Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Níels Bohr í Háskólabíói laugardaginn 14. mars

Ritstjórn Vísindavefsins

Orsakir, eðli, óvissa: Níels Bohr og aðferðir vísinda.

Þorsteinn Vilhjálmsson heldur erindi fyrir almenning í sal 2 í Háskólabíói laugardaginn 14. mars 2009 kl. 13:00-14:30.

Danski eðlisfræðingurinn Níels Bohr (1885-1962) er yfirleitt talinn einn af mestu eðlisfræðingum 20. aldar. Hann gegndi mikilvægu leiðtogahlutverki í mótun skammtafræðinnar, en hún er sú grein eðlisfræðinnar sem fjallar um og útskýrir hegðun smæstu einda efnisins, svo sem rafeinda og atóma.

Í fyrirlestrinum verður meðal annars rætt um nokkur atriði í hugmyndasögu 19. aldar sem koma mjög við sögu í skammtafræði. Má þar nefna orsakahyggjuna sem mótaðist á þeim grunni sem hefðbundin eðlisfræði Newtons hafði skapað. Einnig verður rakið hvernig hugmyndir manna um eðli ljóssins hafa gerbreyst hvað eftir annað í tímans rás. Saga atómhugtaksins á 19. og 20. öld verður einnig sögð í stuttu máli. Síðan verður fjallað um grundvallarhugtök skammtafræðinnar, sem Bohr átti einmitt mikinn þátt í að móta: Tvíeðli, óvissa, fyllingarlögmál og samsvörunarregla. Áhersla verður lögð á þann boðskap sem skammtafræðin og starf Bohrs felur í sér fyrir vísindasögu og heimspeki.

Útgáfudagur

11.3.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Níels Bohr í Háskólabíói laugardaginn 14. mars.“ Vísindavefurinn, 11. mars 2009. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70803.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 11. mars). Níels Bohr í Háskólabíói laugardaginn 14. mars. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70803

Ritstjórn Vísindavefsins. „Níels Bohr í Háskólabíói laugardaginn 14. mars.“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2009. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70803>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Níels Bohr í Háskólabíói laugardaginn 14. mars
Orsakir, eðli, óvissa: Níels Bohr og aðferðir vísinda.

Þorsteinn Vilhjálmsson heldur erindi fyrir almenning í sal 2 í Háskólabíói laugardaginn 14. mars 2009 kl. 13:00-14:30.

Danski eðlisfræðingurinn Níels Bohr (1885-1962) er yfirleitt talinn einn af mestu eðlisfræðingum 20. aldar. Hann gegndi mikilvægu leiðtogahlutverki í mótun skammtafræðinnar, en hún er sú grein eðlisfræðinnar sem fjallar um og útskýrir hegðun smæstu einda efnisins, svo sem rafeinda og atóma.

Í fyrirlestrinum verður meðal annars rætt um nokkur atriði í hugmyndasögu 19. aldar sem koma mjög við sögu í skammtafræði. Má þar nefna orsakahyggjuna sem mótaðist á þeim grunni sem hefðbundin eðlisfræði Newtons hafði skapað. Einnig verður rakið hvernig hugmyndir manna um eðli ljóssins hafa gerbreyst hvað eftir annað í tímans rás. Saga atómhugtaksins á 19. og 20. öld verður einnig sögð í stuttu máli. Síðan verður fjallað um grundvallarhugtök skammtafræðinnar, sem Bohr átti einmitt mikinn þátt í að móta: Tvíeðli, óvissa, fyllingarlögmál og samsvörunarregla. Áhersla verður lögð á þann boðskap sem skammtafræðin og starf Bohrs felur í sér fyrir vísindasögu og heimspeki....