Nú þurftu þeir félagar sannarlega að leggja höfuðið í bleyti til að koma sér úr þessari klípu. Í samstarfi við lesendur Vísindavefsins komust glæponarnir að eftirfarandi niðurstöðu:

Tony var fremstur og horfði því ekki aftan á neinn. Hann var auk þess á bak við vegg svo að enginn annar gat séð hann. Hann gat því með engu móti sagt til um hvernig litan hatt hann væri með á höfðinu.

Sunny var fremstur þeirra sem voru hinum megin við vegginn. Hann horfði hins vegar beint á vegginn og sá því engan annan. Líkt og Tony gat hann því ekki sagt til um litinn á hattinum sínum.

Donny var fyrir aftan Sunny og sá því að Sunny var með bláan hatt. Út frá því gat hann hins vegar ekki sagt til um hvort hann sjálfur væri með bláan eða hvítan hatt.

Jimmy sem var aftastur horfði aftan á bæði Sunny og Donny. Hann sá því að Sunny var með bláan hatt og Donny var með hvítan hatt. Þar sem að hann vissi hins vegar að tveir væru með hvíta hatta og tveir með bláa hatta gat hann ekki vitað hvernig litan hatt hann væri sjálfur með á höfðinu.

Málið var því í pattstöðu og enginn gat sagt til um hvernig hatturinn sinn væri á litinn. Eftir þó nokkra stund rann þó upp ljós fyrir Donny. Hann áttaði sig á því að Jimmy sem var fyrir aftan hann hlyti að sjá bæði hann og Sunny. Ef að þeir Sunny væru báðir með bláa hatta þá hefði Jimmy strax áttað sig á því að hann væri sjálfur með hvítan hatt þar sem aðeins voru notaðir tveir bláir hattar. Þar sem Jimmy sagði ekki neitt hlytu hattar Donny og Sunny að vera í sitt hvorum litnum. Þar sem Sunny var með bláan hatt hlyti Donny því að vera með hvítan hatt.

Eftir að hafa yfirfarið málið vandlega í huganum var Donny orðinn sannfærður. Hann hrópaði því upp að hatturinn hans væri hvítur á litinn. Al Capone sem var maður orða sinna tilkynnti að þetta væri rétt og þeir skyldu allir losaðir úr steypunni. Í gleði sinni yfir lífsbjörginni hétu glæponarnir allir Capone ævarandi hollustu sinni. Capone fannst jafnframt svo mikið til röksemdafærslu Donny koma að hann gerði hann að sérlegum ráðgjafa sínum og var hann upp frá þessu þekktur undir nafninu Donny hugsuður eða "Donny the thinker".

Vísindavefnum bárust vel yfir 70 svör við gátunni í þetta skiptið og var gaman að sjá hversu margir vildu spreyta sig á að hjálpa glæponunum. Það var greinilegt að margir höfðu lagt mikla hugsun í þetta og barst okkur til dæmist þessi ágæta skýringamynd frá Aroni Davíð Jóhannssyni:



Þessir sendu inn réttar lausnir:

Achmed Islamabad, Andri Gunnarsson, Arnar Þór Gunnarsson, Arnar Páll Gunnlaugsson, Aron Davíð Jóhannsson, Arthur Bogason, Axel, Ágúst Ingvarsson, Ármann Gestsson, Ásgrímur Albertsson, Ásta Gísladóttir, Benedikt Þorri Sigurjónsson, Bergur Dan, Bjarni Rafn Gunnarsson, Bjarni Sæmundsson, Björn Hallbjörnsson, Brynjolfur Steingrimsson, Dóri, Eyjólfur Örn Snjólfsson, Finnur Torfason, Fjalar Sigurðarson, Friðrik Freyr Gautason, Gísli Harðarson, Gísli Hólmar Jóhannesson, Guðjón Vilhjálmsson, Guðmundur I. Halldórsson, Guðmundur Hannesson, Guðmundur Kjartansson, Gunnar Geir Gunnarsson, Gunnar Árni Hinriksson, Gunnar Jóhannsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Gunnar Örn Sigurðsson, Hafsteinn Einarsson, Hagalín Ásgrímur Guðmundsson, Harpa María, Ingi Einar Jóhannesson, Ingiber Freyr Ólafsson, Jón Gunnar Jónsson, Jón Helgi, Katla Hannesdóttir, Magnús Sveinn Ingimundarson, Magnús Örn Sigurðsson, Magnús Torfason, María B. Björnsdóttir, Nonni, Orri Briem, Ólafur Kjartansson, Ólöf Vala Sigurðardóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Rúnar Símonarson, Sig. Einars, Stefán Karl Snorrason, Steinþór Sigurðsson, Sunna Gylfa, Svavar Lúthersson og fólkið á #php.is, Sævar Öfjörð Magnússon, Sævar Birgir Ólafsson, Valgeir Geirsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og Þorsteinn Ólafsson.