Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann er nú meðal annars stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands, formaður ráðgjafarnefndar Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og lífeyrissjóða og formaður viðurlaganefndar Kauphallarinnar.

Rannsóknir Eyvindar hafa einkum beinst að fjármunarétti og fjármálamarkaði. Hann hefur um nokkurra ára skeið unnið að heildarrannsókn á lögum og dómaframkvæmd á sviði kröfuréttar ásamt Benedikt Bogasyni hæstaréttardómara og prófessor Þorgeiri Örlygssyni forseta Hæstaréttar. Fyrstu tveir hlutar þeirrar rannsóknar hafa birst í ritunum Kröfuréttur I (2009) og Kröfuréttur II (2011) en þriðja og síðasta hlutanum lýkur á þessu ári. Einnig má nefna rannsókn Eyvindar á lögmæti gengistryggðra lána. Meginniðurstaða rannsóknar hans sem birtist í Úlfljóti (2009) var sú að lán sem bundin væru við gengi erlendra gjaldmiðla stæðust ekki lög.

Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að fjármunarétti og fjármálamarkaði.

Enn fremur hafa rannsóknir Eyvindar beinst að fjármálamarkaði og réttarframkvæmd eftir Hrunið. Hér má geta rannsóknar á lagareglum sem gilda um dráttarvexti af peningakröfum í erlendri mynt. Eins má geta rannsókna á Icesave-málinu og lagareglum um innstæðutryggingar en á árunum eftir Hrunið hélt Eyvindur fyrirlestra, bæði innanlands og erlendis, þar sem rökstutt var að íslenska ríkið bæri ekki lagalega ábyrgð á þeirri skuldbindingu.

Á árinu 2015 ýttu Eyvindur og Stefán Már Stefánsson prófessor úr vör rannsóknum á málefnum norðurslóða. Árið 2016 hlutu svo Lagadeild og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands styrk til sameiginlegs rannsóknarverkefnis um innviði og atvinnustarfsemi á norðurslóðum. Aðalstyrkur verkefnisins var veittur á fjárlögum ársins 2016 en einnig hlaut verkefnið styrk úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands sama ár. Lögfræðihluti verkefnisins færðist til rannsóknastofu í norðurslóðarétti í júní 2017. Rannsóknirnar beinast að hagsmunagæslu Íslands á norðurslóðum og stefnumörkun á því sviði. Tilgangurinn er að lýsa gildandi lagareglum um þessi mál og leggja mat á hvort regluverkið leggi nægilega traustan grundvöll að þeirri uppbyggingu sem framundan er og hagsmunum Íslands í því sambandi.

Eyvindur var fræðilegur ritstjóri Úlfljóts árin 2011-2014. Hann hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, nú síðast norrænni rannsókn á sviði kröfuréttar sem birtist í ritinu Restatement of Nordic Contract Law (2016). Hann er höfundur bóka og hefur birt fjölda fræðigreina um rannsóknir sínar, bæði hérlendis og erlendis.

Eyvindur eru fæddur árið 1970 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1996 og meistaragráðu, LL.M., frá Duke University School of Law árið 1998. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1997 og hæstaréttarlögmaður árið 2006. Að loknu lagaprófi starfaði hann fyrst um sinn í umhverfisráðuneytinu, viðskiptaráðuneytinu og héraðsdómi, en sem lögmaður árin 2000-2006. Frá þeim tíma hefur hann verið í fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

29.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75911.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. maí). Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75911

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75911>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?
Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann er nú meðal annars stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands, formaður ráðgjafarnefndar Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og lífeyrissjóða og formaður viðurlaganefndar Kauphallarinnar.

Rannsóknir Eyvindar hafa einkum beinst að fjármunarétti og fjármálamarkaði. Hann hefur um nokkurra ára skeið unnið að heildarrannsókn á lögum og dómaframkvæmd á sviði kröfuréttar ásamt Benedikt Bogasyni hæstaréttardómara og prófessor Þorgeiri Örlygssyni forseta Hæstaréttar. Fyrstu tveir hlutar þeirrar rannsóknar hafa birst í ritunum Kröfuréttur I (2009) og Kröfuréttur II (2011) en þriðja og síðasta hlutanum lýkur á þessu ári. Einnig má nefna rannsókn Eyvindar á lögmæti gengistryggðra lána. Meginniðurstaða rannsóknar hans sem birtist í Úlfljóti (2009) var sú að lán sem bundin væru við gengi erlendra gjaldmiðla stæðust ekki lög.

Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að fjármunarétti og fjármálamarkaði.

Enn fremur hafa rannsóknir Eyvindar beinst að fjármálamarkaði og réttarframkvæmd eftir Hrunið. Hér má geta rannsóknar á lagareglum sem gilda um dráttarvexti af peningakröfum í erlendri mynt. Eins má geta rannsókna á Icesave-málinu og lagareglum um innstæðutryggingar en á árunum eftir Hrunið hélt Eyvindur fyrirlestra, bæði innanlands og erlendis, þar sem rökstutt var að íslenska ríkið bæri ekki lagalega ábyrgð á þeirri skuldbindingu.

Á árinu 2015 ýttu Eyvindur og Stefán Már Stefánsson prófessor úr vör rannsóknum á málefnum norðurslóða. Árið 2016 hlutu svo Lagadeild og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands styrk til sameiginlegs rannsóknarverkefnis um innviði og atvinnustarfsemi á norðurslóðum. Aðalstyrkur verkefnisins var veittur á fjárlögum ársins 2016 en einnig hlaut verkefnið styrk úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands sama ár. Lögfræðihluti verkefnisins færðist til rannsóknastofu í norðurslóðarétti í júní 2017. Rannsóknirnar beinast að hagsmunagæslu Íslands á norðurslóðum og stefnumörkun á því sviði. Tilgangurinn er að lýsa gildandi lagareglum um þessi mál og leggja mat á hvort regluverkið leggi nægilega traustan grundvöll að þeirri uppbyggingu sem framundan er og hagsmunum Íslands í því sambandi.

Eyvindur var fræðilegur ritstjóri Úlfljóts árin 2011-2014. Hann hefur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, nú síðast norrænni rannsókn á sviði kröfuréttar sem birtist í ritinu Restatement of Nordic Contract Law (2016). Hann er höfundur bóka og hefur birt fjölda fræðigreina um rannsóknir sínar, bæði hérlendis og erlendis.

Eyvindur eru fæddur árið 1970 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1996 og meistaragráðu, LL.M., frá Duke University School of Law árið 1998. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1997 og hæstaréttarlögmaður árið 2006. Að loknu lagaprófi starfaði hann fyrst um sinn í umhverfisráðuneytinu, viðskiptaráðuneytinu og héraðsdómi, en sem lögmaður árin 2000-2006. Frá þeim tíma hefur hann verið í fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...