Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Fjölskyldudagskrá fyrir fróðleiksfúsa krakka

Ritstjórn Vísindavefsins

Víðfrægum einstaklingum bregður fyrir á sýningu Errós, Mannlýsingar sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Meðal þeirra eru kunnustu uppfinningamenn sögunnar en á sunnudaginn klukkan 15 mun Þorsteinn Vilhjálmsson ritstjóri Vísindavefsins og prófessor í vísindasögu og eðlisfræði vera með dagskrá sem sérstaklega er ætluð fróðleiksfúsum börnum frá tíu ára aldri. Áður en dagskrá Þorsteins hefst verður stutt leiðsögn um verk Errós sem sýna vísindamenn og verkfræðinga.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Í spjalli sínu beinir Þorsteinn sjónum að þremur mönnum Galíleó, Darwin og Edison. Galíleós er minnst um allan heim á þessu ári vegna þess að fjögur hundruð ár eru liðin síðan hann beindi sjónauka að fyrirbærum himinsins og sagði eftirminnilega frá því sem hann sá. Galíleó var skarpskyggn athugandi og gerði ýmsar tilraunir auk þess sem hann barðist ötullega fyrir sólmiðjukenningu Kópernikusar og fyrir sjálfstæði vísinda gagnvart kirkju og trúarbrögðum.



Á árinu er einnig 200 ára afmæli Charles Darwins og 150 ár síðan bók hans Uppruni tegundanna kom út. Þar setti Darwin fram þróunarkenninguna sem oft er kennd við hann og olli straumhvörfum í líffræði. Hún hefur oft verið umdeild af ýmsum ástæðum en nú á dögum er hún fullgildur þáttur í þekkingu okkar á lífverum.

Thomas Alva Edison var snjall uppfinningamaður og gerði margar uppfinningar sem enn eru notaðar í daglegu lífi okkar. Frægust og mikilvægust þeirra er líklega ljósaperan sem olli byltingu í lýsingu innandyra og í borgum en einnig má nefna hljóðritann sem þótti galdri líkastur í þá daga. Einnig má nefna uppgötvanir í símtækni og raftækni.

Útgáfudagur

27.11.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Fjölskyldudagskrá fyrir fróðleiksfúsa krakka.“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70810.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 27. nóvember). Fjölskyldudagskrá fyrir fróðleiksfúsa krakka. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70810

Ritstjórn Vísindavefsins. „Fjölskyldudagskrá fyrir fróðleiksfúsa krakka.“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70810>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fjölskyldudagskrá fyrir fróðleiksfúsa krakka
Víðfrægum einstaklingum bregður fyrir á sýningu Errós, Mannlýsingar sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Meðal þeirra eru kunnustu uppfinningamenn sögunnar en á sunnudaginn klukkan 15 mun Þorsteinn Vilhjálmsson ritstjóri Vísindavefsins og prófessor í vísindasögu og eðlisfræði vera með dagskrá sem sérstaklega er ætluð fróðleiksfúsum börnum frá tíu ára aldri. Áður en dagskrá Þorsteins hefst verður stutt leiðsögn um verk Errós sem sýna vísindamenn og verkfræðinga.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Í spjalli sínu beinir Þorsteinn sjónum að þremur mönnum Galíleó, Darwin og Edison. Galíleós er minnst um allan heim á þessu ári vegna þess að fjögur hundruð ár eru liðin síðan hann beindi sjónauka að fyrirbærum himinsins og sagði eftirminnilega frá því sem hann sá. Galíleó var skarpskyggn athugandi og gerði ýmsar tilraunir auk þess sem hann barðist ötullega fyrir sólmiðjukenningu Kópernikusar og fyrir sjálfstæði vísinda gagnvart kirkju og trúarbrögðum.



Á árinu er einnig 200 ára afmæli Charles Darwins og 150 ár síðan bók hans Uppruni tegundanna kom út. Þar setti Darwin fram þróunarkenninguna sem oft er kennd við hann og olli straumhvörfum í líffræði. Hún hefur oft verið umdeild af ýmsum ástæðum en nú á dögum er hún fullgildur þáttur í þekkingu okkar á lífverum.

Thomas Alva Edison var snjall uppfinningamaður og gerði margar uppfinningar sem enn eru notaðar í daglegu lífi okkar. Frægust og mikilvægust þeirra er líklega ljósaperan sem olli byltingu í lýsingu innandyra og í borgum en einnig má nefna hljóðritann sem þótti galdri líkastur í þá daga. Einnig má nefna uppgötvanir í símtækni og raftækni....