Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?

Guðrún Kvaran

Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og vesællegt fólk, einkum unglinga. Einn gat þess að orðið væri notað sem skammaryrði, einkum um unglinga.

Í Ritmálssafni er aðeins ein heimild um afturkreisting. Hún er úr skáldsögunni Maður og kona eftir Jón Thoroddssen sem fyrst var gefin út 1876, nokkrum árum eftir lát höfunda. Þar stendur (1942 II:162): „Og ekki er hann stór, drengurinn,“ sagði meðhjálpari og velti vöngum, „en hann er enginn afturkreistingur, heldur svona við sig á sínum aldri“.

Heimildarmönnum í talsmálsafni Orðabókar Háskólans ber saman um að orðið afturkreistingur eigi við framfaralitlar skepnur og vesællegt fólk, einkum unglinga.

Orðið kreistingur er notað í merkingunni ‛vanþrif’. Vel má hugsa sér að afturkreistingur sé þá sá maður eða sú skepna sem vanþrif eru í en samt að braggast.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.5.2012

Spyrjandi

Hrólfur Vilhjálmsson, Jóhannes Héðinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2012. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=9524.

Guðrún Kvaran. (2012, 4. maí). Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9524

Guðrún Kvaran. „Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2012. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9524>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?
Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og vesællegt fólk, einkum unglinga. Einn gat þess að orðið væri notað sem skammaryrði, einkum um unglinga.

Í Ritmálssafni er aðeins ein heimild um afturkreisting. Hún er úr skáldsögunni Maður og kona eftir Jón Thoroddssen sem fyrst var gefin út 1876, nokkrum árum eftir lát höfunda. Þar stendur (1942 II:162): „Og ekki er hann stór, drengurinn,“ sagði meðhjálpari og velti vöngum, „en hann er enginn afturkreistingur, heldur svona við sig á sínum aldri“.

Heimildarmönnum í talsmálsafni Orðabókar Háskólans ber saman um að orðið afturkreistingur eigi við framfaralitlar skepnur og vesællegt fólk, einkum unglinga.

Orðið kreistingur er notað í merkingunni ‛vanþrif’. Vel má hugsa sér að afturkreistingur sé þá sá maður eða sú skepna sem vanþrif eru í en samt að braggast.

Mynd:

...