Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Nýr Stjörnufræðivefur

Ritstjórn Vísindavefsins

Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009 hafa, með aðstoð góðra aðila, ákveðið að færa öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf. Tilgangurinn er að efla áhuga íslenskra nemenda á raunvísindum og gera þeim kleift að sjá undur alheimsins með eigin augum. Með sjónaukanum fylgir heimildarmynd með íslenskum texta um 400 ára sögu stjörnusjónaukans. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti fyrsta sjónaukann við athöfn í Setbergsskóla í dag. Á sama tíma var nýr Stjörnufræðivefur tekinn í notkun.

Galileó-stjörnukíkirinn sem allir grunn- og framhaldskólar landsins fá að gjöf.
Nýja vefnum fylgja þónokkrar nýjungar. Fyrir utan nýtt útlit eru fjölmargar nýjar greinar á vefnum, t.d. um stjörnur, vetrarbrautir og heimsfræði. Næstu vikur bætast svo enn fleiri greinar í sarpinn enda ætlunin að gera vefinn að öflugum þekkingarbrunni sem allir, ekki síst nemendur og kennarar, geta sótt í. Allar greinar eru settar upp á svipaðan hátt og gert er á Wikipedia.

Í hverri viku birtist ný frétt um niðurstöður rannsókna í stjarnvísindum. Fréttir frá ESO og Hubble berast Stjörnufræðivefnum fyrirfram og geta því birst á íslensku á sama tíma og þær birtast erlendis.

Ýmsar nýjungar eru líka í þeim hluta vefsins sem snýr að stjörnuskoðun. Þar finna byrjendur og lengra komnir ýmislegt við sitt hæfi, svo sem stjörnukort, upplýsingar um búnað, stjörnumerki og margt fleira.

Útgáfudagur

13.9.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Nýr Stjörnufræðivefur.“ Vísindavefurinn, 13. september 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70839.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 13. september). Nýr Stjörnufræðivefur. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70839

Ritstjórn Vísindavefsins. „Nýr Stjörnufræðivefur.“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70839>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nýr Stjörnufræðivefur
Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009 hafa, með aðstoð góðra aðila, ákveðið að færa öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf. Tilgangurinn er að efla áhuga íslenskra nemenda á raunvísindum og gera þeim kleift að sjá undur alheimsins með eigin augum. Með sjónaukanum fylgir heimildarmynd með íslenskum texta um 400 ára sögu stjörnusjónaukans. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti fyrsta sjónaukann við athöfn í Setbergsskóla í dag. Á sama tíma var nýr Stjörnufræðivefur tekinn í notkun.

Galileó-stjörnukíkirinn sem allir grunn- og framhaldskólar landsins fá að gjöf.
Nýja vefnum fylgja þónokkrar nýjungar. Fyrir utan nýtt útlit eru fjölmargar nýjar greinar á vefnum, t.d. um stjörnur, vetrarbrautir og heimsfræði. Næstu vikur bætast svo enn fleiri greinar í sarpinn enda ætlunin að gera vefinn að öflugum þekkingarbrunni sem allir, ekki síst nemendur og kennarar, geta sótt í. Allar greinar eru settar upp á svipaðan hátt og gert er á Wikipedia.

Í hverri viku birtist ný frétt um niðurstöður rannsókna í stjarnvísindum. Fréttir frá ESO og Hubble berast Stjörnufræðivefnum fyrirfram og geta því birst á íslensku á sama tíma og þær birtast erlendis.

Ýmsar nýjungar eru líka í þeim hluta vefsins sem snýr að stjörnuskoðun. Þar finna byrjendur og lengra komnir ýmislegt við sitt hæfi, svo sem stjörnukort, upplýsingar um búnað, stjörnumerki og margt fleira....