Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu.

Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þau sem sýna mesta virkni í ljósaskiptunum (e. crepuscular).

Aðeins ein af hverjum fimm spendýrategundum athafnar sig mest á daginn, þar á meðal við mennirnir og þær tegundir sem eru okkur skyldastar, simpansar, górillur, bónóbóar og órangútanar. Stærstur hluti spendýra telst hins vegar til næturdýra.

Ástæðuna fyrir þessu er hægt að rekja til upphafs spendýra fyrir rúmum hundrað milljón árum. Þá réðu risaeðlurnar ríkjum og þær voru á ferli yfir daginn en þau smávöxnu spendýr sem lifðu þá og minntu helst á nagdýr okkar tíma, voru á ferli á nóttunni. Þetta hentaði vel þegar fjölmargir afræningjar voru virkir yfir daginn. Þessi aðlögun er enn ríkjandi þótt fjölmargir afræningja hafi aðlagast náttmyrkrinu eða ljósaskiptunum.

Rottur, eins og flest nagdýr, eru fyrst og fremst á ferli á nóttunni en þó má sjá þeim bregða fyrir yfir daginn.

Nánast allar tegundir nagdýra eru næturdýr, þar með taldar rottur. Þær halda sig í fylgsnum sínum yfir daginn en eru á ferli á nóttunni. Stundum má þó sjá rottur yfir daginn. Skýringin á því er oftast sú að styggð hefur komist að þeim eða búsvæði þeirra raskast.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.2.2018

Spyrjandi

Steinunn Svavarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74792.

Jón Már Halldórsson. (2018, 28. febrúar). Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74792

Jón Már Halldórsson. „Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74792>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu.

Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þau sem sýna mesta virkni í ljósaskiptunum (e. crepuscular).

Aðeins ein af hverjum fimm spendýrategundum athafnar sig mest á daginn, þar á meðal við mennirnir og þær tegundir sem eru okkur skyldastar, simpansar, górillur, bónóbóar og órangútanar. Stærstur hluti spendýra telst hins vegar til næturdýra.

Ástæðuna fyrir þessu er hægt að rekja til upphafs spendýra fyrir rúmum hundrað milljón árum. Þá réðu risaeðlurnar ríkjum og þær voru á ferli yfir daginn en þau smávöxnu spendýr sem lifðu þá og minntu helst á nagdýr okkar tíma, voru á ferli á nóttunni. Þetta hentaði vel þegar fjölmargir afræningjar voru virkir yfir daginn. Þessi aðlögun er enn ríkjandi þótt fjölmargir afræningja hafi aðlagast náttmyrkrinu eða ljósaskiptunum.

Rottur, eins og flest nagdýr, eru fyrst og fremst á ferli á nóttunni en þó má sjá þeim bregða fyrir yfir daginn.

Nánast allar tegundir nagdýra eru næturdýr, þar með taldar rottur. Þær halda sig í fylgsnum sínum yfir daginn en eru á ferli á nóttunni. Stundum má þó sjá rottur yfir daginn. Skýringin á því er oftast sú að styggð hefur komist að þeim eða búsvæði þeirra raskast.

Mynd:

...