Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ágúst Valfells er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir í rafeðlisfræði, en einnig á sviði orkumála.

Rannsóknir Ágústar í rafeðlisfræði hafa einkum snúið að hegðun rafeindageisla og að ákveðinni gerð ómandi afhleðslu (e. multipactor) í örbylgjurásum. Undanfarin ár hefur Ágúst rannsakað hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum og hvernig víxlverkun milli rafeinda mótar geislann. Ágúst hefur ásamt samstarfsmönnum sínum og nemendum þróað hugbúnað fyrir nákvæma hermun á slíkum kerfum. Þær hermanir hafa gefið til kynna nýja aðferð sem mætti nota til að búa til breytilegan straum með stillanlegri tíðni á THz-bilinu, en einnig hvernig eigið rafsvið rafeinda og tvístrun hefur áhrif á gæði rafeindageisla sem eru notaðir í margskonar iðnaði, fjarskiptakerfum og rannsóknarbúnaði (til dæmis rafeindasmásjá). Þessar rannsóknir eru einkum unnar á vettvangi örtækniseturs Háskólans í Reykjavík.

Ágúst og samstarfsmenn hans og nemendur hafa meðal annars þróað hugbúnað fyrir nákvæma hermun á hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum. Myndin sýnir svokallaða rafeindalind.

Á sviði orkumála hefur Ágúst helst fengist við gerð einfaldra líkana af jarðhitageymum. Í samstarfi við hóp fólks frá HR, HÍ og Landsvirkjun hefur Ágúst unnið að notkun aðferða aðgerðargreiningar í forðafræði jarðhita í þeim tilgangi að lágmarka kostnað við könnun og nýtingu jarðhitasvæða og að tryggja sjálfbæran rekstur þeirra. Nýleg verkefni snúa að sjálfvirkri gerð tanklíkana af jarðhitakerfum og notkun tölfræðilegra aðferða við samþættingu margs konar mæliaðferða til að fá sem réttasta mynd af jarðhitakerfum.

Ágúst leggur aðallega stund á rannsóknir í rafeðlisfræði, en einnig á sviði orkumála.

Ágúst er fæddur árið 1970. Hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 1989 og hlaut C.S.-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Hann starfaði sem vélaverkfræðingur um tíma áður en hann hélt til Michigan-háskóla í framhaldnám, en þaðan lauk hann doktorsprófi í kjarnorkuverkfræði árið 2000.

Eftir doktorspróf vann Ágúst hjá Maryland-háskóla við fræðilegar rannsóknir og tilraunir í tengslum við UMER-verkefnið sem snýst um ólínulega hegðun öreindageisla. Hann hefur starfað við Háskólann í Reykjavík frá 2005.

Mynd:

Útgáfudagur

6.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75404.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75404

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75404>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað?
Ágúst Valfells er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir í rafeðlisfræði, en einnig á sviði orkumála.

Rannsóknir Ágústar í rafeðlisfræði hafa einkum snúið að hegðun rafeindageisla og að ákveðinni gerð ómandi afhleðslu (e. multipactor) í örbylgjurásum. Undanfarin ár hefur Ágúst rannsakað hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum og hvernig víxlverkun milli rafeinda mótar geislann. Ágúst hefur ásamt samstarfsmönnum sínum og nemendum þróað hugbúnað fyrir nákvæma hermun á slíkum kerfum. Þær hermanir hafa gefið til kynna nýja aðferð sem mætti nota til að búa til breytilegan straum með stillanlegri tíðni á THz-bilinu, en einnig hvernig eigið rafsvið rafeinda og tvístrun hefur áhrif á gæði rafeindageisla sem eru notaðir í margskonar iðnaði, fjarskiptakerfum og rannsóknarbúnaði (til dæmis rafeindasmásjá). Þessar rannsóknir eru einkum unnar á vettvangi örtækniseturs Háskólans í Reykjavík.

Ágúst og samstarfsmenn hans og nemendur hafa meðal annars þróað hugbúnað fyrir nákvæma hermun á hegðun rafeindageisla í örsmæðarkerfum. Myndin sýnir svokallaða rafeindalind.

Á sviði orkumála hefur Ágúst helst fengist við gerð einfaldra líkana af jarðhitageymum. Í samstarfi við hóp fólks frá HR, HÍ og Landsvirkjun hefur Ágúst unnið að notkun aðferða aðgerðargreiningar í forðafræði jarðhita í þeim tilgangi að lágmarka kostnað við könnun og nýtingu jarðhitasvæða og að tryggja sjálfbæran rekstur þeirra. Nýleg verkefni snúa að sjálfvirkri gerð tanklíkana af jarðhitakerfum og notkun tölfræðilegra aðferða við samþættingu margs konar mæliaðferða til að fá sem réttasta mynd af jarðhitakerfum.

Ágúst leggur aðallega stund á rannsóknir í rafeðlisfræði, en einnig á sviði orkumála.

Ágúst er fæddur árið 1970. Hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík árið 1989 og hlaut C.S.-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Hann starfaði sem vélaverkfræðingur um tíma áður en hann hélt til Michigan-háskóla í framhaldnám, en þaðan lauk hann doktorsprófi í kjarnorkuverkfræði árið 2000.

Eftir doktorspróf vann Ágúst hjá Maryland-háskóla við fræðilegar rannsóknir og tilraunir í tengslum við UMER-verkefnið sem snýst um ólínulega hegðun öreindageisla. Hann hefur starfað við Háskólann í Reykjavík frá 2005.

Mynd:

...