Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF.

Litfrumur (e. melanocytes) eru frumurnar sem ráða lit í húð og hári hryggdýra og verða til sem forverafrumur í hnoðkambi (e. neural crest) snemma í þroskun. Þær fjölga sér síðan um leið og þær ferðast til áfangastaða sinna í húð og hári þar sem hinar eiginlegu litfrumur verða til og búa til litarefnin eumelanín (e. eumelanin) og feaómelanín (e. pheaomelanin) og frumulíffærin sem geyma þau, sortukornin (e. melanosome). Þau eru síðan flutt til hyrnisfruma húðarinnar og hársins. Hluti forverafrumanna fer hins vegar í svonefnt „bulge“-svæði í hársekknum og myndar stofnfrumur litfruma sem endurnýja litfrumurnar þegar hárin endurnýja sig. Litfrumur geta einnig ummyndast og myndað sortuæxli. Umritunarþátturinn MITF stjórnar flestum ef ekki öllum þáttum í lífsferli og starfsemi litfruma og er nauðsynlegt fyrir myndun sortuæxla.

Eiríkur hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað.

Rannsóknir Eiríks beinast að því greina hlutverk og starfsemi MITF-prótínsins og hvernig virkni þess er stjórnað í litfrumum og sortuæxlisfrumum. Hann hefur meðal annars stýrt rannsóknum sem greindu hvaða genum MITF stjórnar í sortuæxlum, hvaða áhrif þær stökkbreytingar sem fundist hafa í MITF-geninu í mönnum hafa á virkni prótínsins og hvernig MITF-genið hefur áhrif á litarhátt manna með því að stjórna tjáningu IRF4-gensins. Hann hefur einnig tekið þátt í að greina kristalbyggingu MITF-prótínsins þegar það er bundið við DNA en það var gert í samstarfi við rannsóknahóp Matthiasar Wilmanns við EMBL í Hamborg. Rannsóknir hans í dag beinast einkum að því að ákvarða hvernig boðleiðir frumunnar hafa áhrif á starfsemi MITF, hvernig það stjórnar frumuhringnum og hvernig það gegnir mismunandi hlutverki á mismunandi tímum í þroskun litfruma og sortuæxla.

Myndin sýnir frumur litaðar með flúrskinslitun, þar sem blái liturinn sýnir frumukjarna og græni staðsetningu stjórnprótínsins MITF. Á vinstri myndinni sést villigerð MITF sem er aðallega staðsett í kjarna fruma, en á hægri myndinni er stökkbreytt MITF sem kemst ekki inn í kjarna frumanna og er því staðsett í umfrymi þeirra.

Á rannsóknastofu Eiríks við Lífvísindasetur Háskóla Íslands starfa nú þrír nýdoktorar, þrír doktorsnemar og tveir meistaranemar. Hann hefur verið í virku samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknahópa og má þar helst telja rannsóknahópa Margrétar H. Ögmundsóttur við HÍ og Dr. Lionel Larue við Institut Curie í Frakklandi. Rannsóknir hans hafa meðal annars hlotið öndvegisstyrk frá Rannís.

Eiríkur er höfundur fjölda tímaritsgreina í virtustu vísindatímaritum lífvísinda. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar með talið Hvatningarverðlaun Rannís. Eiríkur er félagi í EMBO, akademíu evrópskra sameindalíffræðinga. Hann hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum og er núna varaformaður stjórnar bæði EMBL, European Molecular Biology Laboratory, og EMBC, European Molecular Biology Conference.

Eiríkur stofnaði, ásamt Guðmundi Hrafni Guðmundssyni og fleirum, sprotafyrirtækið Akthelia, en það vinnur að þróun lyfja sem örva framleiðslu svokallaðra bakteríudrepandi peptíða í yfirborðsfrumum líkamans og koma þannig í veg fyrir sýkingar.

Eiríkur er fæddur árið 1960 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1980. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og fjórða-árs verkefni árið 1986 frá sama skóla. Hann stundaði síðan doktorsnám við University of California, Los Angeles (UCLA) og lauk doktorsprófi árið 1992. Hann gegndi síðan starfi nýdoktors við National Cancer Institute í Frederick, Maryland í Bandaríkjunum þar til hann var ráðinn sem rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands árið 1997. Hann hefur starfað þar síðan.

Myndir:

  • Úr safni ES.

