Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (Gudjonsson) er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið. Brynja hefur stundað rannsóknir á öllum skólastigum og í ólíkum menntakerfum. Kjarninn í rannsóknum hennar er líðan og reynsla minnihlutahópa af menningu og samfélagi og viðhorf til ýmissa menningarlegra hópa.

Þegar stórar og víðtækar breytingar verða á samfélögum getur reynst erfitt fyrir nýja meðlimi að fóta sig í óþekktum aðstæðum. Sama á við um viðbrögð samfélaga í breytingarferli gangvart menningu og þekkingu nýrra íbúa. Þar sem samfélög eru í stöðugri þróun er mikilvægt að skilja hvaðan breytingar koma og hvert samfélög stefna. Menning er bundin sögu þjóðfélagshópa, tungumáli, þekkingu og reynslu þeirra. Hvert samfélag gerir einskonar sáttmála um hvað það er sem samfélagið snýst um og hvað telst viðeigandi í mannlegum samskiptum. Þegar einstaklingar frá öðrum menningarheimum kynnast verða oft árekstrar og misskilningur.

Brynja rannsakar meðal annars áhrif samfélagsbreytinga og menningarárekstra á vellíðan og framvindu samfélaga og íbúa þeirra.

Rannsóknir Brynju snúast einkum um það hvernig þessi samskipti hafa áhrif á vellíðan, reynslu og framvindu samfélaga og íbúa þeirra. Eitt af því sem hefur áhrif á þessa reynslu hópa og einstaklinga eru almenn og opinber viðhorf samfélaga til þeirra. Oft leynast fordómar í forréttindum eða finnast í stefnu og starfi stofnana. Þessa fordóma er oft erfitt að festa fingur á og erfitt getur verið að fá einstaklinga til að gera sér grein fyrir eigin duldu fordómum eða sjálfgefnum forréttindum.

Rannsóknir Brynju tvinna saman reynslu hennar sjálfrar af því að vera milli menningarheima og gagnrýnar kenningar sem eru uppistaðan í verkum hennar. Þar eru gagnrýnar kenningar um minnihlutahópa (e. critical race theory) og femínískar kenningar aðalverkfærin til að efla skilning á menntunar- og samfélagsbreytingum. Markmið hennar er að vinna með skólum og stofnunum við að greina leynda fordóma og finna leiðir til að draga úr mismunun og fordómum og að auka velgegni og vellíðan allra nemenda.

Brynja útskrifaðist af nýmálabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1989. Árið 1995 útskrifaðist hún með tvöfalda gráðu (B.A.) í stærðfræðilegri hagfræði og rússneskufræðum frá Minnesota-háskólanum í Bandaríkjunum. Árið 2003 lauk hún MA-gráðu og doktorsprófi 2012 í alþjóðlegum samanburðar þróunarmenntunarfræðum frá sama háskóla.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

8.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75763.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. maí). Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75763

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75763>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (Gudjonsson) er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið. Brynja hefur stundað rannsóknir á öllum skólastigum og í ólíkum menntakerfum. Kjarninn í rannsóknum hennar er líðan og reynsla minnihlutahópa af menningu og samfélagi og viðhorf til ýmissa menningarlegra hópa.

Þegar stórar og víðtækar breytingar verða á samfélögum getur reynst erfitt fyrir nýja meðlimi að fóta sig í óþekktum aðstæðum. Sama á við um viðbrögð samfélaga í breytingarferli gangvart menningu og þekkingu nýrra íbúa. Þar sem samfélög eru í stöðugri þróun er mikilvægt að skilja hvaðan breytingar koma og hvert samfélög stefna. Menning er bundin sögu þjóðfélagshópa, tungumáli, þekkingu og reynslu þeirra. Hvert samfélag gerir einskonar sáttmála um hvað það er sem samfélagið snýst um og hvað telst viðeigandi í mannlegum samskiptum. Þegar einstaklingar frá öðrum menningarheimum kynnast verða oft árekstrar og misskilningur.

Brynja rannsakar meðal annars áhrif samfélagsbreytinga og menningarárekstra á vellíðan og framvindu samfélaga og íbúa þeirra.

Rannsóknir Brynju snúast einkum um það hvernig þessi samskipti hafa áhrif á vellíðan, reynslu og framvindu samfélaga og íbúa þeirra. Eitt af því sem hefur áhrif á þessa reynslu hópa og einstaklinga eru almenn og opinber viðhorf samfélaga til þeirra. Oft leynast fordómar í forréttindum eða finnast í stefnu og starfi stofnana. Þessa fordóma er oft erfitt að festa fingur á og erfitt getur verið að fá einstaklinga til að gera sér grein fyrir eigin duldu fordómum eða sjálfgefnum forréttindum.

Rannsóknir Brynju tvinna saman reynslu hennar sjálfrar af því að vera milli menningarheima og gagnrýnar kenningar sem eru uppistaðan í verkum hennar. Þar eru gagnrýnar kenningar um minnihlutahópa (e. critical race theory) og femínískar kenningar aðalverkfærin til að efla skilning á menntunar- og samfélagsbreytingum. Markmið hennar er að vinna með skólum og stofnunum við að greina leynda fordóma og finna leiðir til að draga úr mismunun og fordómum og að auka velgegni og vellíðan allra nemenda.

Brynja útskrifaðist af nýmálabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1989. Árið 1995 útskrifaðist hún með tvöfalda gráðu (B.A.) í stærðfræðilegri hagfræði og rússneskufræðum frá Minnesota-háskólanum í Bandaríkjunum. Árið 2003 lauk hún MA-gráðu og doktorsprófi 2012 í alþjóðlegum samanburðar þróunarmenntunarfræðum frá sama háskóla.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...