Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Volgu?

Jón Már Halldórsson

Borgin Volgograd bar áður nafnið Stalíngrad í nokkra áratugi og er aðallega fræg fyrir hina miklu orrustu sem var þar háð í seinni heimstyrjöldinni. Borgin verður eflaust ofarlega í huga þeirra sem fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sumarið 2018 því þar keppir íslenska landsliðið eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?. Volgograd fékk núverandi nafn sitt árið 1965 og borgin stendur við bakka stórfljótsins Volgu, sem er stærsta fljót Evrópu. Volga rennur einar 1.400 mílur og á upptök sín norðvestur af Moskvu og rennur í Kaspíahaf.

Rússar kalla Volgu móðurina enda reiða yfir 60% bænda sig á vatnsbúskap hennar og flest stór iðnsvæði landsins liggja við fljótið, til að mynda eru 11 af 20 stærstu borgum Rússlands staðsettar á vatnasviði Volgu.

Volga rennur einar 1.400 mílur og er lengsta og vatnsmesta fljót Evrópu.

Það þarf ekki að koma á óvart að mengun er mikil víða á vatnasviði stórfljótsins og hefur verið svo í áratugi. Þrátt fyrir það þrífst þar enn mikið dýralíf, sérstaklega í hinum svokölluðu Astrakhan-óshólmum.

Fuglalíf við fljótið er stórbrotið. Meðal tegunda sem finnast þar eru pelíkanar. Flestir tengja pelíkana við hlýrri lönd en Rússland en þarna eiga þeir sér varplendur og fara til hlýrri landa á haustin eða til Aserbaísjan og Tyrklands. Flamingóar lifa einnig við óshólmana þar sem Volga rennur í Kaspíahaf, en þetta er eini staðurinn í Rússlandi þar sem flamingóar finnast. Óshólmarnir eru nú verndaðir og nefnist verndarsvæðið Astrakhan-friðlandið, kennt við borgina Astrakhan. Verndarsvæðið var stofnað á tímum borgarastyrjaldarinnar í landinu, árið 1919, og var það fyrsta innan Rússlands. Óshólmarnir eru ekki aðeins varpsvæði fyrir 99 tegundir fugla heldur einnig mikilvægur viðkomustaður fyrir fugla á leið norður á varpsvæðin á vorin og suður á vetrarstöðvarnar. Alls hafa fundist 285 tegundir fugla á óshólmasvæðinu.

Pelíkanar eiga sér varplendur við Volgu yfir sumartímann.

Vatnalífið er afar fjölbreytt og vart hægt að finna blómlegra vatnalíf á tempruðum svæðum jarðar. Sennilega er frægasta tegundin sem þrífst í fljótinu hin mikilfenglega styrja. Þessi tegund getur orðið rúmlega 3,5 metrar á lengd og lifað í heila öld. Mengun, ólöglegar veiðar og virkjanaframkvæmdir hafa leitt til mikillar hnignunar á styrjustofninum í Volgu og er talið að stofninn í dag sé aðeins 10% af því sem hann var árið 1970. Styrjan hrygnir í óshólmunum auk fjölda annarra tegunda, til að mynda evrópsku leirgeddunni (Silurus glanis) sem er stærsti ránfiskur fljótsins og getur orðið allt að 130 kg. Í Astrakhan-friðlandinu lifa tiltölulega fáar tegundir spendýra en þar ber mest á smærri tegundum eins og broddgöltum, nagdýrum og víslum en einnig stærri tegundum eins og dádýrum, villisvínum og úlfum. Óshólmasvæðið er einnig mikilvæg „stoppistöð“ fyrir leðurblökur.

Talið er að 127 tegundir fiska hrygni í Volgu og 850 tegundir af vatnahryggleysingum hafa fundist í fljótinu. Af kunnustu tegundum fiska sem finnast í Volgu er meðal annars tegund sem kallast rabbi, eða á rússnesku „gherekh“ (Aspius aspius) og er vinsæl hjá stangveiðiveiðimönnum þar í landi. Volgu-vatnaviðnir eða „bersh“ (Stizostedion volgensis) er einlend tegund á svæðinu og er skráð í rauðbók Rússlands sem tegund í útrýmingarhættu. Aborri (Perca fluviatilis) er algengur ránfiskur í fljótinu og lifir á smærri tegundum fiska og hryggleysingja. Að lokum er rétt að nefna tegund ferskvatnsfisks sem er algeng í fersku vatni víða um Evrópu og er af ætt þorskfiska, en það er vatnaflekkur (Lota lota) og þykir vera afbragðs matfiskur.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.6.2018

Spyrjandi

Halldór Atli Kristjánsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Volgu?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2018. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74919.

