Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?

GrH og JGÞ

Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda hafi hver og einn þeirra talið sig vera fyrstan til að koma auga á himinfyrirbærið. Fréttaritari Dagsbrúnar segir að ekki sé enn vitað hverjum muni hlotnast sá heiður að hafa uppgötvað fyrirbærið, en talið er líklegt að það verði Elías Bresson, kennari í Helsingjaeyri.

Morgunblaðið birti einnig frétt um fundinn þann 8. ágúst og þar segir meðal annars um stjörnuna: „Hún var þá [8. júní] ekki mjög björt, en aðfaranótt 10. júní jókst ljósmagn hennar mjög og síðan árið 1604 að Kepler fann stjörnuna Nova Sagittarii, hefir eigi sést annar eins himineldur.“

Áhugamenn um stjörnuskoðun árið 1918. Á myndinni eru þeir að fylgjast með sólmyrkva sem varð í júní 1918.

Í dag er fundur nýstirnisins eignaður pólska líffærafræðingnum og áhugastjörnumanninum Zygmunt Laskowski (1841-1928). Hann tók eftir nýstirni í stjörnumerkinu Erninum þann 7. júní 1918. Fjölmargir áhugastjörnumenn sáu stjörnuna þann 8. júní 1918.

Nýstirnið fékk síðar nafnið V603 Aquilae (eða Nova Aquilae 1918) og var það bjartasta fyrirbærið á himninum sem sést hafði síðan sprengistjarnan (e. supernova) SN 1604 sást árið 1604. Sú sprengistjarna er einnig nefnd Keplersstjarnan eftir stjörnufræðingnum Jóhannesi Kepler (1571-1630). Þegar Kepler var uppi höfðu sprengistjörnur mikil áhrif á umræður í stjörnufræði og heimsmyndina þar sem þær voru eitt skýrasta dæmið um að himnarnir væru ekki óbreytilegir eins og menn höfðu talið fram að því.

Nýstirnið V603 Aquilae sem sást fyrst 1918 er svonefnt tvístirni en það hugtak er notað yfir tvær sólstjörnur sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Önnur sólstjarna kerfisins V603 er hvítur dvergur en það merkir að upprunalegur massi stjörnunnar var minni en 30 sólmassar. Hin stjarnan er mun massaminni.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

17.9.2018

Spyrjandi

Ísabella

Tilvísun

GrH og JGÞ. „Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?“ Vísindavefurinn, 17. september 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75838.

GrH og JGÞ. (2018, 17. september). Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75838

GrH og JGÞ. „Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75838>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?
Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda hafi hver og einn þeirra talið sig vera fyrstan til að koma auga á himinfyrirbærið. Fréttaritari Dagsbrúnar segir að ekki sé enn vitað hverjum muni hlotnast sá heiður að hafa uppgötvað fyrirbærið, en talið er líklegt að það verði Elías Bresson, kennari í Helsingjaeyri.

Morgunblaðið birti einnig frétt um fundinn þann 8. ágúst og þar segir meðal annars um stjörnuna: „Hún var þá [8. júní] ekki mjög björt, en aðfaranótt 10. júní jókst ljósmagn hennar mjög og síðan árið 1604 að Kepler fann stjörnuna Nova Sagittarii, hefir eigi sést annar eins himineldur.“

Áhugamenn um stjörnuskoðun árið 1918. Á myndinni eru þeir að fylgjast með sólmyrkva sem varð í júní 1918.

Í dag er fundur nýstirnisins eignaður pólska líffærafræðingnum og áhugastjörnumanninum Zygmunt Laskowski (1841-1928). Hann tók eftir nýstirni í stjörnumerkinu Erninum þann 7. júní 1918. Fjölmargir áhugastjörnumenn sáu stjörnuna þann 8. júní 1918.

Nýstirnið fékk síðar nafnið V603 Aquilae (eða Nova Aquilae 1918) og var það bjartasta fyrirbærið á himninum sem sést hafði síðan sprengistjarnan (e. supernova) SN 1604 sást árið 1604. Sú sprengistjarna er einnig nefnd Keplersstjarnan eftir stjörnufræðingnum Jóhannesi Kepler (1571-1630). Þegar Kepler var uppi höfðu sprengistjörnur mikil áhrif á umræður í stjörnufræði og heimsmyndina þar sem þær voru eitt skýrasta dæmið um að himnarnir væru ekki óbreytilegir eins og menn höfðu talið fram að því.

Nýstirnið V603 Aquilae sem sást fyrst 1918 er svonefnt tvístirni en það hugtak er notað yfir tvær sólstjörnur sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Önnur sólstjarna kerfisins V603 er hvítur dvergur en það merkir að upprunalegur massi stjörnunnar var minni en 30 sólmassar. Hin stjarnan er mun massaminni.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

...