Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ári fyrr, 2013, hafði hann varið doktorsritgerð við Háskóla Íslands.

Meðan Atli starfaði við kennslu og skólastjórnun ritaði hann allmargar greinar um heimspeki, bókmenntir og skólamál. Hann sendi einnig frá sér fjórar bækur um heimspekileg efni. Þær eru Afarkostir (Háskólaútgáfan, 1995), Vafamál (Hið íslenska bókmenntafélag, 1998), Af jarðlegum skilningi Háskólaútgáfan, 2001) og Í sátt við óvissuna (Háskólaútgáfan, 2009).

Atli Harðarson hefur undanfarin ár notað eigin reynslu af kennslu og skólastjórnun, ásamt þekkingu á námskrárfræðum og þjálfun í heimspekilegri hugtakagreiningu, til að rannsaka og gagnrýna ýmislegt sem er haft fyrir satt um skóla, nám og kennslu.

Framan af snerust skrif og rannsóknir hans mest um heimspekilegar ráðgátur á sviði frumspeki, þekkingarfræði og stjórnmálaheimspeki. Sem tímar liðu, og hann fékkst jafnóðum við heimspeki og dagleg störf í skóla, tók hann að skoða menntamál í ljósi heimspekinnar og heimspekileg úrlausnarefni í ljósi skólastarfsins.

Ferill Atla er ef til vill dæmi um hvernig fræði, sem virðast fjarlæg vettvangi dagsins, geta varpað ljósi á hagnýt viðfangsefni eins og kennslu og námskrárgerð. Hann ritstýrði skólanámskrá í rúman áratug og skrifaði í framhaldi af því doktorsritgerð um röklegar flækjur sem fólk lendir í þegar það fjallar um markmið náms og kennslu. Stór hluti af skrifum Atla síðustu ár fjallar um svipuð efni og doktorsritgerðin, það er námsmarkmið. Hann notar eigin reynslu af kennslu og skólastjórnun, ásamt þekkingu á námskrárfræðum og þjálfun í heimspekilegri hugtakagreiningu, til að rannsaka og gagnrýna ýmislegt sem er haft fyrir satt um skóla, nám og kennslu.

Meðal þess sem Atli hefur gert grein fyrir í skrifum sínum um námsmarkmið er hvernig viðleitni manna tengist með ólíkum hætti því sem þeir stefna að og ætla sér. Sá sem ætlar að slá garðinn sinn hyggst til dæmis klára það verk, væntanlega á sem skemmstum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn. Sá sem ætlar sér að lifa heilbrigðu lífi vill hins vegar tæpast ljúka því í flýti. Út frá svona dæmum er hægt að greina milli áfanga sem menn ætla að ná og stefnumiða sem stýra gagnlegri viðleitni, þó ekki standi til að hespa henni af innan neinna tiltekinna tímamarka. Með því að gera þennan greinarmun, og ýmsan annan, hefur Atli lýst viðleitni kennara og nemenda sem sókn að margs konar markmiðum og rökstutt að hvorki sé hægt að fella þau öll undir eina reglu um skráningu hæfniviðmiða né aðrar áleitnar alhæfingar um hvernig námskrár skóla skuli vera.

Atli er þó ekki hættur að skrifa um önnur heimspekileg viðfangsefni. Nýlega hefur hann til dæmis birt greinar um sjálfsþekkingu, sjálfstjórn, mannréttindi og fleiri efni. Heimspekin sem hann leggur stund á verður ekki auðveldlega hólfuð niður í sérsvið. Hún er miklu fremur dæmi um hvernig hægt er að nýta hugmyndir úr mjög álíkum áttum, og frá ólíkum tímum, til að botna í hagnýtum úrlausnarefnum samtímans.

Mynd:
  • Úr safni AH.

Útgáfudagur

13.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75644.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. apríl). Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75644

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75644>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?
Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ári fyrr, 2013, hafði hann varið doktorsritgerð við Háskóla Íslands.

Meðan Atli starfaði við kennslu og skólastjórnun ritaði hann allmargar greinar um heimspeki, bókmenntir og skólamál. Hann sendi einnig frá sér fjórar bækur um heimspekileg efni. Þær eru Afarkostir (Háskólaútgáfan, 1995), Vafamál (Hið íslenska bókmenntafélag, 1998), Af jarðlegum skilningi Háskólaútgáfan, 2001) og Í sátt við óvissuna (Háskólaútgáfan, 2009).

Atli Harðarson hefur undanfarin ár notað eigin reynslu af kennslu og skólastjórnun, ásamt þekkingu á námskrárfræðum og þjálfun í heimspekilegri hugtakagreiningu, til að rannsaka og gagnrýna ýmislegt sem er haft fyrir satt um skóla, nám og kennslu.

Framan af snerust skrif og rannsóknir hans mest um heimspekilegar ráðgátur á sviði frumspeki, þekkingarfræði og stjórnmálaheimspeki. Sem tímar liðu, og hann fékkst jafnóðum við heimspeki og dagleg störf í skóla, tók hann að skoða menntamál í ljósi heimspekinnar og heimspekileg úrlausnarefni í ljósi skólastarfsins.

Ferill Atla er ef til vill dæmi um hvernig fræði, sem virðast fjarlæg vettvangi dagsins, geta varpað ljósi á hagnýt viðfangsefni eins og kennslu og námskrárgerð. Hann ritstýrði skólanámskrá í rúman áratug og skrifaði í framhaldi af því doktorsritgerð um röklegar flækjur sem fólk lendir í þegar það fjallar um markmið náms og kennslu. Stór hluti af skrifum Atla síðustu ár fjallar um svipuð efni og doktorsritgerðin, það er námsmarkmið. Hann notar eigin reynslu af kennslu og skólastjórnun, ásamt þekkingu á námskrárfræðum og þjálfun í heimspekilegri hugtakagreiningu, til að rannsaka og gagnrýna ýmislegt sem er haft fyrir satt um skóla, nám og kennslu.

Meðal þess sem Atli hefur gert grein fyrir í skrifum sínum um námsmarkmið er hvernig viðleitni manna tengist með ólíkum hætti því sem þeir stefna að og ætla sér. Sá sem ætlar að slá garðinn sinn hyggst til dæmis klára það verk, væntanlega á sem skemmstum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn. Sá sem ætlar sér að lifa heilbrigðu lífi vill hins vegar tæpast ljúka því í flýti. Út frá svona dæmum er hægt að greina milli áfanga sem menn ætla að ná og stefnumiða sem stýra gagnlegri viðleitni, þó ekki standi til að hespa henni af innan neinna tiltekinna tímamarka. Með því að gera þennan greinarmun, og ýmsan annan, hefur Atli lýst viðleitni kennara og nemenda sem sókn að margs konar markmiðum og rökstutt að hvorki sé hægt að fella þau öll undir eina reglu um skráningu hæfniviðmiða né aðrar áleitnar alhæfingar um hvernig námskrár skóla skuli vera.

Atli er þó ekki hættur að skrifa um önnur heimspekileg viðfangsefni. Nýlega hefur hann til dæmis birt greinar um sjálfsþekkingu, sjálfstjórn, mannréttindi og fleiri efni. Heimspekin sem hann leggur stund á verður ekki auðveldlega hólfuð niður í sérsvið. Hún er miklu fremur dæmi um hvernig hægt er að nýta hugmyndir úr mjög álíkum áttum, og frá ólíkum tímum, til að botna í hagnýtum úrlausnarefnum samtímans.

Mynd:
  • Úr safni AH.

...