Jón Már Halldórsson. (2018, 21. júní). Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Volgu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74919

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Volgu?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2018. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74919>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Volgu?
Borgin Volgograd bar áður nafnið Stalíngrad í nokkra áratugi og er aðallega fræg fyrir hina miklu orrustu sem var þar háð í seinni heimstyrjöldinni. Borgin verður eflaust ofarlega í huga þeirra sem fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sumarið 2018 því þar keppir íslenska landsliðið eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?. Volgograd fékk núverandi nafn sitt árið 1965 og borgin stendur við bakka stórfljótsins Volgu, sem er stærsta fljót Evrópu. Volga rennur einar 1.400 mílur og á upptök sín norðvestur af Moskvu og rennur í Kaspíahaf.

Rússar kalla Volgu móðurina enda reiða yfir 60% bænda sig á vatnsbúskap hennar og flest stór iðnsvæði landsins liggja við fljótið, til að mynda eru 11 af 20 stærstu borgum Rússlands staðsettar á vatnasviði Volgu.

Volga rennur einar 1.400 mílur og er lengsta og vatnsmesta fljót Evrópu.

Það þarf ekki að koma á óvart að mengun er mikil víða á vatnasviði stórfljótsins og hefur verið svo í áratugi. Þrátt fyrir það þrífst þar enn mikið dýralíf, sérstaklega í hinum svokölluðu Astrakhan-óshólmum.

Fuglalíf við fljótið er stórbrotið. Meðal tegunda sem finnast þar eru pelíkanar. Flestir tengja pelíkana við hlýrri lönd en Rússland en þarna eiga þeir sér varplendur og fara til hlýrri landa á haustin eða til Aserbaísjan og Tyrklands. Flamingóar lifa einnig við óshólmana þar sem Volga rennur í Kaspíahaf, en þetta er eini staðurinn í Rússlandi þar sem flamingóar finnast. Óshólmarnir eru nú verndaðir og nefnist verndarsvæðið Astrakhan-friðlandið, kennt við borgina Astrakhan. Verndarsvæðið var stofnað á tímum borgarastyrjaldarinnar í landinu, árið 1919, og var það fyrsta innan Rússlands. Óshólmarnir eru ekki aðeins varpsvæði fyrir 99 tegundir fugla heldur einnig mikilvægur viðkomustaður fyrir fugla á leið norður á varpsvæðin á vorin og suður á vetrarstöðvarnar. Alls hafa fundist 285 tegundir fugla á óshólmasvæðinu.

Pelíkanar eiga sér varplendur við Volgu yfir sumartímann.

Vatnalífið er afar fjölbreytt og vart hægt að finna blómlegra vatnalíf á tempruðum svæðum jarðar. Sennilega er frægasta tegundin sem þrífst í fljótinu hin mikilfenglega styrja. Þessi tegund getur orðið rúmlega 3,5 metrar á lengd og lifað í heila öld. Mengun, ólöglegar veiðar og virkjanaframkvæmdir hafa leitt til mikillar hnignunar á styrjustofninum í Volgu og er talið að stofninn í dag sé aðeins 10% af því sem hann var árið 1970. Styrjan hrygnir í óshólmunum auk fjölda annarra tegunda, til að mynda evrópsku leirgeddunni (Silurus glanis) sem er stærsti ránfiskur fljótsins og getur orðið allt að 130 kg. Í Astrakhan-friðlandinu lifa tiltölulega fáar tegundir spendýra en þar ber mest á smærri tegundum eins og broddgöltum, nagdýrum og víslum en einnig stærri tegundum eins og dádýrum, villisvínum og úlfum. Óshólmasvæðið er einnig mikilvæg „stoppistöð“ fyrir leðurblökur.

Talið er að 127 tegundir fiska hrygni í Volgu og 850 tegundir af vatnahryggleysingum hafa fundist í fljótinu. Af kunnustu tegundum fiska sem finnast í Volgu er meðal annars tegund sem kallast rabbi, eða á rússnesku „gherekh“ (Aspius aspius) og er vinsæl hjá stangveiðiveiðimönnum þar í landi. Volgu-vatnaviðnir eða „bersh“ (Stizostedion volgensis) er einlend tegund á svæðinu og er skráð í rauðbók Rússlands sem tegund í útrýmingarhættu. Aborri (Perca fluviatilis) er algengur ránfiskur í fljótinu og lifir á smærri tegundum fiska og hryggleysingja. Að lokum er rétt að nefna tegund ferskvatnsfisks sem er algeng í fersku vatni víða um Evrópu og er af ætt þorskfiska, en það er vatnaflekkur (Lota lota) og þykir vera afbragðs matfiskur.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

...