Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Björn Þorsteinsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á sviði franskrar og þýskrar heimspeki 19. og 20. aldar, með áherslu á verufræðilega og pólitíska þætti.

Doktorsritgerð Björns, La question de la justice chez Jacques Derrida (París: L‘Harmattan 2007), skoðar heimspeki franska heimspekingsins Derrida í ljósi hugmyndar hans um réttlætið. Grunnhugtak Derrida um skilafrest (fr. différance) leikur þar lykilhlutverk, en í ritgerðinni sýnir Björn fram á að þetta hugtak beri að skilja verufræðilegum skilningi – það sé raunar réttlætismál.

Björn hefur einkum stundað rannsóknir á sviði franskrar og þýskrar heimspeki 19. og 20. aldar.

Að loknu doktorsnáminu hefur Björn sinnt rannsóknum á sviði fyrirbærafræði, og meðal annars lagt sig eftir því að kanna samband fyrirbærafræðinga 20. aldar við eðlisfræðikenningar samtíma síns, einkum skammtafræði. Jafnframt hefur hann hugað að pólitískum víddum kenninga um stöðu mannlegrar (sjálfs)veru í framvindu sögunnar. Greinar og bókarkaflar eftir Björn hafa birst á ensku, frönsku, dönsku og japönsku auk íslenskunnar.

Björn hefur sinnt þýðingum og ritstjórn um árabil, og ritstýrði meðal annars Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags, Hug – tímariti um heimspeki og Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar. Meðal afurða hans á þýðingasviðinu má nefna Samfélagssáttmálann eftir Jean-Jacques Rousseau (ásamt Má Jónssyni), Fyrirbærafræði eftir Dan Zahavi og Heim skynjunarinnar eftir Maurice Merleau-Ponty (ásamt Steinari Erni Atlasyni).

Björn er einn verkefnisstjóra rannsóknaverkefnisins Líkamleg gagnrýnin hugsun sem nýtur styrks úr Rannsóknasjóði (Rannís) 2018-20.

Björn er fæddur árið 1967. Hann lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1993 og MA-prófi frá Ottawa-háskóla í Kanada 1997. Hann stundaði doktorsnám við Université Paris 8 (Vincennes-St. Denis) og lauk því 2005. Hann var ráðinn lektor í heimspeki við Háskóla Íslands 2014 og varð prófessor 2016.

Mynd:

  • © Sigrún Alba Sigurðardóttir

Útgáfudagur

5.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Björn Þorsteinsson stundað?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76597.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Björn Þorsteinsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76597

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Björn Þorsteinsson stundað?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76597>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Björn Þorsteinsson stundað?
Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur einkum stundað rannsóknir á sviði franskrar og þýskrar heimspeki 19. og 20. aldar, með áherslu á verufræðilega og pólitíska þætti.

Doktorsritgerð Björns, La question de la justice chez Jacques Derrida (París: L‘Harmattan 2007), skoðar heimspeki franska heimspekingsins Derrida í ljósi hugmyndar hans um réttlætið. Grunnhugtak Derrida um skilafrest (fr. différance) leikur þar lykilhlutverk, en í ritgerðinni sýnir Björn fram á að þetta hugtak beri að skilja verufræðilegum skilningi – það sé raunar réttlætismál.

Björn hefur einkum stundað rannsóknir á sviði franskrar og þýskrar heimspeki 19. og 20. aldar.

Að loknu doktorsnáminu hefur Björn sinnt rannsóknum á sviði fyrirbærafræði, og meðal annars lagt sig eftir því að kanna samband fyrirbærafræðinga 20. aldar við eðlisfræðikenningar samtíma síns, einkum skammtafræði. Jafnframt hefur hann hugað að pólitískum víddum kenninga um stöðu mannlegrar (sjálfs)veru í framvindu sögunnar. Greinar og bókarkaflar eftir Björn hafa birst á ensku, frönsku, dönsku og japönsku auk íslenskunnar.

Björn hefur sinnt þýðingum og ritstjórn um árabil, og ritstýrði meðal annars Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags, Hug – tímariti um heimspeki og Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar. Meðal afurða hans á þýðingasviðinu má nefna Samfélagssáttmálann eftir Jean-Jacques Rousseau (ásamt Má Jónssyni), Fyrirbærafræði eftir Dan Zahavi og Heim skynjunarinnar eftir Maurice Merleau-Ponty (ásamt Steinari Erni Atlasyni).

Björn er einn verkefnisstjóra rannsóknaverkefnisins Líkamleg gagnrýnin hugsun sem nýtur styrks úr Rannsóknasjóði (Rannís) 2018-20.

Björn er fæddur árið 1967. Hann lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1993 og MA-prófi frá Ottawa-háskóla í Kanada 1997. Hann stundaði doktorsnám við Université Paris 8 (Vincennes-St. Denis) og lauk því 2005. Hann var ráðinn lektor í heimspeki við Háskóla Íslands 2014 og varð prófessor 2016.

Mynd:

  • © Sigrún Alba Sigurðardóttir

...