Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Lilja Kjalarsdóttir er rannsókna- og þróunarstjóri hjá fyrirtækjunum KeyNatura og SagaMedica. Hún er einnig stundakennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrri rannsóknir Lilju hafa einkum snúið að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma.

Lilja er fædd árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Fjölbrautarskólans í Garðabæ árið 2001 og BS-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún stundaði doktorsnám í Biomedical Sciences við UT Soutwestern Medical Center í Bandaríkjunum. Þar rannsakaði hún áhrif D-vítamíns og D-vítamín viðtakans (VDR) á insúlínseytingu og genatjáningu (e. transcriptomics) í beta frumum. Margar rannsóknir sýna að fólk með D-vítamín skort er í áhættuhópi fyrir sykursýki. Hún fann fjölmörg áhugaverð gen en tvö gen undir stýringu D-vítamíns voru valin til að rannsaka frekar en það voru genin Cacna1e og Klotho sem bæði eru tengd sykursýki og insúlínseytingu.

Fyrri rannsóknir Lilju sneru einkum að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma.

Að loknu doktorsnámi árið 2011 gegndi Lilja stöðu nýdoktors við Duke University í Norður-Karólínu. Þar rannsakaði hún áhrif ofeldis á insúlín næmi í vöðvum og virkni hvatbera í vöðvafrumum. Rannsóknir hennar sýndu meðal annars fram á að með ofeldi eykst magn Acetyl-CoA í vöðvafrumum sem safnast fyrir í hvatberum og festist við hvatberaensím (e. post-translational modification, acetylation).

Árið 2014 flutti Lilja heim til Íslands með fjölskyldu sinni og tók við stöðu rannsókna- og þróunarstjóra hjá líftæknifyrirtækinu Genís. Þar stýrði hún rannsóknum á kítínfásykrum og kítósan-fjölliðum í tengslum við bólguprótínið YKL-40 (Chi3l1) sem kemur við sögu í fjölmörgum sjúkdómum svo sem slit- og liðagigt, sykursýki, krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum. Hún tók við stöðu rannsókna- og þróunarstjóra hjá KeyNatura og SagaMedica í janúar 2018.

KeyNatura er líftæknifyrirtæki sem rannsakar og ræktar smáþörunga (e. microalgae). Starfsemi fyrirtækisins snýr að því að rækta verðmæta þörunga og einangra lífvirk efni úr lífmassanum. SagaMedica hefur nýtt lífvirk efni úr hvönn (Arctic Angelica) í vörur sínar. Helstu rannsóknir fyrirtækisins í dag snúa að því að einangra lítið þekkt efni úr hvönn og kanna líf- og lyfjavirkni þeirra.

Mynd:

  • Úr safni LK.

Útgáfudagur

7.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75405.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75405

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75405>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?
Lilja Kjalarsdóttir er rannsókna- og þróunarstjóri hjá fyrirtækjunum KeyNatura og SagaMedica. Hún er einnig stundakennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrri rannsóknir Lilju hafa einkum snúið að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma.

Lilja er fædd árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Fjölbrautarskólans í Garðabæ árið 2001 og BS-gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún stundaði doktorsnám í Biomedical Sciences við UT Soutwestern Medical Center í Bandaríkjunum. Þar rannsakaði hún áhrif D-vítamíns og D-vítamín viðtakans (VDR) á insúlínseytingu og genatjáningu (e. transcriptomics) í beta frumum. Margar rannsóknir sýna að fólk með D-vítamín skort er í áhættuhópi fyrir sykursýki. Hún fann fjölmörg áhugaverð gen en tvö gen undir stýringu D-vítamíns voru valin til að rannsaka frekar en það voru genin Cacna1e og Klotho sem bæði eru tengd sykursýki og insúlínseytingu.

Fyrri rannsóknir Lilju sneru einkum að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma.

Að loknu doktorsnámi árið 2011 gegndi Lilja stöðu nýdoktors við Duke University í Norður-Karólínu. Þar rannsakaði hún áhrif ofeldis á insúlín næmi í vöðvum og virkni hvatbera í vöðvafrumum. Rannsóknir hennar sýndu meðal annars fram á að með ofeldi eykst magn Acetyl-CoA í vöðvafrumum sem safnast fyrir í hvatberum og festist við hvatberaensím (e. post-translational modification, acetylation).

Árið 2014 flutti Lilja heim til Íslands með fjölskyldu sinni og tók við stöðu rannsókna- og þróunarstjóra hjá líftæknifyrirtækinu Genís. Þar stýrði hún rannsóknum á kítínfásykrum og kítósan-fjölliðum í tengslum við bólguprótínið YKL-40 (Chi3l1) sem kemur við sögu í fjölmörgum sjúkdómum svo sem slit- og liðagigt, sykursýki, krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum. Hún tók við stöðu rannsókna- og þróunarstjóra hjá KeyNatura og SagaMedica í janúar 2018.

KeyNatura er líftæknifyrirtæki sem rannsakar og ræktar smáþörunga (e. microalgae). Starfsemi fyrirtækisins snýr að því að rækta verðmæta þörunga og einangra lífvirk efni úr lífmassanum. SagaMedica hefur nýtt lífvirk efni úr hvönn (Arctic Angelica) í vörur sínar. Helstu rannsóknir fyrirtækisins í dag snúa að því að einangra lítið þekkt efni úr hvönn og kanna líf- og lyfjavirkni þeirra.

Mynd:

  • Úr safni LK.

...