Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál.

Rannsóknir Ásgeirs Brynjars snúa helst að breytingum á peningamálum og rekstri seðlabanka ásamt reikningsskilum fjármálastofnana, regluverki þar að lútandi og eftirliti með fjármálamörkuðum í framhaldi af alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008. Doktorsverkefni hans fjallaði um sjóðstreymi skandinavískra banka, greiningu ársreikninga þeirra og þróun alþjóðlegra reikningsskilareglna varðandi sjóðstreymi. Verkefnið var unnið í Stokkhólmi, Osló, Helsinki og Kaupmannahöfn á árunum 2010-2014 og byggt á viðtölum við stjórnendur stærstu bankastofnana á þessum stöðum.

Rannsóknir Ásgeirs Brynjars snúa helst að breytingum á peningamálum og rekstri seðlabanka ásamt reikningsskilum fjármálastofnana, regluverki þar að lútandi og eftirliti með fjármálamörkuðum í framhaldi af alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008.

Fyrri hluta doktorsnámsins stundaði Ásgeir rannsóknir á fasteignamörkuðum, langtíma-fjárfestingum, gæðum húsnæðis og verðmati eigna. Var licentiate-ritgerð hans gefin út 2010 á ensku með áherslu á langtímafjárfestingar fjölskyldufyrirtækja í fasteignum. Ári síðar var gefin út bók á sænsku byggð á henni en með áherslu á skipulag uppbyggingar bæja og undirliggjandi virðismyndun í víðum skilningi. Ásgeir hefur í framhaldinu sinnt rannsóknum á borgarskipulagi og tengslum þess við fjármálakerfi, en samspil fjármálamarkaða og fasteignamála er spennandi svið fyrir rannsóknir á fjármálakreppum sem verða oft í framhaldi af eignaverðsbólum á húsnæði. Á báðum þessum rannsóknarsviðum, varðandi fasteignamál og peningamál, skipta ófjárhagslegar upplýsingar um mat á gæðum og trausti ekki síður máli en tölur og fjárhagsupplýsingar.

Ásgeir Brynjar fæddist í Reykjavík árið 1972 og á ættir að rekja til Borgarfjarðar og Vestfjarða. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og B.A.-prófi í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands á síðustu öld. Þá stundaði hann framhaldsnám í Noregi og lauk rekstrarhagfræði MBA-prófi með láði árið 2001 frá Viðskiptaháskólanum í Ósló. Ásgeir lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og hlaut viðurkenningu árið 2015 fyrir ritgerð sína sem valin var önnur af tveimur bestu það ár í Svíþjóð á sviði viðskipta- og rekstrarhagfræði. Ásgeir var nýdoktor við þverfaglegu rannsóknarstofnunina Gothenburg Research Institute á árunum 2015-2017. Ásgeir Brynjar lauk diplómanámi í háskólakennslufræði frá Háskóla Íslands árið 2016.

Ásgeir Brynjar varð aðjúnkt í viðskiptafræðideild árið 2013 og ári síðar lektor. Áður starfaði hann sem skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs Háskóla Íslands um fjöggura ára skeið og var jafnframt fyrsti framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskólans. Á árunum 2005-2008 var hann svæðistjóri í Skandinavíu fyrir alþjóðlega fasteignasjóðinn Prologis (NYSE: PLD) í Svíþjóð.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

4.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75384.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. mars). Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75384

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75384>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?
Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál.

Rannsóknir Ásgeirs Brynjars snúa helst að breytingum á peningamálum og rekstri seðlabanka ásamt reikningsskilum fjármálastofnana, regluverki þar að lútandi og eftirliti með fjármálamörkuðum í framhaldi af alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008. Doktorsverkefni hans fjallaði um sjóðstreymi skandinavískra banka, greiningu ársreikninga þeirra og þróun alþjóðlegra reikningsskilareglna varðandi sjóðstreymi. Verkefnið var unnið í Stokkhólmi, Osló, Helsinki og Kaupmannahöfn á árunum 2010-2014 og byggt á viðtölum við stjórnendur stærstu bankastofnana á þessum stöðum.

Rannsóknir Ásgeirs Brynjars snúa helst að breytingum á peningamálum og rekstri seðlabanka ásamt reikningsskilum fjármálastofnana, regluverki þar að lútandi og eftirliti með fjármálamörkuðum í framhaldi af alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008.

Fyrri hluta doktorsnámsins stundaði Ásgeir rannsóknir á fasteignamörkuðum, langtíma-fjárfestingum, gæðum húsnæðis og verðmati eigna. Var licentiate-ritgerð hans gefin út 2010 á ensku með áherslu á langtímafjárfestingar fjölskyldufyrirtækja í fasteignum. Ári síðar var gefin út bók á sænsku byggð á henni en með áherslu á skipulag uppbyggingar bæja og undirliggjandi virðismyndun í víðum skilningi. Ásgeir hefur í framhaldinu sinnt rannsóknum á borgarskipulagi og tengslum þess við fjármálakerfi, en samspil fjármálamarkaða og fasteignamála er spennandi svið fyrir rannsóknir á fjármálakreppum sem verða oft í framhaldi af eignaverðsbólum á húsnæði. Á báðum þessum rannsóknarsviðum, varðandi fasteignamál og peningamál, skipta ófjárhagslegar upplýsingar um mat á gæðum og trausti ekki síður máli en tölur og fjárhagsupplýsingar.

Ásgeir Brynjar fæddist í Reykjavík árið 1972 og á ættir að rekja til Borgarfjarðar og Vestfjarða. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og B.A.-prófi í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands á síðustu öld. Þá stundaði hann framhaldsnám í Noregi og lauk rekstrarhagfræði MBA-prófi með láði árið 2001 frá Viðskiptaháskólanum í Ósló. Ásgeir lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og hlaut viðurkenningu árið 2015 fyrir ritgerð sína sem valin var önnur af tveimur bestu það ár í Svíþjóð á sviði viðskipta- og rekstrarhagfræði. Ásgeir var nýdoktor við þverfaglegu rannsóknarstofnunina Gothenburg Research Institute á árunum 2015-2017. Ásgeir Brynjar lauk diplómanámi í háskólakennslufræði frá Háskóla Íslands árið 2016.

Ásgeir Brynjar varð aðjúnkt í viðskiptafræðideild árið 2013 og ári síðar lektor. Áður starfaði hann sem skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs Háskóla Íslands um fjöggura ára skeið og var jafnframt fyrsti framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskólans. Á árunum 2005-2008 var hann svæðistjóri í Skandinavíu fyrir alþjóðlega fasteignasjóðinn Prologis (NYSE: PLD) í Svíþjóð.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...