Soldáninn sat lengi vel í þungum þönkum. Skyndilega birtist svo lausnin fyrir hugskotsjónum hans. Ef allir peningarnir í öllum pokunum væru 1 kg eins og fyrir var lagt, þá myndi vogin alltaf sýna þyngdina í heilum tölum sama hvaða samsetning peninga væri sett á hana. Ef hins vegar einhver peninganna væri ekki kíló og aðeins 900 grömm myndi vogin sýna frávik frá heilu tölunni. Ef það væri einn svikinn peningur á voginni myndi hún sýna 100 grömm frá heilli tölu, ef það væru tveir sviknir peningar á voginni að þá myndi hún sýna 200 grömm frá heilli tölu og svo framvegis.

Soldáninn brá því á það ráð að taka einn pening úr fyrsta pokanum, tvo peninga úr næsta poka, þrjá úr þeim þriðja og svo koll af kolli þar til hann að lokum tók 12 úr þeim seinasta. Hann hlóð öllum peningunum á vogina og setti svo 10 senta peninginn í raufina. Í ljós kom að vogin sýndi að þyngdin var 700 grömmum frá heilli tölu. Það þýðir að sjö sviknir peningar voru á voginni og sviknu peningarnir hlutu því að koma úr sjöunda pokanum.

Það var því nokkuð ljóst að höfuð héraðsstjórans sem skrifaður var fyrir sjöunda pokanum fengi að rúlla daginn eftir.
Þýtt og endursagt úr:
Gamow, George & Stern, Marvin. Puzzle-Math. MacMillan & Co LTD, London. 1958
Mynd: Members.fortunecity.com