Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigríður G. Suman er dósent við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Fræðasvið hennar er ólífræn efnafræði. Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni.

Efnahvatanir eru efnahvörf sem eru nýtt til þess að búa til fjölliður, eða efni sem eru annars óaðgengileg við hefðbundnar efnasmíðar. Dæmi um hvötuð hvörf eru fjölliður notaðar í dekk fyrir bíla og vélar, rör fyrir vatnslagnir, ofin efni notuð í vatnsheldan fatnað og matarílát. Sigríður stýrir verkefni þar sem stefnt er að myndun fjölliðu fyrir hátækniiðnað, til að nota í skynjara og sólarrafhlöður.

Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni.

Málmdrifin lyf eru virk efni sem til dæmis drepa krabbameinsfrumur. Margs konar efni af því tagi eru í þróun víða um heim. Sjúkdómar sem verið er að rannsaka með slíkum efnum eru margir vel þekktir, eins og Alzheimers-sjúkdómur, Parkinsons-sjúkdómur, og Wilsons-sjúkdómur. Einnig má nefna að málm-efnasambönd eru notuð í neyðarmeðferðir gegn flestum eitrunum, eins og til að mynda blásýrueitrun. Sigríður vinnur við rannsóknir á einu slíku efni.

Virkjun smásameinda er algengt viðfangsefni í ólífrænni efnafræði og felur til dæmis í sér virkjun niturs til áburðarframleiðslu og virkjun koltvísýrings til að hamla gegn aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Sigríður vinnur að virkjun koltvísýrings til að nýta í umbreytingu í fjölliður sem brotna auðveldlega niður við lífeðlisfræðilegar aðstæður.

Sigríður lauk BS-námi í efnafræði við Háskóla Íslands árið 1987 og vann rannsóknarverkefni í ólífrænni efnafræði undir handleiðslu Ingvars Árnasonar prófessors. Hún hélt síðan til Bandaríkjanna þar sem hún varði doktorsverkefni sitt í ólífrænni efnafræði árið 1995 við University of Michigan. Að því loknu vann Sigríður nýdoktorsverkefni í málmlífrænni efnafræði og efnahvötun við Stanford Research Institute (SRI International).

Sigríður var ráðin efnafræðingur árið 1997 hjá SRI International og vann við grunnrannsóknir. Hún hóf störf hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sem dósent í efnafræði árið 2012.

Myndir:
  • Úr safni SGS.

Útgáfudagur

30.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75913.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. maí). Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75913

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75913>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?
Sigríður G. Suman er dósent við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Fræðasvið hennar er ólífræn efnafræði. Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni.

Efnahvatanir eru efnahvörf sem eru nýtt til þess að búa til fjölliður, eða efni sem eru annars óaðgengileg við hefðbundnar efnasmíðar. Dæmi um hvötuð hvörf eru fjölliður notaðar í dekk fyrir bíla og vélar, rör fyrir vatnslagnir, ofin efni notuð í vatnsheldan fatnað og matarílát. Sigríður stýrir verkefni þar sem stefnt er að myndun fjölliðu fyrir hátækniiðnað, til að nota í skynjara og sólarrafhlöður.

Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni.

Málmdrifin lyf eru virk efni sem til dæmis drepa krabbameinsfrumur. Margs konar efni af því tagi eru í þróun víða um heim. Sjúkdómar sem verið er að rannsaka með slíkum efnum eru margir vel þekktir, eins og Alzheimers-sjúkdómur, Parkinsons-sjúkdómur, og Wilsons-sjúkdómur. Einnig má nefna að málm-efnasambönd eru notuð í neyðarmeðferðir gegn flestum eitrunum, eins og til að mynda blásýrueitrun. Sigríður vinnur við rannsóknir á einu slíku efni.

Virkjun smásameinda er algengt viðfangsefni í ólífrænni efnafræði og felur til dæmis í sér virkjun niturs til áburðarframleiðslu og virkjun koltvísýrings til að hamla gegn aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Sigríður vinnur að virkjun koltvísýrings til að nýta í umbreytingu í fjölliður sem brotna auðveldlega niður við lífeðlisfræðilegar aðstæður.

Sigríður lauk BS-námi í efnafræði við Háskóla Íslands árið 1987 og vann rannsóknarverkefni í ólífrænni efnafræði undir handleiðslu Ingvars Árnasonar prófessors. Hún hélt síðan til Bandaríkjanna þar sem hún varði doktorsverkefni sitt í ólífrænni efnafræði árið 1995 við University of Michigan. Að því loknu vann Sigríður nýdoktorsverkefni í málmlífrænni efnafræði og efnahvötun við Stanford Research Institute (SRI International).

Sigríður var ráðin efnafræðingur árið 1997 hjá SRI International og vann við grunnrannsóknir. Hún hóf störf hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sem dósent í efnafræði árið 2012.

Myndir:
  • Úr safni SGS.

...