Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?

Borgþór Kjærnested

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska byltingin á viðskipti við rússneska heimsveldið. Landsmenn bjuggu við mjög ólík kjör og þjóðfélagsstaða verkalýðsins og kotbænda (leiguliða) var veik. Í stjórnmálum tókust borgaraflokkarnir og flokkur jafnaðarmanna hart á. Skortur á opinberu lögregluvaldi jók spennu á milli stétta og hafði hvor stjórnmálafylking að baki sér vopnaðar sveitir, annars vegar verndarsveitir borgarastéttarinnar (hvítliðar) og hins vegar rauðliðasveitir verkamanna.

Frá hausti 1917 höfðu borgaraflokkarnir farið með völd. Í ljósi þeirrar miklu spennu sem var í landinu þá um haustið var ákveðið í janúar 1918 að ríkisstjórn landsins ásamt þingmönnum sínum færi burt úr höfuðborginni Helsinki til borgarinnar Vasa á vesturströnd landsins enda voru stjórnvöld nýbúin að fylgjast með valdaráni bolsévika í Pétursborg sem tóku stjórnvöld þar í gíslingu. Bylting var í pípunum. Framkvæmdaráð jafnaðarmanna ákvað 25. janúar að flokkurinn tæki völdin og á miðnætti 28. var kveikt rautt ljós í turni Alþýðuhússins í Helsinki. Þá um morguninn gengu rauðliðar fylktu liði yfir brúna frá verkamannahverfinu yfir til hverfa miðborgarinnar og yfirtóku stjórnarskrifstofurnar. Allt fór þó friðsamlega fram.

Í byrjun lá víglínan milli ríkisstjórnarinnar í Vasa (bláa svæðið) og rauðliðanna í Helsinki (rauða svæðið) frá Pori – Tampere – Kouvola – Viipuri. Rauðu örvarnar sýna árásir rauðliða en hvítu örvarnar árásir hvítliða í upphafi átakanna.

Í byrjun febrúar 1918 voru aðstæður í Finnlandi því þannig að verksmiðjuvætt Suður-Finnland var í höndum rauðliða sem réðu höfuðborginni Helsinki. Mið- og Norður-Finnland var í höndum hvítliða með ríkisstjórnina í Vasa.

Frá haustinu 1914 og fram til ársins 1917 fór fjöldi ungra finnskra karla úr landi og leitaði eftir inngöngu í þýska herinn. Þessi hópur gekk undir heitinu Jägarherdeildin. Ríkisstjórnin í Vasa boðaði nú þessa ungu menn aftur heim hið fyrsta til þess að skipa sér í raðir stjórnarhersins. Með þessari viðbót taldi herstyrkur stjórnarinnar um 70.000 manns. Herinn samanstóð af bændum, mönnum úr yfir- og millistétt, nokkrum kotbændum, um 12.000 Þjóðverjum úr Eystrasaltsher Þýskalands og um 600 sænskum sjálfboðaliðum auk þessar Jägara. Markmið hvítliða var að frelsa Finnland undan yfirráðum Rússa, verja sjálfstæði Finnlands og standa vörð um eignarétt manna til lands og fyrirtækja. Yfirstjórn hersveita hvítliðanna var í höndum hershöfðingjans Carl Gústaf Mannerheim (1867-1951) sem áður hafði þjónað Rússakeisara um langt árabil.

Mannerheim yfirhershöfðingi kannar Jägarherdeildina í Vasa 26. febrúar 1918.

Rauðliðarnir voru hópur manna sem rússneska byltingin hafði hrifið með sér og voru herforingjarnir margir. Markmið þeirra var að byggja upp Finnland sósíalismans með yfirtöku ríkisvaldsins. Heraflinn samanstóð af um 76.000 manns sem voru mestmegnis verksmiðjuverkamenn, landlausir sveitamenn og kotbændur auk um 10.000 Rússa. Rauðliðarnir voru óskipulagðir, illa þjálfaðir og illa vopnaðir. Þeir bjuggust við að almenningur myndi rísa upp úti um allt land þeim til stuðnings en af því varð ekki.

