Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er þyngra en tárum taki?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvenær sást orðatiltækið ´þyngra en tárum taki´ fyrst á prenti svo vitað sé? Hvað er átt við með orðatiltækinu?

Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Að vísu mun hann hafa sagt þetta á latínu: mala domestica majora sunt lacrymis (malum ‘böl, skömm, skaði’; domesticus ‘sá sem heyrir til húsinu’; lacrymæ (ft.) ‘tár, grátur’). Þetta var haft eftir honum þegar hann frétti að dóttir hans, Ragnheiður, hefði eignast barn með Daða Halldórssyni, fyrrum aðstoðarmanni biskups.

Í Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal (1665–1736) segir svo frá þessu (1903:292):

Setti hann fyrst hljóðan um stund, þar til honum hrutu af munni orð Psamnetici Egyptalandskongs í viðlíku, en ekki sama, sorgarstandi: Mala domestica majora sunt lacrymis, eður, að heimilisböl sitt væri stærra en hann gæti grátið það.

Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Málverk af Brynjólfi biskupi úr handriti frá 18.öld.

Jón Espólín, sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, segir frá því í sjöunda bindi árbóka sinna að Torfi Jónsson prófastur, frændi Brynjólfs biskups, hafi sagt honum frá barnsburði Ragnheiðar. Frásögn Jóns er nánast eins og í biskupasögunum að öðru leyti en því að latneska málsháttinn þýðir hann: „heimaböl er meira enn tárum taki“ og nafn egypska faraósins er þar rétt stafsett, Psammetichus, (VII:30).

Nærmynd styttu af Psammetichus faraó sem varðveitt er á Louvre-safninu í París.

Þetta er elsta dæmið um svipað orðafar og nær því sem flestir þekkja nú og var það tekið upp í málsháttasafn Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar, það er heimilsbölið er þyngra en tárum taki, sjá einnig Jón G. Friðjónsson (2014:237) og Hannes Hólmstein Gissurarson (2010:105)

Heimildir:

  • Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal. 1903. I. bindi. Sögufélag, Reykjavík.
  • Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966. Íslenzkir málshættir. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2010. Kjarni málsins. Bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón Espólín. 1821. Íslands Árbækur í sögu-formi. VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2014. Orð að sönnu. Íslenskir málshættir og orðskviðir. Forlagið, Reykjavík.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.12.2017

Spyrjandi

Sveinn K. Einarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er þyngra en tárum taki? “ Vísindavefurinn, 29. desember 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74530.

Guðrún Kvaran. (2017, 29. desember). Hvað er þyngra en tárum taki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74530

Guðrún Kvaran. „Hvað er þyngra en tárum taki? “ Vísindavefurinn. 29. des. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74530>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er þyngra en tárum taki?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvenær sást orðatiltækið ´þyngra en tárum taki´ fyrst á prenti svo vitað sé? Hvað er átt við með orðatiltækinu?

Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Að vísu mun hann hafa sagt þetta á latínu: mala domestica majora sunt lacrymis (malum ‘böl, skömm, skaði’; domesticus ‘sá sem heyrir til húsinu’; lacrymæ (ft.) ‘tár, grátur’). Þetta var haft eftir honum þegar hann frétti að dóttir hans, Ragnheiður, hefði eignast barn með Daða Halldórssyni, fyrrum aðstoðarmanni biskups.

Í Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal (1665–1736) segir svo frá þessu (1903:292):

Setti hann fyrst hljóðan um stund, þar til honum hrutu af munni orð Psamnetici Egyptalandskongs í viðlíku, en ekki sama, sorgarstandi: Mala domestica majora sunt lacrymis, eður, að heimilisböl sitt væri stærra en hann gæti grátið það.

Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Málverk af Brynjólfi biskupi úr handriti frá 18.öld.

Jón Espólín, sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, segir frá því í sjöunda bindi árbóka sinna að Torfi Jónsson prófastur, frændi Brynjólfs biskups, hafi sagt honum frá barnsburði Ragnheiðar. Frásögn Jóns er nánast eins og í biskupasögunum að öðru leyti en því að latneska málsháttinn þýðir hann: „heimaböl er meira enn tárum taki“ og nafn egypska faraósins er þar rétt stafsett, Psammetichus, (VII:30).

Nærmynd styttu af Psammetichus faraó sem varðveitt er á Louvre-safninu í París.

Þetta er elsta dæmið um svipað orðafar og nær því sem flestir þekkja nú og var það tekið upp í málsháttasafn Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar, það er heimilsbölið er þyngra en tárum taki, sjá einnig Jón G. Friðjónsson (2014:237) og Hannes Hólmstein Gissurarson (2010:105)

Heimildir:

  • Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal. 1903. I. bindi. Sögufélag, Reykjavík.
  • Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966. Íslenzkir málshættir. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2010. Kjarni málsins. Bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón Espólín. 1821. Íslands Árbækur í sögu-formi. VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2014. Orð að sönnu. Íslenskir málshættir og orðskviðir. Forlagið, Reykjavík.

Myndir:

...