Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn hefur tekið þátt í og stjórnað fjölmörgum innlendum rannsóknarverkefnum og þátttöku Íslands í fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Stefán Hrafn fæddist árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík 1988. Hann lauk BA-prófi í sálfræði við Háskóla Íslands 1994, meistaragráðu í lýðfræði og félagsfræði við Pennsylvania State University árið 1999 og doktorsprófi í sömu greinum við sama skóla árið 2009.

Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns.

Eftir BA-próf í sálfræði starfaði Stefán Hrafn við Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála við unglingarannsóknir í samstarfi við Þórólf Þórlindsson, Jón Gunnar Bernburg og Þórodd Bjarnason auk þess að stýra gagnaskráningu í fjölþjóðlegu rannsóknarverkefnunum TIMSS, ESPAD og Ungt fólk 1997. Í meistaranáminu kannaði Stefán Hrafn breytingar á sambandi launþega við vinnuveitendur og tengsl þess við aukinn ójöfnuð í launum í Bandaríkjunum. Í doktorsnáminu glímdi Stefán, ásamt leiðbeinendum, meðal annars við að finna nýjar aðferðir til að spá fyrir um fjölda fæðinga innflytjenda frá Mexíkó í Bandaríkjunum en áhrif þeirra á framtíðarsamsetningu mannfjöldans hafði áður verið stórlega vanmetin.

Stefán Hrafn starfaði við Lýðheilsustöð árin 2005-2011 þar sem hann sinnti fjölmörgum rannsóknarverkefnum tengdum heilsu og heilsutengdri hegðun. Sem dæmi vann Stefán Hrafn með nokkrum tannlæknum við rannsóknarverkefni Munnís sem var faraldsfræðileg rannsókn á munn- og tannsjúkdómum íslenskra barna árið 2005.

Núverandi rannsóknaráherslur Stefáns Hrafns eru á félagsfræði menntunar og lýðfræði grunnskólakennara. Helgi Eiríkur Eyjólfsson meistaranemandi dreif áfram verkefni með Stefáni Hrafni þar sem aðferðir lýðfræðinnar voru notaðar til að spá fyrir um fjölda grunnskólakennara næstu áratugi og áhrifaþætti þess að hluti þeirra hverfur frá kennslu fyrstu árin eftir útskrift.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

28.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75971.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. júní). Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75971

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75971>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?
Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn hefur tekið þátt í og stjórnað fjölmörgum innlendum rannsóknarverkefnum og þátttöku Íslands í fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Stefán Hrafn fæddist árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík 1988. Hann lauk BA-prófi í sálfræði við Háskóla Íslands 1994, meistaragráðu í lýðfræði og félagsfræði við Pennsylvania State University árið 1999 og doktorsprófi í sömu greinum við sama skóla árið 2009.

Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns.

Eftir BA-próf í sálfræði starfaði Stefán Hrafn við Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála við unglingarannsóknir í samstarfi við Þórólf Þórlindsson, Jón Gunnar Bernburg og Þórodd Bjarnason auk þess að stýra gagnaskráningu í fjölþjóðlegu rannsóknarverkefnunum TIMSS, ESPAD og Ungt fólk 1997. Í meistaranáminu kannaði Stefán Hrafn breytingar á sambandi launþega við vinnuveitendur og tengsl þess við aukinn ójöfnuð í launum í Bandaríkjunum. Í doktorsnáminu glímdi Stefán, ásamt leiðbeinendum, meðal annars við að finna nýjar aðferðir til að spá fyrir um fjölda fæðinga innflytjenda frá Mexíkó í Bandaríkjunum en áhrif þeirra á framtíðarsamsetningu mannfjöldans hafði áður verið stórlega vanmetin.

Stefán Hrafn starfaði við Lýðheilsustöð árin 2005-2011 þar sem hann sinnti fjölmörgum rannsóknarverkefnum tengdum heilsu og heilsutengdri hegðun. Sem dæmi vann Stefán Hrafn með nokkrum tannlæknum við rannsóknarverkefni Munnís sem var faraldsfræðileg rannsókn á munn- og tannsjúkdómum íslenskra barna árið 2005.

Núverandi rannsóknaráherslur Stefáns Hrafns eru á félagsfræði menntunar og lýðfræði grunnskólakennara. Helgi Eiríkur Eyjólfsson meistaranemandi dreif áfram verkefni með Stefáni Hrafni þar sem aðferðir lýðfræðinnar voru notaðar til að spá fyrir um fjölda grunnskólakennara næstu áratugi og áhrifaþætti þess að hluti þeirra hverfur frá kennslu fyrstu árin eftir útskrift.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...