Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigríður Rut Franzdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á heildræna nálgun á hlutverk sameinda í sem eðlilegustu umhverfi innan lífvera. Núverandi rannsóknaverkefni Sigríðar Rutar snúast um að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna og hins vegar um þroskunar- og erfðafræðilegar forsendur þróunar fjölbreytileika í íslenskum bleikjustofnum.

Rannsóknaverkefni Sigríðar Rutar snúast meðal annars um þroskun taugafruma og að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna.

Ávaxtaflugan Drosophila melanogaster er einn þarfasti þjónn lífvísindanna. Hún er afar meðfærileg tilraunalífvera og fjöldi erfðafræðilegra verkfæra hefur verið þróaður. Þannig er til dæmis hægt er að hafa áhrif á starfssemi gena með mikilli nákvæmni í tíma og rúmi og fylgjast með áhrifum á stakar frumur innan lifandi einstaklinga. Rannsóknahópur Sigríðar Rutar notar fluguna til rannsókna á þroskun taugafruma og til að skilgreina hlutverk og hegðun ákveðinna prótína í frumum, vefjum og sjúkdómsmyndun. Meðal verkefna innan hópsins er nákvæm myndgreining á tjáningu, samskiptum og staðsetningu flúrmerktra prótína í heilum lífverum. Auk þess rannsaka þau þátt þessara prótína í þroskun og virkni hreyfi- og skyntauga og möguleg áhrif þeirra á viðhaldskerfi taugafrumanna.

Fóstur ávaxtaflugunnar. Taugafrumur hafa verið litaðar með flúrljómandi mótefnum og eru því vel sýnilegar meðan aðrir vefir sjást ekki.

Í vötnum á norðurslóðum má sjá hvernig umhverfið hefur mótandi áhrif á svipfar bleikjustofna (Salvelinus alpinus), en fjölmörg afbrigði tegundarinnar hafa þróast síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk fyrir um 12-10.000 árum. Ítrekað virðist hafa átt sér stað sambærileg þróun eiginleika við svipaðar aðstæður (samhliða þróun botnlægra dvergafbrigða) en jafnframt má í sumum vötnum sjá bleikjustofna þróast í ólíkar áttir hvað varðar útlit og atferli, og er þar Þingvallavatn besta dæmið með sína fjóra bleikjustofna. Sigríður Rut starfar með teymi vísindamanna sem rannsakar þá þroskunar og erfðaferla sem tengjast ólíkum bleikjuafbrigðum. Þegar hefur tekist að greina fjölda gena sem eru tjáð á ólíkan hátt í þroskun stofnanna í Þingvallavatni, sem og fjölda erfðabreytileika sem aðgreina stofna. Í framhaldinu er fyrirhugað að rannsaka þátt einstakra gena og genastjórnunar í myndun afbrigða.

Sigríður Rut fæddist árið 1976 og er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Árið 2004 lauk hún meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands, en í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún hlutverk veirugena í samskiptum lentiveira og hýsilfruma. Hún lauk doktorsprófi í líffræði frá háskólanum í Münster árið 2008. Í doktorsverkefninu rannsakaði hún samskipti stoðfruma og taugafruma í taugakerfi, nánar tiltekið hlutverk FGF-boðferlis í þroskun auga ávaxtaflugunnar.

Á árunum 2009-2013 starfaði Sigríður Rut sem nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands og tók meðal annars þátt í að þróa þrívítt frumuræktarlíkan til rannsókna á greinóttri formmyndun lungna. Samhliða því tók hún þátt í verkefnum er snéru að bleikjunni og kom upp aðstöðu til flugurannsókna. Frá árinu 2013 hefur Sigríður Rut starfað við Líf- og umhverfisvísindadeild við kennslu og rannsóknir. Hún var ráðin lektor á sviði þroskunarfræði og sameindalíffræði árið 2015 og dósent frá árinu 2017.

Myndir:
  • Úr safni SRF.

