Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með ensku sem aðalgrein, þýsku og menningarfélagsfræði sem aukagreinar frá Johannes Gutenberg-háskólanum í Mainz/Germersheim 2001.

Meistaraprófsrannsókn Gauta var á sviði samanburðarbókmennta, þar sem hann bar saman íslenskar og skoskar bókmenntir, en í doktorsnáminu rannsakaði hann meðal annars tengsl þýðinga og þjóðarbókmennta í Bretlandi og Þýskalandi 1750-1830. Rannsóknin kom út í tveimur bókum árið 2005, Literary Diplomacy I. The Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750-1830 og Literary Diplomacy II. Translation without an Original. Inn í þá rannsókn fléttuðust áhrif íslenskra miðaldabókmennta, en þær komust mjög í tísku á þessum tíma og var mikið þýtt af þeim með markvissan tilgang í huga. Í ferlinu var einnig rannsakað hvernig ýmsir ósýnilegir þættir tengjast þýðingaferlinu og skipta stundum meira máli en innihald textanna sjálfra og stundum voru þessir þættir þýddir án innihalds til að víkka út möguleika eigin tungumáls og menningar án þess að það liti út fyrir að einhvers konar þýðing ætti sér stað.

Meistaraprófsrannsókn Gauta var á sviði samanburðarbókmennta en í doktorsnáminu rannsakaði hann meðal annars tengsl þýðinga og þjóðarbókmennta í Bretlandi og Þýskalandi 1750-1830.

Gauti hefur haldið áfram rannsóknum sínum á þessu sviði eftir að hann kom til starfa á Íslandi árið 2000 en hann hefur lengstum einnig sinnt öðrum rannsóknum tengdum þýðingum og þýðingafræði, skrifað um skjátextaþýðingar, þýðingar höfunda á borð við Nabokov og Kundera, heimsbókmenntir, Herder, Goethe og kannski helst Ossíanskvæði James Macphersons sem einnig léku stórt hlutverk í doktorsverkefninu. Sem gagnrýnandi hjá Víðsjá á Rás 1 á Rúv hefur hann sinnt samtímabókmenntum íslenskum og raunar gefið út bók með fjölmörgum pistlum, Viðbrögð úr Víðsjá (2011) og kom hún út á þýsku árið eftir undir heitinu Ausbrüche und Eindrücke.

Hann hefur sinnt ritstjórnarstörfum við fræðitímarit á borð við Ritið og Jón á Bægisá og einnig ritstýrt ýmsum þýddum bókum sem komið hafa út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Þýðingasetri Háskóla Íslands og víðar. Hann hefur einnig sinnt þýðingum á ýmsum sviðum og 2015 kom út ljóðabókin Að jaðri heims eftir þýska skáldið Manfred Peter Hein í þýðingu Gauta og hann hefur einnig birt stakar ljóðaþýðingar í blöðum og tímaritum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

20.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?“ Vísindavefurinn, 20. september 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76334.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. september). Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76334

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76334>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?
Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með ensku sem aðalgrein, þýsku og menningarfélagsfræði sem aukagreinar frá Johannes Gutenberg-háskólanum í Mainz/Germersheim 2001.

Meistaraprófsrannsókn Gauta var á sviði samanburðarbókmennta, þar sem hann bar saman íslenskar og skoskar bókmenntir, en í doktorsnáminu rannsakaði hann meðal annars tengsl þýðinga og þjóðarbókmennta í Bretlandi og Þýskalandi 1750-1830. Rannsóknin kom út í tveimur bókum árið 2005, Literary Diplomacy I. The Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750-1830 og Literary Diplomacy II. Translation without an Original. Inn í þá rannsókn fléttuðust áhrif íslenskra miðaldabókmennta, en þær komust mjög í tísku á þessum tíma og var mikið þýtt af þeim með markvissan tilgang í huga. Í ferlinu var einnig rannsakað hvernig ýmsir ósýnilegir þættir tengjast þýðingaferlinu og skipta stundum meira máli en innihald textanna sjálfra og stundum voru þessir þættir þýddir án innihalds til að víkka út möguleika eigin tungumáls og menningar án þess að það liti út fyrir að einhvers konar þýðing ætti sér stað.

Meistaraprófsrannsókn Gauta var á sviði samanburðarbókmennta en í doktorsnáminu rannsakaði hann meðal annars tengsl þýðinga og þjóðarbókmennta í Bretlandi og Þýskalandi 1750-1830.

Gauti hefur haldið áfram rannsóknum sínum á þessu sviði eftir að hann kom til starfa á Íslandi árið 2000 en hann hefur lengstum einnig sinnt öðrum rannsóknum tengdum þýðingum og þýðingafræði, skrifað um skjátextaþýðingar, þýðingar höfunda á borð við Nabokov og Kundera, heimsbókmenntir, Herder, Goethe og kannski helst Ossíanskvæði James Macphersons sem einnig léku stórt hlutverk í doktorsverkefninu. Sem gagnrýnandi hjá Víðsjá á Rás 1 á Rúv hefur hann sinnt samtímabókmenntum íslenskum og raunar gefið út bók með fjölmörgum pistlum, Viðbrögð úr Víðsjá (2011) og kom hún út á þýsku árið eftir undir heitinu Ausbrüche und Eindrücke.

Hann hefur sinnt ritstjórnarstörfum við fræðitímarit á borð við Ritið og Jón á Bægisá og einnig ritstýrt ýmsum þýddum bókum sem komið hafa út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Þýðingasetri Háskóla Íslands og víðar. Hann hefur einnig sinnt þýðingum á ýmsum sviðum og 2015 kom út ljóðabókin Að jaðri heims eftir þýska skáldið Manfred Peter Hein í þýðingu Gauta og hann hefur einnig birt stakar ljóðaþýðingar í blöðum og tímaritum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...