Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs. Hanna hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á gagnrýnin sjónarhorn á menntun og samfélag og leitast við að stuðla að jöfnuði og umbótum í íslensku menntakerfi.

Hanna hefur einkum stundað eigindlegar rannsóknir með einstaklingum og fjölskyldum af erlendum uppruna, svo og kennurum og stjórnendum í skólum á mismunandi skólastigum. Hún stýrði meðal annars norræna rannsóknarverkefninu Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Immigrant Students and School Communities in Four Nordic Countries árin 2013-2015, sem hlaut styrk frá NordForsk og Rannís og var samvinnuverkefni 27 fræðimanna og nemenda í 5 háskólum í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi.

Hanna hefur einkum stundað eigindlegar rannsóknir með einstaklingum og fjölskyldum af erlendum uppruna, svo og kennurum og stjórnendum í skólum á mismunandi skólastigum.

Meðal annarra rannsóknarverkefna sem Hanna hefur leitt má nefna Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar sem hlaut styrk frá Rannís árin 2016-2018 og er unnið af rannsóknarhópi við Háskóla Íslands. Þá er Hanna einn af rannsakendum í verkefninu Inclusive societies? The integration of immigrants in Iceland sem leitt er af rannsakendum við Háskólann á Akureyri. Hanna tók einnig þátt í verkefninu Inclusive Early Childhood Education, sem leitt var af European Agency for Special Needs and Inclusive Education og fór fram í 28 Evrópulöndum. Rannsóknir Hönnu hafa jafnframt beinst að viðhorfum ungmenna í íslensku fjölmenningarsamfélagi til menningar- og trúarlegs margbreytileika, svo og menntun flóttabarna í íslenskum skólum og reynslu fjölskyldna þeirra af íslensku samfélagi og skólum.

Hanna stofnaði Rannsóknastofu í fjölmenningarfræðum ásamt hópi rannsakenda á Menntavísindasviði árið 2007 og leiddi hana til ársins 2013. Hún hefur birt fjölda greina og bókarkafla í innlendum og alþjóðlegum tímaritum og bókum. Auk þess hefur hún ritstýrt sex bókum ásamt öðrum, meðal annars Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Four Nordic Countries (2018), Icelandic Studies on Diversity and Social Justice in Education (2018), Fjölmenning og skólastarf (2010) og Fjölmenning á Íslandi (2007).

Hanna fæddist í Hafnarfirði árið 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla árið 1979. Hún lauk BA-prófi í mannfræði, félagsfræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1984, M.Sc.-prófi í félagslegri mannfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1986 og Dr.philos-prófi í menntunarfræði frá Háskólanum í Osló árið 2007. Hanna hóf störf sem lektor við Kennaraháskóla Íslands árið 1998, varð dósent þar árið 2007, dósent við Háskóla Íslands árið 2008 og prófessor árið 2013.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

16.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76572.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76572

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76572>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?
Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs. Hanna hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á gagnrýnin sjónarhorn á menntun og samfélag og leitast við að stuðla að jöfnuði og umbótum í íslensku menntakerfi.

Hanna hefur einkum stundað eigindlegar rannsóknir með einstaklingum og fjölskyldum af erlendum uppruna, svo og kennurum og stjórnendum í skólum á mismunandi skólastigum. Hún stýrði meðal annars norræna rannsóknarverkefninu Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Immigrant Students and School Communities in Four Nordic Countries árin 2013-2015, sem hlaut styrk frá NordForsk og Rannís og var samvinnuverkefni 27 fræðimanna og nemenda í 5 háskólum í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi.

Hanna hefur einkum stundað eigindlegar rannsóknir með einstaklingum og fjölskyldum af erlendum uppruna, svo og kennurum og stjórnendum í skólum á mismunandi skólastigum.

Meðal annarra rannsóknarverkefna sem Hanna hefur leitt má nefna Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar sem hlaut styrk frá Rannís árin 2016-2018 og er unnið af rannsóknarhópi við Háskóla Íslands. Þá er Hanna einn af rannsakendum í verkefninu Inclusive societies? The integration of immigrants in Iceland sem leitt er af rannsakendum við Háskólann á Akureyri. Hanna tók einnig þátt í verkefninu Inclusive Early Childhood Education, sem leitt var af European Agency for Special Needs and Inclusive Education og fór fram í 28 Evrópulöndum. Rannsóknir Hönnu hafa jafnframt beinst að viðhorfum ungmenna í íslensku fjölmenningarsamfélagi til menningar- og trúarlegs margbreytileika, svo og menntun flóttabarna í íslenskum skólum og reynslu fjölskyldna þeirra af íslensku samfélagi og skólum.

Hanna stofnaði Rannsóknastofu í fjölmenningarfræðum ásamt hópi rannsakenda á Menntavísindasviði árið 2007 og leiddi hana til ársins 2013. Hún hefur birt fjölda greina og bókarkafla í innlendum og alþjóðlegum tímaritum og bókum. Auk þess hefur hún ritstýrt sex bókum ásamt öðrum, meðal annars Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Four Nordic Countries (2018), Icelandic Studies on Diversity and Social Justice in Education (2018), Fjölmenning og skólastarf (2010) og Fjölmenning á Íslandi (2007).

Hanna fæddist í Hafnarfirði árið 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla árið 1979. Hún lauk BA-prófi í mannfræði, félagsfræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1984, M.Sc.-prófi í félagslegri mannfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1986 og Dr.philos-prófi í menntunarfræði frá Háskólanum í Osló árið 2007. Hanna hóf störf sem lektor við Kennaraháskóla Íslands árið 1998, varð dósent þar árið 2007, dósent við Háskóla Íslands árið 2008 og prófessor árið 2013.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...