Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar.

Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til forna. Í grein sem birt var árið 1993 í vísindatímaritinu Nature sýndu mælingar Árnýjar og samstarfsmanna hennar, sem náðu til síðustu 150 þúsund ára, hvernig óstöðugleiki í loftslagi gat leitt til mjög skyndilegra veðurfarsbreytinga á síðasta jökulskeiði. Tilvitnanir í þessa grein skipta þúsundum og er hún meðal þeirra vísindagreina frá íslenskum háskólum eða stofnunum sem oftast hefur verið vitnað í.

Helstu rannsóknasvið Árnýjar Erlu eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Grein Árnýjar og samstarfsmanna hennar í Nature frá 1993 er meðal þeirra vísindagreina frá íslenskum háskólum eða stofnunum sem oftast hefur verið vitnað í.

Árný hefur einnig stundað rannsóknir á samsætum í grunnvatni en þær upplýsingar má nota meðal annars til að kanna uppruna og forsögu jarðhitavatns. Samsætumælingar eru framkvæmdar með svokölluðum massagreini, en það er tæki sem getur mælt massa einstakra frumeinda og sameinda og greint hlutfall milli ólíkra samsæta. Árný hefur einnig stundað aldursgreiningar með geislakolsaðferðum í jarðfræðilegum tilgangi til að meta aldur lífrænna fornleifa.

Myndin sýnir Sigfús Johnsen eðlisfræðing, ásamt Árnýju Erlu og öðru samstarfsfólki, fagna því þegar botni var náð í GRIP-borunarverkefninu á Grænlandsjökli. Myndin er tekin 12. júlí 1992.

Árný Erla er fædd árið 1953 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1973. Árið 1978 lauk hún BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og árið 1984 útskrifaðist hún með doktorsgráðu í jarðefnafræði frá Austur Angliu-háskóla í Norwich á Englandi. Doktorsritgerð hennar fjallaði um jarðhitaummyndun og efnahvörf milli bergs og vatns í jarðhitakerfum í Kröflu og á Reykjanesi.

Myndir:
  • Úr ÁES.

Útgáfudagur

14.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75005.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75005

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75005>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar.

Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til forna. Í grein sem birt var árið 1993 í vísindatímaritinu Nature sýndu mælingar Árnýjar og samstarfsmanna hennar, sem náðu til síðustu 150 þúsund ára, hvernig óstöðugleiki í loftslagi gat leitt til mjög skyndilegra veðurfarsbreytinga á síðasta jökulskeiði. Tilvitnanir í þessa grein skipta þúsundum og er hún meðal þeirra vísindagreina frá íslenskum háskólum eða stofnunum sem oftast hefur verið vitnað í.

Helstu rannsóknasvið Árnýjar Erlu eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Grein Árnýjar og samstarfsmanna hennar í Nature frá 1993 er meðal þeirra vísindagreina frá íslenskum háskólum eða stofnunum sem oftast hefur verið vitnað í.

Árný hefur einnig stundað rannsóknir á samsætum í grunnvatni en þær upplýsingar má nota meðal annars til að kanna uppruna og forsögu jarðhitavatns. Samsætumælingar eru framkvæmdar með svokölluðum massagreini, en það er tæki sem getur mælt massa einstakra frumeinda og sameinda og greint hlutfall milli ólíkra samsæta. Árný hefur einnig stundað aldursgreiningar með geislakolsaðferðum í jarðfræðilegum tilgangi til að meta aldur lífrænna fornleifa.

Myndin sýnir Sigfús Johnsen eðlisfræðing, ásamt Árnýju Erlu og öðru samstarfsfólki, fagna því þegar botni var náð í GRIP-borunarverkefninu á Grænlandsjökli. Myndin er tekin 12. júlí 1992.

Árný Erla er fædd árið 1953 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1973. Árið 1978 lauk hún BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og árið 1984 útskrifaðist hún með doktorsgráðu í jarðefnafræði frá Austur Angliu-háskóla í Norwich á Englandi. Doktorsritgerð hennar fjallaði um jarðhitaummyndun og efnahvörf milli bergs og vatns í jarðhitakerfum í Kröflu og á Reykjanesi.

Myndir:
  • Úr ÁES.

...