Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins

Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umræðu og nýtingu þeirra við opinbera stefnumótun.

Framan af beindust rannsóknir Þórodds einkum að stöðu, líðan og hegðun ungs fólks. Hann stýrði íslenskum hluta Evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and other Drugs) og sat í alþjóðlegri stjórn verkefnisins um tuttugu ára skeið. Jafnframt stýrði hann íslenskum hluta WHO-rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema HBSC (Health Behaviours in School-Aged Children) í tíu ár. Rannsóknir hans á því sviðið hafa meðal annars birst í almennum félagsfræðitímaritum á borð við Acta Sociologica, American Sociological Review og Social Forces og sérhæfðum fræðitímaritum á borð við Criminology, Journal of Marriage and the Family og Social Science and Medicine.

Þóroddur Bjarnason hefur rannsakað samband einstakling og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum.

Síðastliðin fimmtán ár hafa rannsóknir Þórodds í vaxandi mæli beinst að stöðu ungs fólks í dreifðum byggðum, búferlaflutningum og svæðisbundinni þróun. Hann hefur meðal annars stýrt rannsóknarverkefnunum Samgöngur og byggðaþróun, Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla og Orsakir búferlaflutninga á Íslandi. Rannsóknir hans á því sviði hafa meðal annars birst í almennum íslenskum tímaritum á borð við Íslenska þjóðfélagið, Stjórnmál og stjórnsýslu og Tímarit um uppeldi og menntun og sérhæfðum alþjóðlegum tímaritum á borð við Journal of Transport Geography, Journal of Rural Studies og Sociologia Ruralis.

Þóroddur Bjarnason hefur meðal annars rannsakað áhrif Héðinsfjarðarganganna á samfélag og byggðaþróun á norðanverðum Tröllaskaga.

Þóroddur er fæddist í Stamford, Connecticut í Bandaríkjunum 1965. Hann lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1991 og meistaraprófi í gagnagreiningu félagsvísinda frá University of Essex 1995. Á því tímabili starfaði hann sem deildarstjóri rannsóknadeildar Rannsóknarstofnunar uppeldis og menntamála og síðar framkvæmdastjóri Norræna afbrotafræðiráðsins. Hann stundaði doktorsnám við University of Notre Dame í Bandaríkjunum 1996–2000 og var lektor við State University of New York (SUNY) í Albany þar til hann hóf störf við Háskólann á Akureyri 2004.

Þóroddur hefur verið formaður stjórna Námsmatsstofnunar og Byggðastofnunar og stýrði starfshópi sjávarútvegsráðherra um endurskoðun byggðakvótakerfisins. Hann er nú formaður Vísindaráðs Háskólans á Akureyri.

Myndir:

  • Mynd 1, © Skapti Hallgrímsson
  • Mynd 2, © Sigurður Ægisson

Útgáfudagur

17.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75848.

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins. (2018, 17. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75848

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75848>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?
Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umræðu og nýtingu þeirra við opinbera stefnumótun.

Framan af beindust rannsóknir Þórodds einkum að stöðu, líðan og hegðun ungs fólks. Hann stýrði íslenskum hluta Evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and other Drugs) og sat í alþjóðlegri stjórn verkefnisins um tuttugu ára skeið. Jafnframt stýrði hann íslenskum hluta WHO-rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema HBSC (Health Behaviours in School-Aged Children) í tíu ár. Rannsóknir hans á því sviðið hafa meðal annars birst í almennum félagsfræðitímaritum á borð við Acta Sociologica, American Sociological Review og Social Forces og sérhæfðum fræðitímaritum á borð við Criminology, Journal of Marriage and the Family og Social Science and Medicine.

Þóroddur Bjarnason hefur rannsakað samband einstakling og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum.

Síðastliðin fimmtán ár hafa rannsóknir Þórodds í vaxandi mæli beinst að stöðu ungs fólks í dreifðum byggðum, búferlaflutningum og svæðisbundinni þróun. Hann hefur meðal annars stýrt rannsóknarverkefnunum Samgöngur og byggðaþróun, Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla og Orsakir búferlaflutninga á Íslandi. Rannsóknir hans á því sviði hafa meðal annars birst í almennum íslenskum tímaritum á borð við Íslenska þjóðfélagið, Stjórnmál og stjórnsýslu og Tímarit um uppeldi og menntun og sérhæfðum alþjóðlegum tímaritum á borð við Journal of Transport Geography, Journal of Rural Studies og Sociologia Ruralis.

Þóroddur Bjarnason hefur meðal annars rannsakað áhrif Héðinsfjarðarganganna á samfélag og byggðaþróun á norðanverðum Tröllaskaga.

Þóroddur er fæddist í Stamford, Connecticut í Bandaríkjunum 1965. Hann lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands 1991 og meistaraprófi í gagnagreiningu félagsvísinda frá University of Essex 1995. Á því tímabili starfaði hann sem deildarstjóri rannsóknadeildar Rannsóknarstofnunar uppeldis og menntamála og síðar framkvæmdastjóri Norræna afbrotafræðiráðsins. Hann stundaði doktorsnám við University of Notre Dame í Bandaríkjunum 1996–2000 og var lektor við State University of New York (SUNY) í Albany þar til hann hóf störf við Háskólann á Akureyri 2004.

Þóroddur hefur verið formaður stjórna Námsmatsstofnunar og Byggðastofnunar og stýrði starfshópi sjávarútvegsráðherra um endurskoðun byggðakvótakerfisins. Hann er nú formaður Vísindaráðs Háskólans á Akureyri.

Myndir:

  • Mynd 1, © Skapti Hallgrímsson
  • Mynd 2, © Sigurður Ægisson

...