Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Háskóli unga fólksins!

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskóli unga fólksins er nú haldinn í níunda sinn en hann fer fram dagana 11.-15. júní. Þá fyllist háskólasvæðið af um 300 fróðleiksfúsum krökkum og unglingum sem fara á ýmis námskeið um allt milli himins og jarðar. Á Vísindavefnum voru þrjú námskeið sem 70 nemendur sóttu.

Áhugasamar stelpur á námskeiði Vísindavefsins!

Á námskeiðinu fengu nemendur að svara spurningum sem hafa borist Vísindavefnum. Þau unnu 2 og 3 saman að hverri spurningu, viðuðu að sér heimildum og skrifuðu stutt svör sem sum hver hafa nú þegar birst í flokknum Unga fólkið svarar á Vísindavefnum. Frá og með næstu viku munu öll svörin vera aðgengileg í áðurnefndum flokki og getur hver sem er skoðað þau þar.

Nemendurnir skrifuðu svör við fjölbreyttum spurningum svo sem um upphaf útvarpsins á Íslandi, hvenær Íslendingar fóru að drekka kaffi, hvaða pláneta væri næst Mars, hve oft Þýskaland hefði unnið í Evróvisjón, hvenær maður væri gamall og hverjir maóríar væru, svo fátt eitt sé nefnt. En nemendurnir svöruðu allt í allt um 30 spurningum.

Þessir strákar voru einbeittir í spurningakeppninni!

Í lok hvers námskeiðs var svo efnt til spurningakeppni þar sem nemendur fengu spurningablað með 15 spurningum en svörin við þeim öllum var að finna á Vísindavefnum. Markmiðið var að svara sem flestum spurningum á sem stystum tíma, sumir lögðu áherslu á að svara öllu vel og vandlega meðan aðrir reyndu að vera sem fljótastir. Sigurvegararnir voru svo leystir út með verðlaunum!

Myndir:

Útgáfudagur

14.6.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskóli unga fólksins!.“ Vísindavefurinn, 14. júní 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70904.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 14. júní). Háskóli unga fólksins!. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70904

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskóli unga fólksins!.“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70904>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Háskóli unga fólksins!
Háskóli unga fólksins er nú haldinn í níunda sinn en hann fer fram dagana 11.-15. júní. Þá fyllist háskólasvæðið af um 300 fróðleiksfúsum krökkum og unglingum sem fara á ýmis námskeið um allt milli himins og jarðar. Á Vísindavefnum voru þrjú námskeið sem 70 nemendur sóttu.

Áhugasamar stelpur á námskeiði Vísindavefsins!

Á námskeiðinu fengu nemendur að svara spurningum sem hafa borist Vísindavefnum. Þau unnu 2 og 3 saman að hverri spurningu, viðuðu að sér heimildum og skrifuðu stutt svör sem sum hver hafa nú þegar birst í flokknum Unga fólkið svarar á Vísindavefnum. Frá og með næstu viku munu öll svörin vera aðgengileg í áðurnefndum flokki og getur hver sem er skoðað þau þar.

Nemendurnir skrifuðu svör við fjölbreyttum spurningum svo sem um upphaf útvarpsins á Íslandi, hvenær Íslendingar fóru að drekka kaffi, hvaða pláneta væri næst Mars, hve oft Þýskaland hefði unnið í Evróvisjón, hvenær maður væri gamall og hverjir maóríar væru, svo fátt eitt sé nefnt. En nemendurnir svöruðu allt í allt um 30 spurningum.

Þessir strákar voru einbeittir í spurningakeppninni!

Í lok hvers námskeiðs var svo efnt til spurningakeppni þar sem nemendur fengu spurningablað með 15 spurningum en svörin við þeim öllum var að finna á Vísindavefnum. Markmiðið var að svara sem flestum spurningum á sem stystum tíma, sumir lögðu áherslu á að svara öllu vel og vandlega meðan aðrir reyndu að vera sem fljótastir. Sigurvegararnir voru svo leystir út með verðlaunum!

Myndir:...