Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju gjósa fjöll? Nýútkomin spurningabók Vísindavefsins

Af hverju verða eldgos? Eru eldgos alltaf í eldfjöllum? Hvar er mest af eldgosum á jörðinni? Eru eldgos úti í geimnum? Hvað þarf ég að læra til þess að vera eldfjallafræðingur?

Í bókinni Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos er að finna 40 spurningar og svör um eldgos auk margs konar fróðleiksmola og tenginga við umhverfi okkar. Öllum svörum fylgja skemmtilegar og skýrandi myndir og kort sýna helstu eldfjöll jarðar, flekaskil og íslensk eldfjöll. Svörin eru sett fram á einfaldan hátt en þó með vísindalegri nákvæmni og er bókin ætluð fróðleiksfúsu fólki frá átta ára aldri.

Þórarinn Már Baldursson myndskreytti bókina á sinn skemmtilega hátt og höfundar eru Þorsteinn Vilhjálmsson, Jón Gunnar Þorsteinsson og svarshöfundar Vísindavefsins.

Bókin fæst í vefverslun Forlagsins og bókabúðum.

Útgáfudagur

27.9.2011

Höfundur

Ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju gjósa fjöll? Nýútkomin spurningabók Vísindavefsins“. Vísindavefurinn 27.9.2011. http://visindavefur.is/article.php?id=167. (Skoðað 31.1.2015).

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Andrew Wiles

1953

Bresk-bandarískur stærðfræðingur, hefur einkum lagt stund á talnafræði og er einn frægasti stærðfræðingur nú á dögum, m.a. fyrir að hafa sannað síðustu setningu Fermats.