Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna.

Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að eiga í samskiptum, takast á við umhverfið og ná markmiðum sínum er að hafa stjórn á eigin hugsun, hegðun og tilfinningum. Þessi geta kallast sjálfstjórnun (e. self-regulation) og tekur gífurlegum breytingum á fyrstu árum ævinnar og heldur áfram að þróast fram á fullorðinsár.

Sérsvið Steinunnar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna.

Steinunn hefur rannsakað hvernig sjálfstjórnun þróast með aldri og sérstaklega þær breytingar sem verða á unglingsárum þegar fólk fer í auknum mæli að geta sett sér langtímamarkmið (til dæmis að útskrifast úr menntaskóla), gert áætlanir um hvernig megi ná þeim markmiðum og stýrt eigin hugsun og hegðun til að markmiði verði náð. Niðurstöður rannsókna Steinunnar og samstarfsmanna hennar benda til að stúlkur á Íslandi hafi oft meiri slíka stjórn en drengir og að sjálfstjórnun barna (stúlkna og drengja) á leikskólaaldri hafi áhrif á gengi í skóla allt að fimm árum síðar. Einnig hefur hún rannsakað hvernig meðvituð sjálfstjórnun, sem er nauðsynleg fyrir langtímamarkmiðssetningar, þróast á unglingsárum og spáir fyrir um margs konar æskilega hegðun og erfiðleika síðar meir, svo sem námsgengi, sjálfstraust, góð tengsl við annað fólk, kvíða, þunglyndi og áhættuhegðun.

Steinunn hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum þar sem ofangreindar niðurstöður barna og ungmenna á Íslandi hafa verið bornar saman barna við niðurstöður frá öðrum löndum, meðal annars Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi.

Steinunn er fædd árið 1971. Hún lauk BA-prófi frá Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 1996, meistaranámi í þroskasálfræði frá Boston-háskóla árið 2001 og doktorsprófi í þroskasálfræði frá Tufts-háskóla í Boston árið 2005. Hún er nú aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands og prófessor við Sálfræðideild við sömu stofnun.

Steinunn hefur tekið virkan þátt í stefnumótun og stjórnun sem snýr að vísindum og háskólastarfi á margvíslegum vettvangi, hún er fulltrúi og varaformaður Vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og sat í stjórnum Rannsóknarsjóðs Íslands, Vísindafélags Íslendinga og Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Nýlega var Steinunn annar tveggja formanna sem stýrði gerð heildarstefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

29.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2018. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75560.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75560

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2018. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75560>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna.

Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að eiga í samskiptum, takast á við umhverfið og ná markmiðum sínum er að hafa stjórn á eigin hugsun, hegðun og tilfinningum. Þessi geta kallast sjálfstjórnun (e. self-regulation) og tekur gífurlegum breytingum á fyrstu árum ævinnar og heldur áfram að þróast fram á fullorðinsár.

Sérsvið Steinunnar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna.

Steinunn hefur rannsakað hvernig sjálfstjórnun þróast með aldri og sérstaklega þær breytingar sem verða á unglingsárum þegar fólk fer í auknum mæli að geta sett sér langtímamarkmið (til dæmis að útskrifast úr menntaskóla), gert áætlanir um hvernig megi ná þeim markmiðum og stýrt eigin hugsun og hegðun til að markmiði verði náð. Niðurstöður rannsókna Steinunnar og samstarfsmanna hennar benda til að stúlkur á Íslandi hafi oft meiri slíka stjórn en drengir og að sjálfstjórnun barna (stúlkna og drengja) á leikskólaaldri hafi áhrif á gengi í skóla allt að fimm árum síðar. Einnig hefur hún rannsakað hvernig meðvituð sjálfstjórnun, sem er nauðsynleg fyrir langtímamarkmiðssetningar, þróast á unglingsárum og spáir fyrir um margs konar æskilega hegðun og erfiðleika síðar meir, svo sem námsgengi, sjálfstraust, góð tengsl við annað fólk, kvíða, þunglyndi og áhættuhegðun.

Steinunn hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum þar sem ofangreindar niðurstöður barna og ungmenna á Íslandi hafa verið bornar saman barna við niðurstöður frá öðrum löndum, meðal annars Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi.

Steinunn er fædd árið 1971. Hún lauk BA-prófi frá Sálfræðideild Háskóla Íslands árið 1996, meistaranámi í þroskasálfræði frá Boston-háskóla árið 2001 og doktorsprófi í þroskasálfræði frá Tufts-háskóla í Boston árið 2005. Hún er nú aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands og prófessor við Sálfræðideild við sömu stofnun.

Steinunn hefur tekið virkan þátt í stefnumótun og stjórnun sem snýr að vísindum og háskólastarfi á margvíslegum vettvangi, hún er fulltrúi og varaformaður Vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og sat í stjórnum Rannsóknarsjóðs Íslands, Vísindafélags Íslendinga og Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Nýlega var Steinunn annar tveggja formanna sem stýrði gerð heildarstefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...