Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum.

Söfn og safnastarf hafa einnig verið Sigurjóni Baldri viðfangsefni í rannsóknum hans, þar sem hann hefur litið til félagslegs- og menntunarlegs áhrifamáttar safna og safnastarfs. Niðurstöður rannsóknanna hefur hann birt í fjölda greina á innlendum og erlendum vettvangi, og í bókunum Phallological Museum (2014), Byggðasöfn á Íslandi (2015) og Death and Governmentality (2017). Sigurjón Baldur hefur einnig stundað rannsóknir í Kanada en þar hefur hann meðal annars rannsakað fjölmiðlanotkun frumbyggja í tengslum við hugmyndir þeirra um lýðræði og samfélagslega þátttöku. Sigurjón Baldur hefur gefið út tvær bækur um þær rannsóknir, Screen Cultures in Canada (2010) og Unmasking Deep Democracy (2013).

Sigurjón Baldur Hafsteinsson hefur meðal annars rannsakað viðhorf Íslendinga til dauða og sorgar.

Sigurjón Baldur er fæddur 1964, hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla 1986, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi í mannfræði frá Temple University í Bandaríkjunum árið 1994. Sigurjón Baldur hefur meðal annars unnið á Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og verið forstöðumaður þriggja safna; Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Kvikmyndasafns Íslands og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Doktorsprófi í mannfræði lauk hann 2008 frá Temple University í Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið fjölmarga styrki úr samkeppnissjóðum fyrir rannsóknir sínar.

Mynd:

Útgáfudagur

19.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75030.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75030

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75030>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?
Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum.

Söfn og safnastarf hafa einnig verið Sigurjóni Baldri viðfangsefni í rannsóknum hans, þar sem hann hefur litið til félagslegs- og menntunarlegs áhrifamáttar safna og safnastarfs. Niðurstöður rannsóknanna hefur hann birt í fjölda greina á innlendum og erlendum vettvangi, og í bókunum Phallological Museum (2014), Byggðasöfn á Íslandi (2015) og Death and Governmentality (2017). Sigurjón Baldur hefur einnig stundað rannsóknir í Kanada en þar hefur hann meðal annars rannsakað fjölmiðlanotkun frumbyggja í tengslum við hugmyndir þeirra um lýðræði og samfélagslega þátttöku. Sigurjón Baldur hefur gefið út tvær bækur um þær rannsóknir, Screen Cultures in Canada (2010) og Unmasking Deep Democracy (2013).

Sigurjón Baldur Hafsteinsson hefur meðal annars rannsakað viðhorf Íslendinga til dauða og sorgar.

Sigurjón Baldur er fæddur 1964, hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla 1986, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi í mannfræði frá Temple University í Bandaríkjunum árið 1994. Sigurjón Baldur hefur meðal annars unnið á Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og verið forstöðumaður þriggja safna; Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Kvikmyndasafns Íslands og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Doktorsprófi í mannfræði lauk hann 2008 frá Temple University í Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið fjölmarga styrki úr samkeppnissjóðum fyrir rannsóknir sínar.

Mynd:

...