Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum innan félagsfræði menntunar, margbreytileika og hvers kyns mismununar. Í rannsóknum sínum hefur hann beitt ólíkum nálgunum og aðferðum sem hafa verið þverfræðilegar.

Rannsóknir Jóns Ingvars hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða.

Nýlega kom út bók eftir hann hjá Palgrave-bókaforlaginu, Constructing Sexualities and Gendered Bodies In School Spaces. Nordic Insight on Queer and Transgender Students. Þar er gerð grein fyrir meginniðurstöðum rannsóknar á högum hinsegin ungmenna í íslenskum framhaldsskólum og þær settar í norrænt samhengi. Helsta niðurstaðan er sú að hið gagnkynhneigða regluverk er ennþá ríkjandi í framhaldsskólum á Íslandi. Það er ekki meðvitað en eigi að síður er gert ráð fyrir því að allir nemendur sem ritast inn í skólana séu gagnkynhneigðir og fyrir vikið er ekki tekið nægilegt tillit til hinsegin nemenda. Sýnileiki þeirra er ekki mikill og lítið fyrir þá gert. Núna er Jón Ingvar að vinna að bók um samkynhneigð og reynslu samkynhneigðra í Íran. Verður sú bók gefin út af Palgrave á næsta ári.

Jón Ingvar útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands 1994. Árið 1998 útskrifaðist hann með BA-gráðu í sagnfræði, rússnesku og þýsku frá Háskóla Íslands. Árið 2004 lauk hann MA-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og svo doktorsprófi frá sama skóla 2014.

Mynd:
  • © Stefán Valsson.

Útgáfudagur

4.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað? “ Vísindavefurinn, 4. júní 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75895.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. júní). Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75895

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað? “ Vísindavefurinn. 4. jún. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75895>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Jón Ingvar Kjaran stundað?
Jón Ingvar Kjaran starfar sem lektor á Menntavísindasviði. Hann kennir jafnframt við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staðsettur við Háskóla Íslands og tengist meðal annars RIKK og EDDU-öndvegissetri. Rannsóknir hans hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða. Jafnframt hefur hann sinnt rannsóknum innan félagsfræði menntunar, margbreytileika og hvers kyns mismununar. Í rannsóknum sínum hefur hann beitt ólíkum nálgunum og aðferðum sem hafa verið þverfræðilegar.

Rannsóknir Jóns Ingvars hafa einkum verið innan kynja- og hinseginfræða.

Nýlega kom út bók eftir hann hjá Palgrave-bókaforlaginu, Constructing Sexualities and Gendered Bodies In School Spaces. Nordic Insight on Queer and Transgender Students. Þar er gerð grein fyrir meginniðurstöðum rannsóknar á högum hinsegin ungmenna í íslenskum framhaldsskólum og þær settar í norrænt samhengi. Helsta niðurstaðan er sú að hið gagnkynhneigða regluverk er ennþá ríkjandi í framhaldsskólum á Íslandi. Það er ekki meðvitað en eigi að síður er gert ráð fyrir því að allir nemendur sem ritast inn í skólana séu gagnkynhneigðir og fyrir vikið er ekki tekið nægilegt tillit til hinsegin nemenda. Sýnileiki þeirra er ekki mikill og lítið fyrir þá gert. Núna er Jón Ingvar að vinna að bók um samkynhneigð og reynslu samkynhneigðra í Íran. Verður sú bók gefin út af Palgrave á næsta ári.

Jón Ingvar útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands 1994. Árið 1998 útskrifaðist hann með BA-gráðu í sagnfræði, rússnesku og þýsku frá Háskóla Íslands. Árið 2004 lauk hann MA-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og svo doktorsprófi frá sama skóla 2014.

Mynd:
  • © Stefán Valsson.

...