nýjum tískustraumum og kemur af stað heilli tískubylgju.

Þau nýyrði, sem hér hafa verið nefnd, eiga það sameiginlegt að vera samsett orð. Þetta er einföld orðmyndun og mörg slík orð eru mynduð án mikillar umhugsunar. Enda þótt þessi nýyrði heyrist stundum notuð hefur ekkert þeirra náð að festa sig vel í sessi. Erfitt er að fullyrða um ástæðuna. Hugsanlega ná þau ekki fyllilega að fanga hugtakið „trendsetter“ og það gæti einnig verið skýring að ekki hafi verið sérstök þörf á orði fyrir þetta fyrirbæri.

Heimildir:

  • Nýyrði óskast. (2006, 15. nóvember). Fréttablaðið, bls. 30.
  • Eru stelpur meira “trendsetter” en “tískulaukar”? (2007, 1. febrúar). Vesturbæjarblaðið, bls. 10.
  • „Ert þú tískulaukur?“ (2012, 1. mars). Monitor, bls. 13.

Mynd:

...