Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunnar við DNA-skemmdum.

Allar frumur eru undir stöðugu áreiti, bæði utanaðkomandi og eins vegna efnaskiptaferla innan frumunnar sem geta valdið erfðaskemmdum. Þess vegna hafa frumur þróað með sér mjög öfluga DNA-viðgerðarferla til þess að takmarka þessar skemmdir. Mjög mikilvægt er að halda DNA-skemmdum í lágmarki þar sem uppsöfnun þeirra getur leitt til æxlisvaxtar en uppsöfnun stökkbreytinga er eitt af einkennum allra krabbameina.

Alvarlegasta-DNA skemmdin er þegar tvíþátta DNA-brot verður sem veldur því að litningar rofna. Eitt af þeim prótínum sem tekur þátt í viðgerð á tvíþátta DNA-rofi er krabbameinsbæligenið BRCA2 sem mikið hefur verið í umræðunni hér á landi undanfarið. Rannsóknir Stefáns undanfarin ár hafa beinst að því að skoða virkni BRCA2 ásamt annarra prótína sem taka þátt í viðgerð á tvíþátta DNA-rofi. Auk þess hafa rannsóknir hans beinst að sviperfðabreytingum (e. epigenetics) og hlutverki slíkra breytinga í krabbameinsmyndun og hvaða áhrif þær hafa á horfur sjúklinga. Einnig eru slíkar breytingar á mRNA-sameindum (e. epitranscriptomics) gena sem taka þátt í viðgerð á tvíþátta DNA-rofi viðfangsefni Stefáns.

Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA-viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunnar við DNA skemmdum.

Stefán er höfundur fjölda tímaritsgreina í virtustu vísindatímaritum lífvísinda svo sem Nature, Cell og Molecular Cell. Á rannsóknastofu Stefáns við Lífvísindasetur Háskóla Íslands starfa nú tveir nýdoktorar, fjórir doktorsnemar og tveir meistaranemar. Stefán er í samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknahópa og rannsóknir hans hafa á undanförum árum hlotið verkefnastyrki frá Rannís.

Stefán er fæddur árið 1972 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1992. Hann lauk BS-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og MS-prófi í sameindaerfðafræði frá sama skóla 1998. Stefán stundaði doktorsnám við University of Texas Health Science Center í San Antonio og lauk doktorsprófi þaðan 2003. Hann var EMBO-styrkþegi við Cancer Research UK í Lundúnum 2004-2009 og starfaði þar sem nýdoktor þar til hann var ráðin sem dósent við Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

18.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 18. október 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76432.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76432

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76432>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?
Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunnar við DNA-skemmdum.

Allar frumur eru undir stöðugu áreiti, bæði utanaðkomandi og eins vegna efnaskiptaferla innan frumunnar sem geta valdið erfðaskemmdum. Þess vegna hafa frumur þróað með sér mjög öfluga DNA-viðgerðarferla til þess að takmarka þessar skemmdir. Mjög mikilvægt er að halda DNA-skemmdum í lágmarki þar sem uppsöfnun þeirra getur leitt til æxlisvaxtar en uppsöfnun stökkbreytinga er eitt af einkennum allra krabbameina.

Alvarlegasta-DNA skemmdin er þegar tvíþátta DNA-brot verður sem veldur því að litningar rofna. Eitt af þeim prótínum sem tekur þátt í viðgerð á tvíþátta DNA-rofi er krabbameinsbæligenið BRCA2 sem mikið hefur verið í umræðunni hér á landi undanfarið. Rannsóknir Stefáns undanfarin ár hafa beinst að því að skoða virkni BRCA2 ásamt annarra prótína sem taka þátt í viðgerð á tvíþátta DNA-rofi. Auk þess hafa rannsóknir hans beinst að sviperfðabreytingum (e. epigenetics) og hlutverki slíkra breytinga í krabbameinsmyndun og hvaða áhrif þær hafa á horfur sjúklinga. Einnig eru slíkar breytingar á mRNA-sameindum (e. epitranscriptomics) gena sem taka þátt í viðgerð á tvíþátta DNA-rofi viðfangsefni Stefáns.

Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA-viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunnar við DNA skemmdum.

Stefán er höfundur fjölda tímaritsgreina í virtustu vísindatímaritum lífvísinda svo sem Nature, Cell og Molecular Cell. Á rannsóknastofu Stefáns við Lífvísindasetur Háskóla Íslands starfa nú tveir nýdoktorar, fjórir doktorsnemar og tveir meistaranemar. Stefán er í samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknahópa og rannsóknir hans hafa á undanförum árum hlotið verkefnastyrki frá Rannís.

Stefán er fæddur árið 1972 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1992. Hann lauk BS-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og MS-prófi í sameindaerfðafræði frá sama skóla 1998. Stefán stundaði doktorsnám við University of Texas Health Science Center í San Antonio og lauk doktorsprófi þaðan 2003. Hann var EMBO-styrkþegi við Cancer Research UK í Lundúnum 2004-2009 og starfaði þar sem nýdoktor þar til hann var ráðin sem dósent við Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...