Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ásamt því hvernig þyngdarkraftur er háður dreifingu massa og orku í rúminu. Einstein aflaði kenningunni strax nokkurs fylgis með því að reikna út hvernig forsagnir hennar víkja mælanlega frá þyngdarfræði Newtons í þremur tilteknum tilvikum. Tvö af þessum tilfellum komu strax heim við þekktar mælingar og viðhorf en í þriðja tilfellinu voru þá ekki til nógu nákvæmar mælingar. Forsögnin var sú að ljósið beygir þegar það kemur í grennd við mikinn massa. Hún var síðan sannreynd með athugunum við sólmyrkva árið 1919 sem komu heim við forsögn Einsteins. Það vakti mikla athygli um allan heim og eftir það varð Einstein eins konar tákn vísindanna í augum almennings.

Hann fékk síðan Nóbelsverðlaun ársins 1921, þó ekki fyrr en á árinu 1922 og ekki fyrir afstæðiskenninguna heldur fyrir rannsóknir sínar á ljósröfun (e. photoelectricity) sem hann hafði birt löngu fyrr, eða á árinu 1905 og síðar.

Þessi mynd birtist fyrst í tímaritinu The Illustrated London News 22. nóvember 1919. Hún lýsir vel mælingunum á sveigju ljóssins í sólmyrkvanum árið 1919. Í neðra horninu vinstra megin eru mælitæki stjörnufræðinganna á Principe (?). Þau nema ljós frá stjörnu, sem er nálægt sól á hvelfingunni. Vegna ljóssveigjunnar virðist stjarnan hafa færst til eins og sýnt er nánar í hringnum hægra megin. Fyrir neðan hringinn má sjá braut almyrkvans yfir Atlantshafið og stað mælistöðvanna tveggja, í Sobral í Brasilíu og á eyjunni Principe við Afríku. Neðst hægra megin er ljósmynd af kórónu sólar.

Óhætt er að segja að almenna afstæðiskenningin olli smám saman straumhvörfum í heimsfræði, það er í hugmyndum okkar um alheiminn, gerð hans, stærð og þróun. Þýski eðlis- og stjarnfræðingurinn Karl Schwarzschild (1873-1916) tók þessa nýstárlegu kenningu alvarlega og reið á vaðið með því að setja fram nákvæma lausnir á jöfnum Einsteins fyrir punktlaga og kúlulaga massadreifingu skömmu eftir að Einstein hafði sett þær fram. Er byggt á niðurstöðum Schwarzschilds enn þann dag í dag í hugmyndum okkar um svarthol (e. black holes) og fleira.

Einstein hélt sögunni áfram árið 1917 með því að skrifa sérstaka grein um heimsfræðilegar athuganir í tengslum við hina nýju kenningu sína. Málin stóðu þá þannig að mönnum þótti ekkert benda til annars en að alheimurinn væri í aðalatriðum stöðugur (e. stable) og í aðalatriðum evklíðskur (e. Euclidean) sem kallað er, en það þýðir meðal annars að honum má lýsa með rétthyrndum hnitum og ljósgeisli eða hlutur sem fer eftir beinni línu burt frá okkur heldur áfram endalaust og kemur aldrei aftur. Einnig gildir í slíkum heimi að hægt er að draga eina og aðeins eina línu gegnum tiltekinn punkt samsíða gefinni línu utan punktsins. Þetta fannst bæði Einstein og öðrum eðlileg hugmynd á þessum tíma enda lágu ekki fyrir neinar mælingar eða athuganir sem bentu til annars.

Hér sjáum við þýska eðlisfræðinginn Max Planck (1858-1947) og Albert Einstein til hægri. Árið er 1929 og Þýska eðlisfræðifélagið er að heiðra þá fyrir mikilvæg framlög til eðlisfræðinnar. Planck hafði einmitt fengið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1918 fyrir að leggja fyrsta grunninn að skammtafræðinni árið 1900.

