Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar víðs vegar og birt greinar, bókakafla og bækur bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur tekið þátt í og stýrt fjölda rannsóknarverkefna, nú síðast þriggja ára alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem styrkt var af Rannsóknasjóði Íslands og beindist að miðlun tilfinninga í bókmenntum. Verkefnið fjallaði meðal annars um hvernig við lesum í eða túlkum textalegar tilfinningar.

Sif hefur lagt áherslu á þvermenningarlega nálgun á bókmenntasögu sem einblínir á áhrif, strauma og menningartengsl. Bók hennar Medieval Translations and Cultural Discourse: The Movement of Texts in England, France and Scandinavia kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum árið 2012 og var endurútgefin í kilju 2018. Í bókinni eru þýðingaferli, útreiðsla sagna og hefða og handritatengsl rekin með það fyrir augum að kanna hvað á sér stað þegar bókmenntaverk er flutt yfir menningarmörk eða milli tungumála. Í bókinni er fjallað um hvernig þýðingar eru mótaðar af þeim menningarheimi sem tekur við þeim sem og hvernig slíkir menningarstraumar hafa að sama skapi áhrif á menningu og bókmenntahefðir. Slíkar rannsóknir hafa vakið aukinn áhuga á þvermenningarlegri nálgun á bókmenntasögu en meðal væntanlegra verkefna hennar er stórt greinasafn sem gefið verður út af Routledge þar sem ensk bókmenntasaga verður sett fram á nýstárlegan hátt í samevrópsku samhengi.

Rannsóknir Sifjar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum.

Nýjasta bók hennar, Emotion in Old Norse Literature: Translations, Voices, Contexts (Cambridge 2017), fjallar um tilfinningar í fornnorrænum bókmenntum. Í bókinni er leitast við setja fram kenningar um hvernig nálgast megi tilfinningar í texta, það er hvernig tilfinningar eru notaðar markvisst til að leiða lesandann í gegnum verkið en einnig hvernig líta megi á tilfinningalega tjáningu sem táknmyndir eða mótíf sem eru jafnvel í andstöðu við hlutverk og merkingu tilfinningahegðunar í daglegu lífi. Þessi mismunur gefur til kynna að við séum fær um að skilja á milli bókmenntalegra og mannlegra tilfinninga og að gefa slíkum tilfinningatáknum merkingu og vægi innan textalegs samhengis.

Sif stundaði nám við Háskóla Íslands, háskólann í Konstanz í Þýskalandi, North Carolina-háskólann í Chapel Hill og Washington-háskólann í St. Louis í Bandaríkjunum en hún lauk doktorsprófi með tvöfaldri gráðu í enskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum bæði innan háskólans og utan. Hún var um tíma gestafræðimaður (e. visiting fellow) við háskólann í Cambridge, en hún verður gestaprófessor við háskólann í Feneyjum haustið 2018.

Mynd:

Útgáfudagur

13.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 13. september 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76267.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. september). Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76267

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76267>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?
Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar víðs vegar og birt greinar, bókakafla og bækur bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur tekið þátt í og stýrt fjölda rannsóknarverkefna, nú síðast þriggja ára alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem styrkt var af Rannsóknasjóði Íslands og beindist að miðlun tilfinninga í bókmenntum. Verkefnið fjallaði meðal annars um hvernig við lesum í eða túlkum textalegar tilfinningar.

Sif hefur lagt áherslu á þvermenningarlega nálgun á bókmenntasögu sem einblínir á áhrif, strauma og menningartengsl. Bók hennar Medieval Translations and Cultural Discourse: The Movement of Texts in England, France and Scandinavia kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum árið 2012 og var endurútgefin í kilju 2018. Í bókinni eru þýðingaferli, útreiðsla sagna og hefða og handritatengsl rekin með það fyrir augum að kanna hvað á sér stað þegar bókmenntaverk er flutt yfir menningarmörk eða milli tungumála. Í bókinni er fjallað um hvernig þýðingar eru mótaðar af þeim menningarheimi sem tekur við þeim sem og hvernig slíkir menningarstraumar hafa að sama skapi áhrif á menningu og bókmenntahefðir. Slíkar rannsóknir hafa vakið aukinn áhuga á þvermenningarlegri nálgun á bókmenntasögu en meðal væntanlegra verkefna hennar er stórt greinasafn sem gefið verður út af Routledge þar sem ensk bókmenntasaga verður sett fram á nýstárlegan hátt í samevrópsku samhengi.

Rannsóknir Sifjar hafa beinst að menningarstraumum á miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum.

Nýjasta bók hennar, Emotion in Old Norse Literature: Translations, Voices, Contexts (Cambridge 2017), fjallar um tilfinningar í fornnorrænum bókmenntum. Í bókinni er leitast við setja fram kenningar um hvernig nálgast megi tilfinningar í texta, það er hvernig tilfinningar eru notaðar markvisst til að leiða lesandann í gegnum verkið en einnig hvernig líta megi á tilfinningalega tjáningu sem táknmyndir eða mótíf sem eru jafnvel í andstöðu við hlutverk og merkingu tilfinningahegðunar í daglegu lífi. Þessi mismunur gefur til kynna að við séum fær um að skilja á milli bókmenntalegra og mannlegra tilfinninga og að gefa slíkum tilfinningatáknum merkingu og vægi innan textalegs samhengis.

Sif stundaði nám við Háskóla Íslands, háskólann í Konstanz í Þýskalandi, North Carolina-háskólann í Chapel Hill og Washington-háskólann í St. Louis í Bandaríkjunum en hún lauk doktorsprófi með tvöfaldri gráðu í enskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði. Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum bæði innan háskólans og utan. Hún var um tíma gestafræðimaður (e. visiting fellow) við háskólann í Cambridge, en hún verður gestaprófessor við háskólann í Feneyjum haustið 2018.

Mynd:

...