Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Háskóli unga fólksins

Ritstjórn Vísindavefsins

Í síðustu viku fylltust gangar Háskóla Íslands af fróðleiksfúsum unglingum á aldrinum 12-16 ára sem sóttu námskeið við Háskóla unga fólksins. Vísindavefurinn lét ekki sitt eftir liggja í ár frekar en fyrri ár. Metþátttaka var í námskeiðum Vísindavefsins en rúmlega 80 unglingar spreyttu sig á því að vera Vísindavefarar og svöruðu spurningum um allt milli himins og jarðar.

Unga fólkið spreytti sig á að svara spurningum sem Vísindavefnum hafa borist, til dæmis: Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?; Getið þið sagt mér frá gríska guðinum Aresi?; Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?; Hvað eru blóðdemantar? og Hver var Mídas konungur?

Þessi og fleiri svör eftir nemendur í Háskóla unga fólksins má finna inn á Vísindavefnum undir flokknum unga fólkið svarar.

Í lok námskeiðsins öttu nemendur líka kappi í þungri spurningakeppni undir vökulu auga starfsmanna Vísindavefsins. Þeir eru ekki óvanir slíkum taugatitringi en þeirra á meðal er einn liðsmaður sigurliðs MR í Gettu Betur árið 2008.

Sigurliðin í spurningakeppni Vísindavefsins 2008 skipuðu:

Eldri hópur
  • Anton Björn Sigmarsson
  • Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir
  • Guðni Fannar Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásta Tómasdóttir
  • Ívar Eiðsson
  • Ólafur Þórðarson
  • Sigurður Þórhallsson
Yngri hópur
  • Birgir Rúnar Steinarsson Busk
  • Kristín Kara Ragnarsdóttir
  • Ragnhildur Eir Stefánsdóttir
  • Stefán Már Jónsson
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum nemendum sem sóttu námskeið Vísindavefsins fyrir skemmtilegar stundir og fróðleg svör.

Útgáfudagur

20.6.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskóli unga fólksins.“ Vísindavefurinn, 20. júní 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70793.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 20. júní). Háskóli unga fólksins. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70793

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskóli unga fólksins.“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70793>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Háskóli unga fólksins
Í síðustu viku fylltust gangar Háskóla Íslands af fróðleiksfúsum unglingum á aldrinum 12-16 ára sem sóttu námskeið við Háskóla unga fólksins. Vísindavefurinn lét ekki sitt eftir liggja í ár frekar en fyrri ár. Metþátttaka var í námskeiðum Vísindavefsins en rúmlega 80 unglingar spreyttu sig á því að vera Vísindavefarar og svöruðu spurningum um allt milli himins og jarðar.

Unga fólkið spreytti sig á að svara spurningum sem Vísindavefnum hafa borist, til dæmis: Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?; Getið þið sagt mér frá gríska guðinum Aresi?; Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?; Hvað eru blóðdemantar? og Hver var Mídas konungur?

Þessi og fleiri svör eftir nemendur í Háskóla unga fólksins má finna inn á Vísindavefnum undir flokknum unga fólkið svarar.

Í lok námskeiðsins öttu nemendur líka kappi í þungri spurningakeppni undir vökulu auga starfsmanna Vísindavefsins. Þeir eru ekki óvanir slíkum taugatitringi en þeirra á meðal er einn liðsmaður sigurliðs MR í Gettu Betur árið 2008.

Sigurliðin í spurningakeppni Vísindavefsins 2008 skipuðu:

Eldri hópur
  • Anton Björn Sigmarsson
  • Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir
  • Guðni Fannar Kristjánsson
  • Ingibjörg Ásta Tómasdóttir
  • Ívar Eiðsson
  • Ólafur Þórðarson
  • Sigurður Þórhallsson
Yngri hópur
  • Birgir Rúnar Steinarsson Busk
  • Kristín Kara Ragnarsdóttir
  • Ragnhildur Eir Stefánsdóttir
  • Stefán Már Jónsson
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum öllum nemendum sem sóttu námskeið Vísindavefsins fyrir skemmtilegar stundir og fróðleg svör....