Einstein þótti þessi einfalda heimsmynd svo sjálfsögð og aðlaðandi að hann lagði lykkju á leið sína til að laga almennu afstæðiskenninguna að henni með því að innleiða í hana svokallaðan heimsfasta (e. cosmological constant) til að kenningin gæti lýst stöðugum heimi. Síðar kom þó í ljós að þessi aðgerð hans var í rauninni ástæðulaus samkvæmt þeim rökum sem hann beitti upphaflega, því að það þurfti einfaldlega ekki að tryggja að heimurinn gæti verið stöðugur! Í fyrsta lagi lögðu belgíski presturinn og stjarnvísindamaðurinn Georges Lemaitre (1894-1966) og bandarísku stjarnvísindamennirnir Vesto Melvin Slipher (1875-1969) og Edwin Hubble (1881-1953) fram athuganir og pælingar sem sýndu að vetrarbrautirnar eru margar og í öðru lagi að þær væru langflestar að fjarlægjast hver aðra og alheimurinn væri því ekki stöðugur heldur að þenjast út án afláts. Í öðru lagi sýndu hollenski stærðfræðingurinn og eðlisvísindamaðurinn Willem de Sitter (1872-1934) og rússneski eðlis- og stærðfræðingurinn Alexander Friedmann (1888-1925) um svipað leyti fram á að jöfnur Einsteins geta vel lýst slíkum breytilegum heimi, til dæmis í útþenslu.

Upp úr 1930 voru gögn sem studdu útþenslu alheimsins orðin svo skýr og öflug að Einstein varð að fallast á hana. Myndaðist þá tímabundin samstaða vísindamanna um heimslíkan þar sem þenslan var stöðug. Menn urðu hins vegar að gefa það líkan upp á bátinn á árunum 1990-2000 þegar í ljós kom að þenslan er ekki stöðug heldur verður hún sífellt örari. En þá er líka mál að linni í þessu svari sem fjallar fyrst og fremst um stöðu mála kringum 1918.

Lesandinn hefur vonandi sannfærst um að kringum 1918 var sannarlega mikið að gerast í sögu heimsmyndarinnar. Því má blátt áfram lýsa þannig að þá hafi vísindaleg heimsfræði verið að fæðast!

Lesefni:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson (ritstj.), 2015. Einstein, eindir og afstæði. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Myndir:

Spurningu Soffíu er hér svarað að hluta.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.3.2018

Spyrjandi

Soffía Steingrímsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75146.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2018, 13. mars). Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75146

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75146>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?
Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ásamt því hvernig þyngdarkraftur er háður dreifingu massa og orku í rúminu. Einstein aflaði kenningunni strax nokkurs fylgis með því að reikna út hvernig forsagnir hennar víkja mælanlega frá þyngdarfræði Newtons í þremur tilteknum tilvikum. Tvö af þessum tilfellum komu strax heim við þekktar mælingar og viðhorf en í þriðja tilfellinu voru þá ekki til nógu nákvæmar mælingar. Forsögnin var sú að ljósið beygir þegar það kemur í grennd við mikinn massa. Hún var síðan sannreynd með athugunum við sólmyrkva árið 1919 sem komu heim við forsögn Einsteins. Það vakti mikla athygli um allan heim og eftir það varð Einstein eins konar tákn vísindanna í augum almennings.

Hann fékk síðan Nóbelsverðlaun ársins 1921, þó ekki fyrr en á árinu 1922 og ekki fyrir afstæðiskenninguna heldur fyrir rannsóknir sínar á ljósröfun (e. photoelectricity) sem hann hafði birt löngu fyrr, eða á árinu 1905 og síðar.

Þessi mynd birtist fyrst í tímaritinu The Illustrated London News 22. nóvember 1919. Hún lýsir vel mælingunum á sveigju ljóssins í sólmyrkvanum árið 1919. Í neðra horninu vinstra megin eru mælitæki stjörnufræðinganna á Principe (?). Þau nema ljós frá stjörnu, sem er nálægt sól á hvelfingunni. Vegna ljóssveigjunnar virðist stjarnan hafa færst til eins og sýnt er nánar í hringnum hægra megin. Fyrir neðan hringinn má sjá braut almyrkvans yfir Atlantshafið og stað mælistöðvanna tveggja, í Sobral í Brasilíu og á eyjunni Principe við Afríku. Neðst hægra megin er ljósmynd af kórónu sólar.

