Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í málfræði frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands 2017. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku. Í upphafi beindi hún sjónum að viðhorfi Íslendinga til enskra áhrifa á málið en síðan hafa rannsóknirnar hverfst um grunnskólann og kennslu tungumálsins þar.

Í doktorsrannsókn sinni, Skólamálfræði: hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu í unglingadeild grunnskólans, leitast Hanna við að varpa ljósi á hvernig málfræðikennslu er háttað í grunnskólum og hvaða áhrif hún hefur á hugmyndir nemenda um tungumálið. Bæði var beitt textarýni og eigindlegum rannsóknaraðferðum en rannsakaðar voru aðalnámskrár, samræmd próf og námsefni, auk þess sem tekin voru viðtöl við bæði íslenskukennara og nemendur þeirra í 10. bekk nokkurra grunnskóla á landinu.

Rannsóknir Hönnu eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku.

Helstu niðurstöður sýna að hefðbundin forskriftarmálfræði er nokkuð áberandi í skólaefninu og kennslunni og hefur haft veruleg áhrif á málhegðun nemenda og hvernig þeir hugsa um tungumálið. Minna fer fyrir efni sem veitir nemendum víðari sýn á tungumálið til að auka áhuga þeirra og ábyrgð á tungumálinu. Þannig er mikil áhersla á kennslu rétts máls eða viðurkennds máls bæði til að vernda tungumálið og undirbúa nemendur fyrir lífið. Hins vegar er lítið fjallað um hvernig málið lærist, eitthvað er kennt um málbreytingar en þá helst á sögulegum nótum og alls ekki af hverju mál breytist. Margbreytileiki tungumálsins er helst nefndur í tengslum við kynslóðamun og misformleg málsnið í ritun þar sem talmálseinkenni eiga ekki við. Nokkuð vantar upp á skilning á því að kennslan felist bæði í að kenna um tungumálið, með hjálp hugtaka, og kenna í tungumáli, með kennslu rétts máls, og greina þar á milli.

Með niðurstöðum rannsóknarinnar eru færð rök fyrir því að breytinga sé þörf í málfræðikennslu grunnskóla. Meiri áhersla skuli lögð á kenningar um máltöku og þá málfélagslegu krafta sem eru að verki í málsamfélaginu með markvissum hætti, skerpa á því sem þegar er gert og efla annað. Slíkt myndi kalla á nokkrar breytingar í menntun kennaraefna, kennslunni og skólaefninu sem hún byggist á.

Hanna Óladóttir lauk BA-prófi í íslensku frá Heimspekideild Háskóla Íslands árið 1992. Árið 2005 lauk hún meistaraprófi frá sömu deild. Haustið 2017 varði hún doktorsritgerð sína við Hugvísindasvið sama skóla. Frá árinu 2005 hefur Hanna gegnt stöðu aðjúnkts, fyrst við Kennaraháskóla Íslands, en frá árinu 2007 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands eftir sameiningu háskólanna.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

17.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 17. október 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76438.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 17. október). Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76438

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76438>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?
Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í málfræði frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands 2017. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku. Í upphafi beindi hún sjónum að viðhorfi Íslendinga til enskra áhrifa á málið en síðan hafa rannsóknirnar hverfst um grunnskólann og kennslu tungumálsins þar.

Í doktorsrannsókn sinni, Skólamálfræði: hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu í unglingadeild grunnskólans, leitast Hanna við að varpa ljósi á hvernig málfræðikennslu er háttað í grunnskólum og hvaða áhrif hún hefur á hugmyndir nemenda um tungumálið. Bæði var beitt textarýni og eigindlegum rannsóknaraðferðum en rannsakaðar voru aðalnámskrár, samræmd próf og námsefni, auk þess sem tekin voru viðtöl við bæði íslenskukennara og nemendur þeirra í 10. bekk nokkurra grunnskóla á landinu.

Rannsóknir Hönnu eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku.

Helstu niðurstöður sýna að hefðbundin forskriftarmálfræði er nokkuð áberandi í skólaefninu og kennslunni og hefur haft veruleg áhrif á málhegðun nemenda og hvernig þeir hugsa um tungumálið. Minna fer fyrir efni sem veitir nemendum víðari sýn á tungumálið til að auka áhuga þeirra og ábyrgð á tungumálinu. Þannig er mikil áhersla á kennslu rétts máls eða viðurkennds máls bæði til að vernda tungumálið og undirbúa nemendur fyrir lífið. Hins vegar er lítið fjallað um hvernig málið lærist, eitthvað er kennt um málbreytingar en þá helst á sögulegum nótum og alls ekki af hverju mál breytist. Margbreytileiki tungumálsins er helst nefndur í tengslum við kynslóðamun og misformleg málsnið í ritun þar sem talmálseinkenni eiga ekki við. Nokkuð vantar upp á skilning á því að kennslan felist bæði í að kenna um tungumálið, með hjálp hugtaka, og kenna í tungumáli, með kennslu rétts máls, og greina þar á milli.

Með niðurstöðum rannsóknarinnar eru færð rök fyrir því að breytinga sé þörf í málfræðikennslu grunnskóla. Meiri áhersla skuli lögð á kenningar um máltöku og þá málfélagslegu krafta sem eru að verki í málsamfélaginu með markvissum hætti, skerpa á því sem þegar er gert og efla annað. Slíkt myndi kalla á nokkrar breytingar í menntun kennaraefna, kennslunni og skólaefninu sem hún byggist á.

Hanna Óladóttir lauk BA-prófi í íslensku frá Heimspekideild Háskóla Íslands árið 1992. Árið 2005 lauk hún meistaraprófi frá sömu deild. Haustið 2017 varði hún doktorsritgerð sína við Hugvísindasvið sama skóla. Frá árinu 2005 hefur Hanna gegnt stöðu aðjúnkts, fyrst við Kennaraháskóla Íslands, en frá árinu 2007 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands eftir sameiningu háskólanna.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...