Í upphafi átaka á milli þessara fylkinga var frumkvæðið hjá rauðliðum en árásir þeirra mistókust og frumkvæðið fluttist smám saman til hvítliðanna. Um miðjan febrúar kom meginþorri Jägarana frá Þýskalandi til Vasa og tóku við herþjálfun hvítliðanna. Um miðjan mars hófu hvítliðarnir meginárás til suðurs að „hjarta“ rauðliðanna, iðnaðarborgarinnar Tampere/Tammerfors. Þar var háð blóðugasta orrustan en henni lauk með sigri hvítliða 6. apríl. Hryggjarstykkið í rauða liðinu fór að gefa sig og forustumenn þeirra tóku að flýja yfir til Rússlands. Síðustu orrusturnar voru háðar í byrjun maí og 16. maí héldu hvítliðar sigurgöngu sína inn í Helsinki með Mannerheim í broddi fylkingar.

Flokkur rauðliða í Tampere.

Átökin voru afar blóðug og miskunnarlaus á báða bóga þrátt fyrir tilraunir beggja forystuaðila til að hafa hemil á mönnum. Almennt er viðurkennt að harðræði hvíta liðsins var mun skelfilegra en rauðliðanna, einkum eftir að borgarastríðinu lauk. Samtals kostaði borgarastríðið og það sem á eftir fylgdi hátt í 40.000 mannslíf og voru rauðliðar þar í miklum meirihluta. Í sjálfum stríðsátökunum féllu aðeins um 9.500 manns, mun færri en þeir sem teknir voru af lífi eða létust í fangabúðum. Tekið skal fram að spánska veikin átti sinn þátt í dauðsföllunum í fangabúðunum sem og slæmur aðbúnaður fanga.

Rauðliðar Hvítliðar Aðrir Samtals
Mannfall í orrustum
5.199
3.414
790
9.403
Aftökur og morð
7.370
1.414
926
9.720
Látnir í fangabúðum/fangelsum
11.652
4
1.790
13.446
Látnir eftir lausn úr fangabúðum/fangelsum
607
-
6
613
Týndir
1.767
46
3806
2.196
Alls
27.038
5.179
4.423
36.640

Við þessar tölulegu upplýsingar má bæta falli 450-500 Þjóðverja, á bilinu 900-1.000 Rússar féllu í orrustum og 550-600 voru líflátnir, alls 1.900-2.100.

Rauðliðar í fangabúðum í Suomenilnna. Tæplega 12.000 rauðliðar dóu í slíkum búðum vegna slæms aðbúnaðar og sjúkdóma.

Strax að stríðinu loknu kom upp mikill ágreiningur milli forystumanna ríkisstjórnarinnar og Mannerheim yfirhershöfðingja um meðferð stríðsfanga. Mannerheim valdi að hverfa úr landi sumarið 1918 en sneri aftur heim um haustið þegar honum var boðið að taka við stöðu ríkisstjóra. Mannerheim náðaði síðustu 2.000 fangana og veitti jafnframt öllum börnum sem misst höfðu föður sinn í uppreisninni verulegt framlag án tillits til þess í hvoru liðinu þeir höfðu tilheyrt. Þetta var skref í átt að sáttum en ofbeldisverk beggja fylkinga skyldu eftir sig djúp sár til langs tíma í þjóðarsál Finna. Í tengslum við aldarafmæli finnska fullveldisins 2017 hófst umræða um að hefja annað sáttaferli meðal þjóðarinnar.

Hægt er að lesa meira um borgarastríðið í Finnlandi og sögu Finnlands almennt í bókinni Milli steins og sleggju eftir Borgþór Kjærnested.

Myndir:

Höfundur

Borgþór Kjærnested

rithöfundur og þýðandi

Útgáfudagur

6.4.2018

Spyrjandi

Jóhanna Þ.

