Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáfunni við Uppsalaháskóla 1998) fjallaði um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Sú rannsókn var gagnrýnin textarannsókn og beindist að hefðbundinni kristinni hjónabandssiðfræði, unnin út frá femínískri aðferðafræði. Markmiðið var að greina (ó)næmi kristinnar hjónabands- og kynlífssiðfræði fyrir þessu vandamáli og leggja til hvernig hún gæti breyst.

Ofangreint þema – það er ofbeldi af ýmsu tagi sem tengja má kirkju og kristinni menningu í víðri merkingu – hefur verið áberandi í rannsóknum Sólveigar Önnu með ýmsum hætti. Hún hefur birt fjölda greina um bæði þolendur og gerendur kynferðislegs ofbeldis, og guðfræði því tengda, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi. Ein leið til að ráðast af samfélagsmeini sem þessu er að læra að þekkja birtingarmyndir þess í menningunni, þar á meðal í viðhorfum, textum og fyrirmælum kirkjunnar.

Sérsvið Sólveigar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði.

Annað svið rannsókna Sólveigar Önnu er kynlífssiðfræði (e. sexual ethics) en hún gaf út bókina Ást, kynlíf og hjónaband árið 2008 þar sem barátta samkynhneigðs fólks fyrir því að fá að giftast og eignast fjölskyldu var í brennidepli. Þá baráttu studdi Sólveig Anna frá upphafi og færði ítrekuð kristin og siðferðileg rök fyrir hjónabandi samkynhneigðra. Þeirri baráttu lauk hér á landi tveimur árum síðar eða árið 2010 með því að enginn greinarmunur var gerður á sambúð samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Nú um stundir eru kynverund, kynheilsa og kyn(verundar)réttindi enn mikilvæg stef og beinir Sólveig Anna nú sjónum að mannréttindakröfum ýmissa minnihlutahópa, ekki síst þeirra sem gera út á kynverund sína sér til lífsviðurværis (e. sex workers). Rannsóknaverkefni hennar um þessar mundir beinist að stöðu og reynslu vændisfólks, (e. sex workers), intersex-fólks og transfólks.

Í þriðja lagi hverfast rannsóknir Sólveigar Önnu um loftslagsbreytingar en umræða um hnattræna hlýnun af mannavöldum hefur staðið lengi innan kristinnar guðfræði, ekki síst hins femíníska arms hennar. Rannsóknaverkefni hennar God, Climate Change and Global Ethics hefur staðið yfir undanfarin og undir merkjum þess kom út bókin Guð og gróðurhúsaáhrif. Kristin siðfræði á tímum loftslagsbreytinga árið 2017. Sú bók tengir saman umhverfispólitíska, siðferðilega og trúarlega orðræðu um loftslagsmál.

Rannsóknaverkefni Sólveigar um þessar mundir beinist að stöðu og reynslu vændisfólks, (e. sex workers), intersex-fólks og transfólks. Mörkin á milli kynja eru jafnvel ekki eins skýr og lengi hefur verið talið.

Sólveig Anna er fædd árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1979 og útskrifaðist sem Theol. Cand. frá Háskóla Íslands árið 1985. Doktorsprófi í guðfræðilegri siðfræði lauk Sólveig Anna frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð árið 1998. Á doktorsnámstímanum dvaldi hún við kristna og femíníska rannsóknastofnun í Washington D.C. sem nefnist WATER (Women's Alliance for Theology, Ethics and Ritual). Eftir doktorspróf starfaði hún sem lektor í siðfræði við Guðfræðideild Uppsalaháskóla í tvö og hálft ár. Milli 2001 og 2008 var Sólveig Anna sjálfstætt starfandi fræðimaður við Reykjavíkurakademíuna. Árið 2008 var hún ráðin sem lektor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands og starfar þar í dag. Sólveig Anna hefur leiðbeint doktorsnemum bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Hún er virk í norrænu samstarfsneti kynlífsfræðinga og kennir námskeið í kynlífssiðfræði innan námsleiðarinnar í kynfræði við Háskóla Íslands.

