Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Atli Mar Baldursson og Þröstur Fannar Georgsson Brekkan

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:
Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á?

Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða geimfarar í alþjóðlegu geimstöðinni oft spenntir eftir geimförum frá jörðinni þar sem ferskir ávextir og grænmeti eru með í för. Að sama skapi eru fersk epli kærkomin fyrir geimfara sem eru nýlentir á jörðinni.

Stuttu eftir lendingu Soyuz TMA-13M, 10. nóvember 2014, en geimfararnir þrír vörðu 5 mánuðum í alþjóðlegu geimstöðinni. Á þessari mynd sést þó ekki glitta í loðfeldi né epli.

Þegar geimför rússnesku geimferðarstofnunarinnar lenda á jörðu niðri, eru geimfararnir bornir út úr geimfarinu, settir í þægilega stóla sem eru stundum sveipaðir loðfeldi og þeim gefin epli að borða. Geimfararnir eru bornir út þar sem þyngdarleysið í geimnum getur leitt til vöðvarýrnunar, auk þess sem beinin eru ekki jafnsterk eftir langvarandi dvöl í geimnum. Betra þykir því að þeir standi ekki upp eða gangi um leið og lent er.

Óvíst er af hverju epli varð fyrir valinu, fram yfir aðra ávexti eða annan ferskan mat, og hvenær þessi siður komst á. Svarið við þeirri spurningu er væntanlega að finna í bókum um sovésku geimáætlunin. Ef einhverjir lesendur Vísindavefsins luma á svarinu, mega þeir endilega hafa samband!

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.7.2015

Spyrjandi

Björn Arnarsson

Tilvísun

Atli Mar Baldursson og Þröstur Fannar Georgsson Brekkan. „Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=8294.

Atli Mar Baldursson og Þröstur Fannar Georgsson Brekkan. (2015, 10. júlí). Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=8294

Atli Mar Baldursson og Þröstur Fannar Georgsson Brekkan. „Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=8294>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á?

Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða geimfarar í alþjóðlegu geimstöðinni oft spenntir eftir geimförum frá jörðinni þar sem ferskir ávextir og grænmeti eru með í för. Að sama skapi eru fersk epli kærkomin fyrir geimfara sem eru nýlentir á jörðinni.

Stuttu eftir lendingu Soyuz TMA-13M, 10. nóvember 2014, en geimfararnir þrír vörðu 5 mánuðum í alþjóðlegu geimstöðinni. Á þessari mynd sést þó ekki glitta í loðfeldi né epli.

Þegar geimför rússnesku geimferðarstofnunarinnar lenda á jörðu niðri, eru geimfararnir bornir út úr geimfarinu, settir í þægilega stóla sem eru stundum sveipaðir loðfeldi og þeim gefin epli að borða. Geimfararnir eru bornir út þar sem þyngdarleysið í geimnum getur leitt til vöðvarýrnunar, auk þess sem beinin eru ekki jafnsterk eftir langvarandi dvöl í geimnum. Betra þykir því að þeir standi ekki upp eða gangi um leið og lent er.

Óvíst er af hverju epli varð fyrir valinu, fram yfir aðra ávexti eða annan ferskan mat, og hvenær þessi siður komst á. Svarið við þeirri spurningu er væntanlega að finna í bókum um sovésku geimáætlunin. Ef einhverjir lesendur Vísindavefsins luma á svarinu, mega þeir endilega hafa samband!

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...