Óhætt er að segja að almenna afstæðiskenningin olli smám saman straumhvörfum í heimsfræði, það er í hugmyndum okkar um alheiminn, gerð hans, stærð og þróun. Þýski eðlis- og stjarnfræðingurinn Karl Schwarzschild (1873-1916) tók þessa nýstárlegu kenningu alvarlega og reið á vaðið með því að setja fram nákvæma lausnir á jöfnum Einsteins fyrir punktlaga og kúlulaga massadreifingu skömmu eftir að Einstein hafði sett þær fram. Er byggt á niðurstöðum Schwarzschilds enn þann dag í dag í hugmyndum okkar um svarthol (e. black holes) og fleira.

Einstein hélt sögunni áfram árið 1917 með því að skrifa sérstaka grein um heimsfræðilegar athuganir í tengslum við hina nýju kenningu sína. Málin stóðu þá þannig að mönnum þótti ekkert benda til annars en að alheimurinn væri í aðalatriðum stöðugur (e. stable) og í aðalatriðum evklíðskur (e. Euclidean) sem kallað er, en það þýðir meðal annars að honum má lýsa með rétthyrndum hnitum og ljósgeisli eða hlutur sem fer eftir beinni línu burt frá okkur heldur áfram endalaust og kemur aldrei aftur. Einnig gildir í slíkum heimi að hægt er að draga eina og aðeins eina línu gegnum tiltekinn punkt samsíða gefinni línu utan punktsins. Þetta fannst bæði Einstein og öðrum eðlileg hugmynd á þessum tíma enda lágu ekki fyrir neinar mælingar eða athuganir sem bentu til annars.

Hér sjáum við þýska eðlisfræðinginn Max Planck (1858-1947) og Albert Einstein til hægri. Árið er 1929 og Þýska eðlisfræðifélagið er að heiðra þá fyrir mikilvæg framlög til eðlisfræðinnar. Planck hafði einmitt fengið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1918 fyrir að leggja fyrsta grunninn að skammtafræðinni árið 1900.

Einstein þótti þessi einfalda heimsmynd svo sjálfsögð og aðlaðandi að hann lagði lykkju á leið sína til að laga almennu afstæðiskenninguna að henni með því að innleiða í hana svokallaðan heimsfasta (e. cosmological constant) til að kenningin gæti lýst stöðugum heimi. Síðar kom þó í ljós að þessi aðgerð hans var í rauninni ástæðulaus samkvæmt þeim rökum sem hann beitti upphaflega, því að það þurfti einfaldlega ekki að tryggja að heimurinn gæti verið stöðugur! Í fyrsta lagi lögðu belgíski presturinn og stjarnvísindamaðurinn Georges Lemaitre (1894-1966) og bandarísku stjarnvísindamennirnir Vesto Melvin Slipher (1875-1969) og Edwin Hubble (1881-1953) fram athuganir og pælingar sem sýndu að vetrarbrautirnar eru margar og í öðru lagi að þær væru langflestar að fjarlægjast hver aðra og alheimurinn væri því ekki stöðugur heldur að þenjast út án afláts. Í öðru lagi sýndu hollenski stærðfræðingurinn og eðlisvísindamaðurinn Willem de Sitter (1872-1934) og rússneski eðlis- og stærðfræðingurinn Alexander Friedmann (1888-1925) um svipað leyti fram á að jöfnur Einsteins geta vel lýst slíkum breytilegum heimi, til dæmis í útþenslu.

Upp úr 1930 voru gögn sem studdu útþenslu alheimsins orðin svo skýr og öflug að Einstein varð að fallast á hana. Myndaðist þá tímabundin samstaða vísindamanna um heimslíkan þar sem þenslan var stöðug. Menn urðu hins vegar að gefa það líkan upp á bátinn á árunum 1990-2000 þegar í ljós kom að þenslan er ekki stöðug heldur verður hún sífellt örari. En þá er líka mál að linni í þessu svari sem fjallar fyrst og fremst um stöðu mála kringum 1918.

Lesandinn hefur vonandi sannfærst um að kringum 1918 var sannarlega mikið að gerast í sögu heimsmyndarinnar. Því má blátt áfram lýsa þannig að þá hafi vísindaleg heimsfræði verið að fæðast!

Lesefni:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson (ritstj.), 2015. Einstein, eindir og afstæði. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Myndir:

Spurningu Soffíu er hér svarað að hluta....