Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Á ferli sínum sem vísindamaður hefur Þorsteinn Loftsson fengist við ýmis viðfangsefni en þekktastur er hann fyrir rannsóknir á svokölluðum sýklódextrínum. Sýklódextrín (e. cyclodextrin) eru hringlaga fásykrungar sem má til dæmis nota við að auka vatnsleysanleika fituleysanlegra lyfja. Þorsteini og samstarfsfólki hefur meðal annars tekist að búa til nanóagnir úr sýklódextrínum sem auðvelda flutning lyfja yfir lífrænar himnur. Þetta þýðir að sýklódextrínin geta gegnt hlutverki lyfjaferja og fyrir tilstilli þessarar uppgötvunar hefur verið hægt að ferja lyf í augndropum frá yfirborði augans í bakhluta þess í stað þess að sprauta lyfinu í augað með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem eru með augnsjúkdóma.

Þorsteinn Loftsson er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á svokölluðum sýklódextrínum.

Um þetta verkefni stofnaði Þorsteinn ásamt Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands, fyrirtækið Oculis. Oculis samdi nýlega við þrjá leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði á heilbrigðissviði um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu til áframhaldandi þróunar á augndropunum. Þorsteinn hefur auk þess komið að stofnun fleiri sprotafyrirtækja og eftir hann liggja um tíu merkilegar uppfinningar á sviði lyfja- og læknisfræði. Hann er í hópi þeirra vísindamanna Háskóla Íslands sem eiga flest einkaleyfi.

Þorsteinn hefur ritað tvær kennslubækur sem gefnar voru út af alþjóðlegu bókaforlagi, um 20 bókakafla og um 280 greinar í alþjóðleg vísindarit. Þá hefur Þorsteinn hlotið ýmsar viðurkenningar á ferlinum, þar á meðal heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 2015 en þau eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu fræðasviði og miðlað þekkingu til framfara í íslensku þjóðfélagi.

Þorsteini og samstarfsfólki hefur meðal annars tekist að búa til nanóagnir úr sýklódextrínum sem auðvelda flutning lyfja yfir lífrænar himnur. Sýklódextrínin geta því gegnt hlutverki lyfjaferja. Á myndinni sést þrívíð mynd af líkani beta-sýklódextríns.

Árið 2016 hlaut hann verðlaun Landssamtaka vísindamanna í lyfjafræðirannsóknum í Bandaríkjunum (American Association of Pharmaceutical Scientists - AAPS) fyrir rannsóknir sínar á sýklódextrínum. Auk þess er Þorsteinn einn örfárra Íslendinga sem komist hafa á sérstakan lista matsfyrirtækisins Thomson Reuters yfir þá vísindamenn sem hafa mest áhrif á sínu vísindasviði í heiminum.

Myndir:

Útgáfudagur

3.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2018. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75574.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75574

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2018. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75574>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað?
Á ferli sínum sem vísindamaður hefur Þorsteinn Loftsson fengist við ýmis viðfangsefni en þekktastur er hann fyrir rannsóknir á svokölluðum sýklódextrínum. Sýklódextrín (e. cyclodextrin) eru hringlaga fásykrungar sem má til dæmis nota við að auka vatnsleysanleika fituleysanlegra lyfja. Þorsteini og samstarfsfólki hefur meðal annars tekist að búa til nanóagnir úr sýklódextrínum sem auðvelda flutning lyfja yfir lífrænar himnur. Þetta þýðir að sýklódextrínin geta gegnt hlutverki lyfjaferja og fyrir tilstilli þessarar uppgötvunar hefur verið hægt að ferja lyf í augndropum frá yfirborði augans í bakhluta þess í stað þess að sprauta lyfinu í augað með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem eru með augnsjúkdóma.

Þorsteinn Loftsson er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á svokölluðum sýklódextrínum.

Um þetta verkefni stofnaði Þorsteinn ásamt Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands, fyrirtækið Oculis. Oculis samdi nýlega við þrjá leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði á heilbrigðissviði um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu til áframhaldandi þróunar á augndropunum. Þorsteinn hefur auk þess komið að stofnun fleiri sprotafyrirtækja og eftir hann liggja um tíu merkilegar uppfinningar á sviði lyfja- og læknisfræði. Hann er í hópi þeirra vísindamanna Háskóla Íslands sem eiga flest einkaleyfi.

Þorsteinn hefur ritað tvær kennslubækur sem gefnar voru út af alþjóðlegu bókaforlagi, um 20 bókakafla og um 280 greinar í alþjóðleg vísindarit. Þá hefur Þorsteinn hlotið ýmsar viðurkenningar á ferlinum, þar á meðal heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 2015 en þau eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu fræðasviði og miðlað þekkingu til framfara í íslensku þjóðfélagi.

Þorsteini og samstarfsfólki hefur meðal annars tekist að búa til nanóagnir úr sýklódextrínum sem auðvelda flutning lyfja yfir lífrænar himnur. Sýklódextrínin geta því gegnt hlutverki lyfjaferja. Á myndinni sést þrívíð mynd af líkani beta-sýklódextríns.

Árið 2016 hlaut hann verðlaun Landssamtaka vísindamanna í lyfjafræðirannsóknum í Bandaríkjunum (American Association of Pharmaceutical Scientists - AAPS) fyrir rannsóknir sínar á sýklódextrínum. Auk þess er Þorsteinn einn örfárra Íslendinga sem komist hafa á sérstakan lista matsfyrirtækisins Thomson Reuters yfir þá vísindamenn sem hafa mest áhrif á sínu vísindasviði í heiminum.

Myndir:

...