Tilvísun

Borgþór Kjærnested. „Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75332.

Borgþór Kjærnested. (2018, 6. apríl). Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75332

Borgþór Kjærnested. „Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75332>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska byltingin á viðskipti við rússneska heimsveldið. Landsmenn bjuggu við mjög ólík kjör og þjóðfélagsstaða verkalýðsins og kotbænda (leiguliða) var veik. Í stjórnmálum tókust borgaraflokkarnir og flokkur jafnaðarmanna hart á. Skortur á opinberu lögregluvaldi jók spennu á milli stétta og hafði hvor stjórnmálafylking að baki sér vopnaðar sveitir, annars vegar verndarsveitir borgarastéttarinnar (hvítliðar) og hins vegar rauðliðasveitir verkamanna.

Frá hausti 1917 höfðu borgaraflokkarnir farið með völd. Í ljósi þeirrar miklu spennu sem var í landinu þá um haustið var ákveðið í janúar 1918 að ríkisstjórn landsins ásamt þingmönnum sínum færi burt úr höfuðborginni Helsinki til borgarinnar Vasa á vesturströnd landsins enda voru stjórnvöld nýbúin að fylgjast með valdaráni bolsévika í Pétursborg sem tóku stjórnvöld þar í gíslingu. Bylting var í pípunum. Framkvæmdaráð jafnaðarmanna ákvað 25. janúar að flokkurinn tæki völdin og á miðnætti 28. var kveikt rautt ljós í turni Alþýðuhússins í Helsinki. Þá um morguninn gengu rauðliðar fylktu liði yfir brúna frá verkamannahverfinu yfir til hverfa miðborgarinnar og yfirtóku stjórnarskrifstofurnar. Allt fór þó friðsamlega fram.

Í byrjun lá víglínan milli ríkisstjórnarinnar í Vasa (bláa svæðið) og rauðliðanna í Helsinki (rauða svæðið) frá Pori – Tampere – Kouvola – Viipuri. Rauðu örvarnar sýna árásir rauðliða en hvítu örvarnar árásir hvítliða í upphafi átakanna.

Í byrjun febrúar 1918 voru aðstæður í Finnlandi því þannig að verksmiðjuvætt Suður-Finnland var í höndum rauðliða sem réðu höfuðborginni Helsinki. Mið- og Norður-Finnland var í höndum hvítliða með ríkisstjórnina í Vasa.

Frá haustinu 1914 og fram til ársins 1917 fór fjöldi ungra finnskra karla úr landi og leitaði eftir inngöngu í þýska herinn. Þessi hópur gekk undir heitinu Jägarherdeildin. Ríkisstjórnin í Vasa boðaði nú þessa ungu menn aftur heim hið fyrsta til þess að skipa sér í raðir stjórnarhersins. Með þessari viðbót taldi herstyrkur stjórnarinnar um 70.000 manns. Herinn samanstóð af bændum, mönnum úr yfir- og millistétt, nokkrum kotbændum, um 12.000 Þjóðverjum úr Eystrasaltsher Þýskalands og um 600 sænskum sjálfboðaliðum auk þessar Jägara. Markmið hvítliða var að frelsa Finnland undan yfirráðum Rússa, verja sjálfstæði Finnlands og standa vörð um eignarétt manna til lands og fyrirtækja. Yfirstjórn hersveita hvítliðanna var í höndum hershöfðingjans Carl Gústaf Mannerheim (1867-1951) sem áður hafði þjónað Rússakeisara um langt árabil.

Mannerheim yfirhershöfðingi kannar Jägarherdeildina í Vasa 26. febrúar 1918.

Rauðliðarnir voru hópur manna sem rússneska byltingin hafði hrifið með sér og voru herforingjarnir margir. Markmið þeirra var að byggja upp Finnland sósíalismans með yfirtöku ríkisvaldsins. Heraflinn samanstóð af um 76.000 manns sem voru mestmegnis verksmiðjuverkamenn, landlausir sveitamenn og kotbændur auk um 10.000 Rússa. Rauðliðarnir voru óskipulagðir, illa þjálfaðir og illa vopnaðir. Þeir bjuggust við að almenningur myndi rísa upp úti um allt land þeim til stuðnings en af því varð ekki.