Útgáfudagur

20.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75758.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75758

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75758>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Rut Franzdóttir rannsakað?
Sigríður Rut Franzdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á heildræna nálgun á hlutverk sameinda í sem eðlilegustu umhverfi innan lífvera. Núverandi rannsóknaverkefni Sigríðar Rutar snúast um að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna og hins vegar um þroskunar- og erfðafræðilegar forsendur þróunar fjölbreytileika í íslenskum bleikjustofnum.

Rannsóknaverkefni Sigríðar Rutar snúast meðal annars um þroskun taugafruma og að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna.

Ávaxtaflugan Drosophila melanogaster er einn þarfasti þjónn lífvísindanna. Hún er afar meðfærileg tilraunalífvera og fjöldi erfðafræðilegra verkfæra hefur verið þróaður. Þannig er til dæmis hægt er að hafa áhrif á starfssemi gena með mikilli nákvæmni í tíma og rúmi og fylgjast með áhrifum á stakar frumur innan lifandi einstaklinga. Rannsóknahópur Sigríðar Rutar notar fluguna til rannsókna á þroskun taugafruma og til að skilgreina hlutverk og hegðun ákveðinna prótína í frumum, vefjum og sjúkdómsmyndun. Meðal verkefna innan hópsins er nákvæm myndgreining á tjáningu, samskiptum og staðsetningu flúrmerktra prótína í heilum lífverum. Auk þess rannsaka þau þátt þessara prótína í þroskun og virkni hreyfi- og skyntauga og möguleg áhrif þeirra á viðhaldskerfi taugafrumanna.

Fóstur ávaxtaflugunnar. Taugafrumur hafa verið litaðar með flúrljómandi mótefnum og eru því vel sýnilegar meðan aðrir vefir sjást ekki.

Í vötnum á norðurslóðum má sjá hvernig umhverfið hefur mótandi áhrif á svipfar bleikjustofna (Salvelinus alpinus), en fjölmörg afbrigði tegundarinnar hafa þróast síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk fyrir um 12-10.000 árum. Ítrekað virðist hafa átt sér stað sambærileg þróun eiginleika við svipaðar aðstæður (samhliða þróun botnlægra dvergafbrigða) en jafnframt má í sumum vötnum sjá bleikjustofna þróast í ólíkar áttir hvað varðar útlit og atferli, og er þar Þingvallavatn besta dæmið með sína fjóra bleikjustofna. Sigríður Rut starfar með teymi vísindamanna sem rannsakar þá þroskunar og erfðaferla sem tengjast ólíkum bleikjuafbrigðum. Þegar hefur tekist að greina fjölda gena sem eru tjáð á ólíkan hátt í þroskun stofnanna í Þingvallavatni, sem og fjölda erfðabreytileika sem aðgreina stofna. Í framhaldinu er fyrirhugað að rannsaka þátt einstakra gena og genastjórnunar í myndun afbrigða.

Sigríður Rut fæddist árið 1976 og er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Árið 2004 lauk hún meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands, en í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún hlutverk veirugena í samskiptum lentiveira og hýsilfruma. Hún lauk doktorsprófi í líffræði frá háskólanum í Münster árið 2008. Í doktorsverkefninu rannsakaði hún samskipti stoðfruma og taugafruma í taugakerfi, nánar tiltekið hlutverk FGF-boðferlis í þroskun auga ávaxtaflugunnar.

Á árunum 2009-2013 starfaði Sigríður Rut sem nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands og tók meðal annars þátt í að þróa þrívítt frumuræktarlíkan til rannsókna á greinóttri formmyndun lungna. Samhliða því tók hún þátt í verkefnum er snéru að bleikjunni og kom upp aðstöðu til flugurannsókna. Frá árinu 2013 hefur Sigríður Rut starfað við Líf- og umhverfisvísindadeild við kennslu og rannsóknir. Hún var ráðin lektor á sviði þroskunarfræði og sameindalíffræði árið 2015 og dósent frá árinu 2017.

Myndir:
  • Úr safni SRF.

...