Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 18 svör fundust

Hver er munurinn á blóði froska og manna?

Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð. Helsti munurinn á blóði froskdýr...

Nánar

Úr hverju er blóð?

Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs. Blóðfrum...

Nánar

Hvað er rauðkornadreyri (polycythemia)?

Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þ...

Nánar

Hvað veldur nýburagulu?

Nýburagula er ástand í nýburum sem stafar af gulu litarefni sem kallast gallrauði (e. bilirubin). Þetta efni myndast við niðurbrot á slitnum rauðkornum en í þeim er rauða litarefnið blóðrauði. Járnið í blóðrauðasameindum er notað aftur í nýjar sameindir en prótínhlutanum er breytt í gallrauða sem þarf að fjarlægja...

Nánar

Hvað gerist í líkamanum þegar maður fær marbletti?

Við fáum marbletti ef högg sem lendir á líkamanum nær til mjúku vefjanna sem eru undir húðinni. Það sem gerist þá er að litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofna og blóð lekur úr þeim. Í kjölfarið safnast rauðkorn fyrir undir húðinni og við sjáum þau sem blá, fjólublá, rauð eða svört nálægt þeim stað sem höggi...

Nánar

Af hverju er maður með blóð í líkamanum?

Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkorni...

Nánar

Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?

Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar. Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það i...

Nánar

Hvað er blóð?

Blóð samanstendur af blóðvökva, sem er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins, og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðfrumurnar eru þrenns konar; rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Af þessum þremur tegundum fruma eru rauðkornin fyrirferðamest því við eðlilegar aðstæður mynda þau um 45% af blóðinu. Lesa má ...

Nánar

Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks?

Galllitarefni gefa bæði þvagi og hægðum lit. Galllitarefni tengjast endurnýtingu rauðra blóðkorna eða rauðkorna. Rauðkorn lifa ekki nema í um það bil 120 daga. Þetta stafar af því að viðkvæmar frumuhimnur þeirra slitna og rifna smám saman þegar rauðkornin troða sér í gegnum háræðar. Slitin, útjöskuð rauðkorn ...

Nánar

Hvaða efni er EPO?

EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...

Nánar

Hvað er sigðkornablóðleysi?

Sigðkornablóðleysi (e. sickle cell anaemia) er erfðasjúkdómur sem stafar af hálfbanvænu geni. Hálfbanvæn gen draga mjög úr lífslíkum þeirra sem bera þau, að minnsta kosti þeirra sem eru arfhreinir um þau. Flestir einstaklingar eru arfhreinir um eðlilegt gen (HbA) sem geymir uppskrift að byggingu A-blóðrauða eða A-...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?

Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...

Nánar

Hvað er háfjallaveiki?

Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...

Nánar

Hvað eru stofnfrumur og hvert er hlutverk þeirra?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvaða eiginleika hafa stofnfumur sem nýtast við lækningar? Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í 3-5 daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um 30 frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og brey...

Nánar

Fleiri niðurstöður