Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeindafræði varð til þeirrar prófgráðu. Hún var síðan fyrsti lífeindafræðingurinn sem lauk doktorsprófi við Háskóla Íslands.

Rannsóknir sem tengjast faraldsfræði pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisilíni eru þær rannsóknir sem Martha hefur stundað lengst af, eða frá því að þeir fundust fyrst hér á landi árið 1988. Á því tímabili hafa tveir faraldrar fjölónæmra pneumókokka gengið í landinu og valdið sýkingum sem erfiðara hefur verið að meðhöndla en ella. Þeir náðu meiri útbreiðslu en áður hefur sést hjá einstaka klónum pneumókokka.

Rannsóknir Mörthu hafa aðallega beinst að faraldsfræði pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisilíni.

Næmi pneumókokka sem ræktast hafa úr öllum sjúklingasýnum á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans var kortlagt eftir aldurshópum og gerð sýkingar. Sú vinna var innlegg í ákvörðun um nýburabólusetningar gegn ákveðnum hjúpgerðum pneumókokka sem teknar voru upp á Íslandi 2011. Jafnframt hafa rannsóknir Mörthu og nemenda hennar snúið að leit að genum sem kóða fyrir festiþráðum sem er meinvirkniþáttur sem pneumókokkar geta borið, ásamt því að rannsaka hæfileika þeirra til að mynda svonefndar örveruhulur.

Undanfarin ár hefur Martha ásamt öðrum vísindamönnum og nemendum í rannsóknahópnum VIce rannsakað árangur pneumókokka-bólusetninganna út frá ýmsum sjónarhornum. Hlutur Mörthu hefur þar aðallega snúið að sýklalyfjanæmi pneumókokka og dreifingu hjúpgerða. Veglegur styrkur frá breska lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline gerði rannsóknarhópnum mögulegt að raðgreina genamengi mjög margra pneumókokkastofna.

Nýlegar rannsóknir Mörthu felast í því að greina þróun breytinga á genum sem kóða fyrir penisilín bindipróteinum og klónagerð hjá penisilín ónæmum stofnum af hjúpgerð 19F og setja í samhengi við niðurstöður mælinga á lágmarksheftistyrk penisilíns. Fyrirhugað er að skoða þróun ónæmis þessara stofna gegn fleiri lyfjum og meinvirkniþátta á þennan hátt.

Annar meginþáttur rannsókna Mörthu eru rannsóknir á virkni ýmissa náttúruefna og afleiða af þeim á bakteríur sem hún hefur unnið að í samstarfi við prófessora í Lyfjafræðideild. Þær rannsóknir hófust á athugun á virkni efna úr fjallagrösum á Helicobacter pylori sem veldur magasári. Flestar rannsóknirnar eru hins vegar virkniathuganir á kítósan sem hægt er að vinna úr rækjuskel og kítósan-afleiðum á algenga sýkla og eru þær enn í fullum gangi.

Mynd:
  • Úr safni MÁH.

Útgáfudagur

18.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75696.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75696

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75696>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Martha Ásdís Hjálmarsdóttir rannsakað?
Martha Á. Hjálmarsdóttir er lektor og námsbrautarstjóri í námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands og fræðslustjóri á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Martha lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, prófi í lífeindafræði frá Tækniskóla Íslands og BS-prófi frá sama skóla strax og nám í lífeindafræði varð til þeirrar prófgráðu. Hún var síðan fyrsti lífeindafræðingurinn sem lauk doktorsprófi við Háskóla Íslands.

Rannsóknir sem tengjast faraldsfræði pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisilíni eru þær rannsóknir sem Martha hefur stundað lengst af, eða frá því að þeir fundust fyrst hér á landi árið 1988. Á því tímabili hafa tveir faraldrar fjölónæmra pneumókokka gengið í landinu og valdið sýkingum sem erfiðara hefur verið að meðhöndla en ella. Þeir náðu meiri útbreiðslu en áður hefur sést hjá einstaka klónum pneumókokka.

Rannsóknir Mörthu hafa aðallega beinst að faraldsfræði pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisilíni.

Næmi pneumókokka sem ræktast hafa úr öllum sjúklingasýnum á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans var kortlagt eftir aldurshópum og gerð sýkingar. Sú vinna var innlegg í ákvörðun um nýburabólusetningar gegn ákveðnum hjúpgerðum pneumókokka sem teknar voru upp á Íslandi 2011. Jafnframt hafa rannsóknir Mörthu og nemenda hennar snúið að leit að genum sem kóða fyrir festiþráðum sem er meinvirkniþáttur sem pneumókokkar geta borið, ásamt því að rannsaka hæfileika þeirra til að mynda svonefndar örveruhulur.

Undanfarin ár hefur Martha ásamt öðrum vísindamönnum og nemendum í rannsóknahópnum VIce rannsakað árangur pneumókokka-bólusetninganna út frá ýmsum sjónarhornum. Hlutur Mörthu hefur þar aðallega snúið að sýklalyfjanæmi pneumókokka og dreifingu hjúpgerða. Veglegur styrkur frá breska lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline gerði rannsóknarhópnum mögulegt að raðgreina genamengi mjög margra pneumókokkastofna.

Nýlegar rannsóknir Mörthu felast í því að greina þróun breytinga á genum sem kóða fyrir penisilín bindipróteinum og klónagerð hjá penisilín ónæmum stofnum af hjúpgerð 19F og setja í samhengi við niðurstöður mælinga á lágmarksheftistyrk penisilíns. Fyrirhugað er að skoða þróun ónæmis þessara stofna gegn fleiri lyfjum og meinvirkniþátta á þennan hátt.

Annar meginþáttur rannsókna Mörthu eru rannsóknir á virkni ýmissa náttúruefna og afleiða af þeim á bakteríur sem hún hefur unnið að í samstarfi við prófessora í Lyfjafræðideild. Þær rannsóknir hófust á athugun á virkni efna úr fjallagrösum á Helicobacter pylori sem veldur magasári. Flestar rannsóknirnar eru hins vegar virkniathuganir á kítósan sem hægt er að vinna úr rækjuskel og kítósan-afleiðum á algenga sýkla og eru þær enn í fullum gangi.

Mynd:
  • Úr safni MÁH.

...