Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna?

Vilmundur Hansen

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Við erum að basla við að uppræta gróður á milli hellnanna í gangstéttinni. Okkur gengur ágætlega með illgresið, en grasið vill ekki gefa sig. Vitið þið um efni sem almenningur getur keypt og blandað saman til að losna við grasið? Og þá í kvaða hlutföllum? P.s. Roundup virkar ekki á grasið.

Illgresiseitur er í margra huga eiturefni sem aldrei ætti að nota og í mörgum tilfellum er það rétt. Plöntur sem fólk vill ekki hafa í garðinum sínum geta þó orðið slík plága að nauðsynlegt getur reynst að grípa til efna til að ráða niðurlögum þeirra.

Ókosturinn við eiturefni til að drepa illgresi, eða plöntuvarnarefni eins og efnin eru stundum kölluð, er að þau eru óumhverfisvæn. Kosturinn við efnin er aftur á móti sá að þau eru fljótvirk og ef rétt er farið með þau geta þau létt ómælda vinnu.

Miserfitt getur reynst að ráða niðurlögum mismunandi tegunda illgresis en dæmi um illgresi sem erfitt getur reynst að uppræta með handafli, hvort sem er í beði eða í hellulögn, er húsapuntur, hóffífill, skriðsóley, fíflar í grasflötum, kerfill og njóli.

Það getur kostað mikla vinnu að losna við óæskilegan gróður.

Í dag eru aðallega tvenns konar illgresiseitur sem almenningur getur keypt án þessa að hafa til þess sérstakt leyfi. Annað efnið kallast Roundup og er í hættuflokki C. Efnið hentar þar sem ætlunin er að eyða öllum gróðri, til dæmir á hellulögnum eða gangstígum. Hitt efnið kallast Dicotex og er í hættuflokki B. Dicotex hefur þann kost fram yfir Roundup að það drepur eingöngu tvíkímblöðunga en ekki einkímblöðunga eins og gras. Dicotex er því upplagt til að eyða fíflum og sóleyjum í grasflötum þar sem það drepur ekki grasið. Bæði efnin eru blönduð með vatni, hlutföllin eru gefin upp á umbúðunum og best er að dreifa þeim með úðabrúsa.

Mörgum er illa við notkun á illgresiseitri og kjósa heldur heimatilbúna blöndu til að drepa gróðurinn. Edik drepur illgresi fljótt og er best að nota það óblandað og í þurrki. Flest edik til heimilisnota inniheldur 5% ediksýru sem er nóg til að drepa nýgræðlinga. Einnig er til 9% edik og er sú blanda fín á njóla og fullvaxið illgresi.

Mynd:

Höfundur

Vilmundur Hansen

grasa- og garðyrkjufræðingur og blaðamaður

Útgáfudagur

3.10.2017

Spyrjandi

Árni Guðmundsson

Tilvísun

Vilmundur Hansen. „Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna?“ Vísindavefurinn, 3. október 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74499.

Vilmundur Hansen. (2017, 3. október). Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74499

Vilmundur Hansen. „Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74499>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða efni er hægt að nota til að uppræta gras á milli hellna?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Við erum að basla við að uppræta gróður á milli hellnanna í gangstéttinni. Okkur gengur ágætlega með illgresið, en grasið vill ekki gefa sig. Vitið þið um efni sem almenningur getur keypt og blandað saman til að losna við grasið? Og þá í kvaða hlutföllum? P.s. Roundup virkar ekki á grasið.

Illgresiseitur er í margra huga eiturefni sem aldrei ætti að nota og í mörgum tilfellum er það rétt. Plöntur sem fólk vill ekki hafa í garðinum sínum geta þó orðið slík plága að nauðsynlegt getur reynst að grípa til efna til að ráða niðurlögum þeirra.

Ókosturinn við eiturefni til að drepa illgresi, eða plöntuvarnarefni eins og efnin eru stundum kölluð, er að þau eru óumhverfisvæn. Kosturinn við efnin er aftur á móti sá að þau eru fljótvirk og ef rétt er farið með þau geta þau létt ómælda vinnu.

Miserfitt getur reynst að ráða niðurlögum mismunandi tegunda illgresis en dæmi um illgresi sem erfitt getur reynst að uppræta með handafli, hvort sem er í beði eða í hellulögn, er húsapuntur, hóffífill, skriðsóley, fíflar í grasflötum, kerfill og njóli.

Það getur kostað mikla vinnu að losna við óæskilegan gróður.

Í dag eru aðallega tvenns konar illgresiseitur sem almenningur getur keypt án þessa að hafa til þess sérstakt leyfi. Annað efnið kallast Roundup og er í hættuflokki C. Efnið hentar þar sem ætlunin er að eyða öllum gróðri, til dæmir á hellulögnum eða gangstígum. Hitt efnið kallast Dicotex og er í hættuflokki B. Dicotex hefur þann kost fram yfir Roundup að það drepur eingöngu tvíkímblöðunga en ekki einkímblöðunga eins og gras. Dicotex er því upplagt til að eyða fíflum og sóleyjum í grasflötum þar sem það drepur ekki grasið. Bæði efnin eru blönduð með vatni, hlutföllin eru gefin upp á umbúðunum og best er að dreifa þeim með úðabrúsa.

Mörgum er illa við notkun á illgresiseitri og kjósa heldur heimatilbúna blöndu til að drepa gróðurinn. Edik drepur illgresi fljótt og er best að nota það óblandað og í þurrki. Flest edik til heimilisnota inniheldur 5% ediksýru sem er nóg til að drepa nýgræðlinga. Einnig er til 9% edik og er sú blanda fín á njóla og fullvaxið illgresi.

Mynd:

...