Björninn sem Haraldur skaut var ísbjörn og feldurinn hans var því hvítur á litinn.

Þessa ályktun er hægt draga þegar efni textans er skoðað vel. Það er aðeins einn staður á jörðinni þar sem Haraldur hefur getað staðið sunnan við björn og svo gengið 100 metra í austur og ennþá staðið fyrir sunnan björninn, en sá staður er Norðurpóllinn. Ef maður rekst á björn á Norðurpólnum er næsta víst að það mun vera ísbjörn og feldur þeirra er hvítur á lit.

Fjölmargir lesendur Vísindavefsins spreyttu sig á gátunni, en þessir sendu inn réttar lausnir:
Andrea Ævars, Andri Snær Ólafsson, Aron Davíð Jóhannsson, Bergur Þráinn, Björn Hallbjörnsson, Björn Darri Sigurðsson, Bragi Bragason, Gauti Þór Grétarsson, Guðrún Pétursdóttir, Gunnar Árni Hinriksson, Hafsteinn Hansson, Jón Evert Pálsson, Noel Burgess, Ragnar Þórðarson, Sigurður R. Viðarsson, Sigursveinn Ingibergsson, Svavar Þórólfsson og Unnar Már Sigurbjörnsson.