Mynd:

Útgáfudagur

3.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 3. september 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76256.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. september). Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76256

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76256>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?
Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáfunni við Uppsalaháskóla 1998) fjallaði um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Sú rannsókn var gagnrýnin textarannsókn og beindist að hefðbundinni kristinni hjónabandssiðfræði, unnin út frá femínískri aðferðafræði. Markmiðið var að greina (ó)næmi kristinnar hjónabands- og kynlífssiðfræði fyrir þessu vandamáli og leggja til hvernig hún gæti breyst.

Ofangreint þema – það er ofbeldi af ýmsu tagi sem tengja má kirkju og kristinni menningu í víðri merkingu – hefur verið áberandi í rannsóknum Sólveigar Önnu með ýmsum hætti. Hún hefur birt fjölda greina um bæði þolendur og gerendur kynferðislegs ofbeldis, og guðfræði því tengda, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi. Ein leið til að ráðast af samfélagsmeini sem þessu er að læra að þekkja birtingarmyndir þess í menningunni, þar á meðal í viðhorfum, textum og fyrirmælum kirkjunnar.

Sérsvið Sólveigar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði.

Annað svið rannsókna Sólveigar Önnu er kynlífssiðfræði (e. sexual ethics) en hún gaf út bókina Ást, kynlíf og hjónaband árið 2008 þar sem barátta samkynhneigðs fólks fyrir því að fá að giftast og eignast fjölskyldu var í brennidepli. Þá baráttu studdi Sólveig Anna frá upphafi og færði ítrekuð kristin og siðferðileg rök fyrir hjónabandi samkynhneigðra. Þeirri baráttu lauk hér á landi tveimur árum síðar eða árið 2010 með því að enginn greinarmunur var gerður á sambúð samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Nú um stundir eru kynverund, kynheilsa og kyn(verundar)réttindi enn mikilvæg stef og beinir Sólveig Anna nú sjónum að mannréttindakröfum ýmissa minnihlutahópa, ekki síst þeirra sem gera út á kynverund sína sér til lífsviðurværis (e. sex workers). Rannsóknaverkefni hennar um þessar mundir beinist að stöðu og reynslu vændisfólks, (e. sex workers), intersex-fólks og transfólks.

Í þriðja lagi hverfast rannsóknir Sólveigar Önnu um loftslagsbreytingar en umræða um hnattræna hlýnun af mannavöldum hefur staðið lengi innan kristinnar guðfræði, ekki síst hins femíníska arms hennar. Rannsóknaverkefni hennar God, Climate Change and Global Ethics hefur staðið yfir undanfarin og undir merkjum þess kom út bókin Guð og gróðurhúsaáhrif. Kristin siðfræði á tímum loftslagsbreytinga árið 2017. Sú bók tengir saman umhverfispólitíska, siðferðilega og trúarlega orðræðu um loftslagsmál.

Rannsóknaverkefni Sólveigar um þessar mundir beinist að stöðu og reynslu vændisfólks, (e. sex workers), intersex-fólks og transfólks. Mörkin á milli kynja eru jafnvel ekki eins skýr og lengi hefur verið talið.

Sólveig Anna er fædd árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1979 og útskrifaðist sem Theol. Cand. frá Háskóla Íslands árið 1985. Doktorsprófi í guðfræðilegri siðfræði lauk Sólveig Anna frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð árið 1998. Á doktorsnámstímanum dvaldi hún við kristna og femíníska rannsóknastofnun í Washington D.C. sem nefnist WATER (Women's Alliance for Theology, Ethics and Ritual). Eftir doktorspróf starfaði hún sem lektor í siðfræði við Guðfræðideild Uppsalaháskóla í tvö og hálft ár. Milli 2001 og 2008 var Sólveig Anna sjálfstætt starfandi fræðimaður við Reykjavíkurakademíuna. Árið 2008 var hún ráðin sem lektor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands og starfar þar í dag. Sólveig Anna hefur leiðbeint doktorsnemum bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Hún er virk í norrænu samstarfsneti kynlífsfræðinga og kennir námskeið í kynlífssiðfræði innan námsleiðarinnar í kynfræði við Háskóla Íslands.

Mynd:...