Í upphafi átaka á milli þessara fylkinga var frumkvæðið hjá rauðliðum en árásir þeirra mistókust og frumkvæðið fluttist smám saman til hvítliðanna. Um miðjan febrúar kom meginþorri Jägarana frá Þýskalandi til Vasa og tóku við herþjálfun hvítliðanna. Um miðjan mars hófu hvítliðarnir meginárás til suðurs að „hjarta“ rauðliðanna, iðnaðarborgarinnar Tampere/Tammerfors. Þar var háð blóðugasta orrustan en henni lauk með sigri hvítliða 6. apríl. Hryggjarstykkið í rauða liðinu fór að gefa sig og forustumenn þeirra tóku að flýja yfir til Rússlands. Síðustu orrusturnar voru háðar í byrjun maí og 16. maí héldu hvítliðar sigurgöngu sína inn í Helsinki með Mannerheim í broddi fylkingar.

Flokkur rauðliða í Tampere.

Átökin voru afar blóðug og miskunnarlaus á báða bóga þrátt fyrir tilraunir beggja forystuaðila til að hafa hemil á mönnum. Almennt er viðurkennt að harðræði hvíta liðsins var mun skelfilegra en rauðliðanna, einkum eftir að borgarastríðinu lauk. Samtals kostaði borgarastríðið og það sem á eftir fylgdi hátt í 40.000 mannslíf og voru rauðliðar þar í miklum meirihluta. Í sjálfum stríðsátökunum féllu aðeins um 9.500 manns, mun færri en þeir sem teknir voru af lífi eða létust í fangabúðum. Tekið skal fram að spánska veikin átti sinn þátt í dauðsföllunum í fangabúðunum sem og slæmur aðbúnaður fanga.

Rauðliðar Hvítliðar Aðrir Samtals
Mannfall í orrustum
5.199
3.414
790
9.403
Aftökur og morð
7.370
1.414
926
9.720
Látnir í fangabúðum/fangelsum
11.652
4
1.790
13.446
Látnir eftir lausn úr fangabúðum/fangelsum
607
-
6
613
Týndir
1.767
46
3806
2.196
Alls
27.038
5.179
4.423
36.640

Við þessar tölulegu upplýsingar má bæta falli 450-500 Þjóðverja, á bilinu 900-1.000 Rússar féllu í orrustum og 550-600 voru líflátnir, alls 1.900-2.100.

Rauðliðar í fangabúðum í Suomenilnna. Tæplega 12.000 rauðliðar dóu í slíkum búðum vegna slæms aðbúnaðar og sjúkdóma.

Strax að stríðinu loknu kom upp mikill ágreiningur milli forystumanna ríkisstjórnarinnar og Mannerheim yfirhershöfðingja um meðferð stríðsfanga. Mannerheim valdi að hverfa úr landi sumarið 1918 en sneri aftur heim um haustið þegar honum var boðið að taka við stöðu ríkisstjóra. Mannerheim náðaði síðustu 2.000 fangana og veitti jafnframt öllum börnum sem misst höfðu föður sinn í uppreisninni verulegt framlag án tillits til þess í hvoru liðinu þeir höfðu tilheyrt. Þetta var skref í átt að sáttum en ofbeldisverk beggja fylkinga skyldu eftir sig djúp sár til langs tíma í þjóðarsál Finna. Í tengslum við aldarafmæli finnska fullveldisins 2017 hófst umræða um að hefja annað sáttaferli meðal þjóðarinnar.

Hægt er að lesa meira um borgarastríðið í Finnlandi og sögu Finnlands almennt í bókinni Milli steins og sleggju eftir Borgþór Kjærnested.

Myndir:

...