Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum. Rannsakaðir eru sjúkdómar í flestum spendýrategundum Íslands og allmörgum fugla- og fisktegundum. Tilgangur rannsóknanna er að efla skilning á eðli sjúkdóma og skapa nýja þekkingu. Heilbrigð dýr eru forsenda arðvænlegs landbúnaðar og fiskeldis. Einnig er mikilvægi heilbrigðra dýra sem bera ekki sjúkdóma í menn hvati að hagnýtingu rannsóknanna.

Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi

Tilraunastöðin er í nánu samstarfi við atvinnulífið, má þar nefna landbúnað, fiskeldi, matvælaframleiðslu og líftækniiðnað. Starfið er rótgróið og gott dæmi um samlegðaráhrif vísindastarfs og atvinnulífs. Helstu fræðasviðin eru príonfræði, veirufræði, bakteríufræði, sníkjudýrafræði, meinafræði, ónæmisfræði og sameindalíffræði. Tilraunastöðin er í öflugu tengslaneti vísindastarfs á alþjóðavísu. Sigurður hefur verið viðriðin fjölmörg rannsóknarverkefni í sjúkdómalíffræði sem flest tengjast sameindalíffræði og erfðafræði æxlisvaxtar.

Sigurður hefur verið viðriðin fjölmörg rannsóknarverkefni í sjúkdómalíffræði sem flest tengjast sameindalíffræði og erfðafræði æxlisvaxtar.

Á síðustu árum hafa mörg verkefnanna lagt áherslu á stjórn á genatjáningu, sem sagt rannsóknir á utangenaerfðum, umritunarþáttum og míkróRNA. Markmiðið hefur verið að auka skilning á hvernig skilaboð frá erfðaefni enda í prótínstarfi og hver áhrifin eru á líffræðilega ferla. Sigurður hefur birt fjölda fræðigreina í alþjóðlegum fagtímaritum.

Sigurður er fæddur 1956. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1979. Hann stundaði doktorsnám og vann sem nýdoktor við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi á árunum 1984-1991. Doktorsritgerðin, lögð fram til varnar árið 1989, fjallar um myc-æxlisprótínið, sem er umritunarþáttur. Nær alla sína starfstíð, í tæpa fjóra áratugi hefur Sigurður unnið á rannsóknastofum sem fást við sjúkdómalíffræði og sjúkdómagreiningar; á Keldum, Landspítala, Karolinsku stofnuninni og við Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt unnið að samstarfsverkefnum við rannsóknar- og háskólastofnanir víða erlendis. Árið 2001 hlaut Sigurður viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum.

Mynd:

  • Keldur. (Sótt 9.03.2018).
  • Úr safni SI.

Útgáfudagur

12.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2018. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75403.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75403

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2018. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75403>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?
Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum. Rannsakaðir eru sjúkdómar í flestum spendýrategundum Íslands og allmörgum fugla- og fisktegundum. Tilgangur rannsóknanna er að efla skilning á eðli sjúkdóma og skapa nýja þekkingu. Heilbrigð dýr eru forsenda arðvænlegs landbúnaðar og fiskeldis. Einnig er mikilvægi heilbrigðra dýra sem bera ekki sjúkdóma í menn hvati að hagnýtingu rannsóknanna.

Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi

Tilraunastöðin er í nánu samstarfi við atvinnulífið, má þar nefna landbúnað, fiskeldi, matvælaframleiðslu og líftækniiðnað. Starfið er rótgróið og gott dæmi um samlegðaráhrif vísindastarfs og atvinnulífs. Helstu fræðasviðin eru príonfræði, veirufræði, bakteríufræði, sníkjudýrafræði, meinafræði, ónæmisfræði og sameindalíffræði. Tilraunastöðin er í öflugu tengslaneti vísindastarfs á alþjóðavísu. Sigurður hefur verið viðriðin fjölmörg rannsóknarverkefni í sjúkdómalíffræði sem flest tengjast sameindalíffræði og erfðafræði æxlisvaxtar.

Sigurður hefur verið viðriðin fjölmörg rannsóknarverkefni í sjúkdómalíffræði sem flest tengjast sameindalíffræði og erfðafræði æxlisvaxtar.

Á síðustu árum hafa mörg verkefnanna lagt áherslu á stjórn á genatjáningu, sem sagt rannsóknir á utangenaerfðum, umritunarþáttum og míkróRNA. Markmiðið hefur verið að auka skilning á hvernig skilaboð frá erfðaefni enda í prótínstarfi og hver áhrifin eru á líffræðilega ferla. Sigurður hefur birt fjölda fræðigreina í alþjóðlegum fagtímaritum.

Sigurður er fæddur 1956. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1979. Hann stundaði doktorsnám og vann sem nýdoktor við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi á árunum 1984-1991. Doktorsritgerðin, lögð fram til varnar árið 1989, fjallar um myc-æxlisprótínið, sem er umritunarþáttur. Nær alla sína starfstíð, í tæpa fjóra áratugi hefur Sigurður unnið á rannsóknastofum sem fást við sjúkdómalíffræði og sjúkdómagreiningar; á Keldum, Landspítala, Karolinsku stofnuninni og við Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt unnið að samstarfsverkefnum við rannsóknar- og háskólastofnanir víða erlendis. Árið 2001 hlaut Sigurður viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum.

Mynd:

  • Keldur. (Sótt 9.03.2018).
  • Úr safni SI.

...