Útgáfudagur

12.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75924.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75924

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75924>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?
Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF.

Litfrumur (e. melanocytes) eru frumurnar sem ráða lit í húð og hári hryggdýra og verða til sem forverafrumur í hnoðkambi (e. neural crest) snemma í þroskun. Þær fjölga sér síðan um leið og þær ferðast til áfangastaða sinna í húð og hári þar sem hinar eiginlegu litfrumur verða til og búa til litarefnin eumelanín (e. eumelanin) og feaómelanín (e. pheaomelanin) og frumulíffærin sem geyma þau, sortukornin (e. melanosome). Þau eru síðan flutt til hyrnisfruma húðarinnar og hársins. Hluti forverafrumanna fer hins vegar í svonefnt „bulge“-svæði í hársekknum og myndar stofnfrumur litfruma sem endurnýja litfrumurnar þegar hárin endurnýja sig. Litfrumur geta einnig ummyndast og myndað sortuæxli. Umritunarþátturinn MITF stjórnar flestum ef ekki öllum þáttum í lífsferli og starfsemi litfruma og er nauðsynlegt fyrir myndun sortuæxla.

Eiríkur hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað.

Rannsóknir Eiríks beinast að því greina hlutverk og starfsemi MITF-prótínsins og hvernig virkni þess er stjórnað í litfrumum og sortuæxlisfrumum. Hann hefur meðal annars stýrt rannsóknum sem greindu hvaða genum MITF stjórnar í sortuæxlum, hvaða áhrif þær stökkbreytingar sem fundist hafa í MITF-geninu í mönnum hafa á virkni prótínsins og hvernig MITF-genið hefur áhrif á litarhátt manna með því að stjórna tjáningu IRF4-gensins. Hann hefur einnig tekið þátt í að greina kristalbyggingu MITF-prótínsins þegar það er bundið við DNA en það var gert í samstarfi við rannsóknahóp Matthiasar Wilmanns við EMBL í Hamborg. Rannsóknir hans í dag beinast einkum að því að ákvarða hvernig boðleiðir frumunnar hafa áhrif á starfsemi MITF, hvernig það stjórnar frumuhringnum og hvernig það gegnir mismunandi hlutverki á mismunandi tímum í þroskun litfruma og sortuæxla.

Myndin sýnir frumur litaðar með flúrskinslitun, þar sem blái liturinn sýnir frumukjarna og græni staðsetningu stjórnprótínsins MITF. Á vinstri myndinni sést villigerð MITF sem er aðallega staðsett í kjarna fruma, en á hægri myndinni er stökkbreytt MITF sem kemst ekki inn í kjarna frumanna og er því staðsett í umfrymi þeirra.

Á rannsóknastofu Eiríks við Lífvísindasetur Háskóla Íslands starfa nú þrír nýdoktorar, þrír doktorsnemar og tveir meistaranemar. Hann hefur verið í virku samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknahópa og má þar helst telja rannsóknahópa Margrétar H. Ögmundsóttur við HÍ og Dr. Lionel Larue við Institut Curie í Frakklandi. Rannsóknir hans hafa meðal annars hlotið öndvegisstyrk frá Rannís.

Eiríkur er höfundur fjölda tímaritsgreina í virtustu vísindatímaritum lífvísinda. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar með talið Hvatningarverðlaun Rannís. Eiríkur er félagi í EMBO, akademíu evrópskra sameindalíffræðinga. Hann hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum og er núna varaformaður stjórnar bæði EMBL, European Molecular Biology Laboratory, og EMBC, European Molecular Biology Conference.

Eiríkur stofnaði, ásamt Guðmundi Hrafni Guðmundssyni og fleirum, sprotafyrirtækið Akthelia, en það vinnur að þróun lyfja sem örva framleiðslu svokallaðra bakteríudrepandi peptíða í yfirborðsfrumum líkamans og koma þannig í veg fyrir sýkingar.

Eiríkur er fæddur árið 1960 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1980. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og fjórða-árs verkefni árið 1986 frá sama skóla. Hann stundaði síðan doktorsnám við University of California, Los Angeles (UCLA) og lauk doktorsprófi árið 1992. Hann gegndi síðan starfi nýdoktors við National Cancer Institute í Frederick, Maryland í Bandaríkjunum þar til hann var ráðinn sem rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands árið 1997. Hann hefur starfað þar síðan.

Myndir:

  • Úr safni ES.

...