„Hugsaðu um þetta svona:“ sagði soldáninn við son sinn. „Til einföldunar getum við ímyndað okkur að á ákveðnum tímapunkti eignist allar konur landsins sitt fyrsta barn. Þar sem alltaf eru helmingslíkur á að konur eignist drengi og helmingslíkur á að þær eignist stúlkur verður kynjaskipting jöfn. Á þessu stigi er því hlutfallið ennþá einn á móti einum.“

„Þar sem nýju lögin segja til um að sá helmingur kvenna sem átti sveinbörn megi ekki halda áfram barneignum munu aðeins þær konur sem áttu stúlkur eignast annað barn. Í þetta skiptið verður aftur um það bil helmingurinn af börnunum drengir og helmingurinn stúlkur. Hlufallið verður því áfram jafnt milli drengja og stúlkna.“

„Um helmingur kvennanna, það er aðeins þær konur sem áttu stúlkur, mega nú eignast sitt þriðja barn. Þar mun hlutfallið aftur verða helmingurinn drengir og helmingurinn stúlkur. Þannig gengur þetta svo koll af kolli.“

„Þú sérð því að þegar á heildina er litið verður hlutfall drengja og stúlkna áfram jafnt þrátt fyrir nýja löggjöf. Fæðingum mun fækka þar sem færri og færri konur geta átt börn, en kynjahlutfallið helst það sama.“