Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla verður haldið í Rússlandi sumarið 2018. Íslenska karlalandsliðið keppir þar í fyrsta sinn á lokamóti HM.

Rússneska er rituð með kyrillísku letri eða stafrófi en ekki latnesku eins og til að mynda íslenska. Umrita þarf því rússnesk heiti og nöfn yfir á íslenskt stafróf (til dæmis Калиниград > Kalíníngrad og Екатеринбу́рг > Jekaterínbúrg). Búnar hafa verið til reglur fyrir íslensku um umritun nafna úr rússnesku (Umritun nafna úr rússnesku. 1987) og einnig hefur stundum myndast ákveðin hefð um ritun nafna. Nokkur forn íslensk heiti rússneskra og úkraínskra borga hafa einnig varðveist, til dæmis Hólmgarður (Novgorod), Kænugarður (Kíev) og Aldeigjuborg (Staraya Ladoga). Stórfljótið Don nefnist í Ynglinga sögu í Heimskringlu Tanakvísl og Vanakvísl.

Leikvöllurinn í borginni Rostov við Don.

Keppt verður í ellefu borgum á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Eftirfarandi eru íslensk heiti þeirra:
  • Jekaterínbúrg (áður Sverdlovsk)
  • Kalíníngrad
  • Kazan
  • Moskva
  • Nízhníj Novgorod (áður Gorkíj)
  • Rostov-na-Donú (eða Rostov við Don). Á ensku kallast þessi borg Rostov-on-Don.
  • Samara
  • Sankti Pétursborg (áður Leníngrad og þar áður Petrograd um skeið en upphaflegt heiti er Sankti Pétursborg)
  • Saransk
  • Sotsjí
  • Volgograd (áður Stalíngrad og þar áður Tsarítsyn)

Íslenska karlalandsliðið keppir í sínum riðli í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov við Don.

Heimildir:

Mynd og kort:

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

5.12.2017

Spyrjandi

Jónas Unnarsson

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74839.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2017, 5. desember). Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74839

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74839>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla verður haldið í Rússlandi sumarið 2018. Íslenska karlalandsliðið keppir þar í fyrsta sinn á lokamóti HM.

Rússneska er rituð með kyrillísku letri eða stafrófi en ekki latnesku eins og til að mynda íslenska. Umrita þarf því rússnesk heiti og nöfn yfir á íslenskt stafróf (til dæmis Калиниград > Kalíníngrad og Екатеринбу́рг > Jekaterínbúrg). Búnar hafa verið til reglur fyrir íslensku um umritun nafna úr rússnesku (Umritun nafna úr rússnesku. 1987) og einnig hefur stundum myndast ákveðin hefð um ritun nafna. Nokkur forn íslensk heiti rússneskra og úkraínskra borga hafa einnig varðveist, til dæmis Hólmgarður (Novgorod), Kænugarður (Kíev) og Aldeigjuborg (Staraya Ladoga). Stórfljótið Don nefnist í Ynglinga sögu í Heimskringlu Tanakvísl og Vanakvísl.

Leikvöllurinn í borginni Rostov við Don.

Keppt verður í ellefu borgum á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Eftirfarandi eru íslensk heiti þeirra:
  • Jekaterínbúrg (áður Sverdlovsk)
  • Kalíníngrad
  • Kazan
  • Moskva
  • Nízhníj Novgorod (áður Gorkíj)
  • Rostov-na-Donú (eða Rostov við Don). Á ensku kallast þessi borg Rostov-on-Don.
  • Samara
  • Sankti Pétursborg (áður Leníngrad og þar áður Petrograd um skeið en upphaflegt heiti er Sankti Pétursborg)
  • Saransk
  • Sotsjí
  • Volgograd (áður Stalíngrad og þar áður Tsarítsyn)

Íslenska karlalandsliðið keppir í sínum riðli í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov við Don.

Heimildir:

Mynd og kort:

...