Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.

Rannsóknir og þróunarverkefni Hrafns hafa sérstaklega beinst að smíði hugbúnaðar til að vinna með og greina íslensku. Afurð þessarar vinnu er meðal annars opni hugbúnaðurinn IceNLP sem inniheldur ýmis textavinnslutól. Hér má nefna: tilreiðara sem brýtur texta upp í einstakar setningar og einstök orð, markara sem merkja sérhvert orð í texta með orðflokki og beygingarlegum einkennum og þáttara sem greinir formgerð setninga og tengsl einstakra hluta þeirra.

Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.

Íslensk máltækni hefur verið mikið í umræðu undanfarin ár. Vísindamenn sem starfa á þessu sviði hafa margoft bent á að íslenskunni bíði svokallaður stafrænn dauði ef stjórnvöld styðji ekki við rannsóknir- og þróun í máltækni. Á árinu 2017 samþykkti ríkisstjórn Íslands að setja á laggirnar sérstaka máltækniáætlun til 5 ára, 2018-2022, með það að markmiði að tryggja að hægt verði að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur nýverið skrifað undir samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar til ársins 2022.

Hrafn fæddist árið 1965 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð 1985. Hann lauk BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1989, meistaragráðu í tölvunarfræði og aðgerðagreiningu frá Pennsylvania State-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1992 og doktorsgráðu frá Sheffield-háskóla á Englandi árið 2007. Hrafn hefur starfað hjá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2000 en starfaði jafnframt hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri á árunum 2013-2018. Hrafn situr nú í stjórn Almannaróms.

Mynd
  • Úr safni HL.

Útgáfudagur

22.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 22. september 2018. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76331.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76331

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2018. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76331>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?
Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.

Rannsóknir og þróunarverkefni Hrafns hafa sérstaklega beinst að smíði hugbúnaðar til að vinna með og greina íslensku. Afurð þessarar vinnu er meðal annars opni hugbúnaðurinn IceNLP sem inniheldur ýmis textavinnslutól. Hér má nefna: tilreiðara sem brýtur texta upp í einstakar setningar og einstök orð, markara sem merkja sérhvert orð í texta með orðflokki og beygingarlegum einkennum og þáttara sem greinir formgerð setninga og tengsl einstakra hluta þeirra.

Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.

Íslensk máltækni hefur verið mikið í umræðu undanfarin ár. Vísindamenn sem starfa á þessu sviði hafa margoft bent á að íslenskunni bíði svokallaður stafrænn dauði ef stjórnvöld styðji ekki við rannsóknir- og þróun í máltækni. Á árinu 2017 samþykkti ríkisstjórn Íslands að setja á laggirnar sérstaka máltækniáætlun til 5 ára, 2018-2022, með það að markmiði að tryggja að hægt verði að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur nýverið skrifað undir samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar til ársins 2022.

Hrafn fæddist árið 1965 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð 1985. Hann lauk BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1989, meistaragráðu í tölvunarfræði og aðgerðagreiningu frá Pennsylvania State-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1992 og doktorsgráðu frá Sheffield-háskóla á Englandi árið 2007. Hrafn hefur starfað hjá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2000 en starfaði jafnframt hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri á árunum 2013-2018. Hrafn situr nú í stjórn Almannaróms.

Mynd
  • Úr safni HL.

...