Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 417 svör fundust

Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?

Plöntur breyta koltvíoxíði ekki beint í súrefni. Með ljóstillífun grænna plantna er koltvíoxíð (CO2) úr andrúmslofti notað til að mynda kolvetni eða sykur. Um leið er vatnssameind (H2O) klofin í frumum til að halda uppi ljóstillífun og afleiðing þess er sú að súrefni (O2) losnar. Ljóstillífun grænplantna gerist að...

Nánar

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?

Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...

Nánar

Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...

Nánar

Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?

Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...

Nánar

Hvað heldur lífi í okkur?

Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur maðurinn lifað í 40-60 daga en án vatns getur hann einungis lifað í fáeina daga. Maturinn sem við borðum skiptist í þrennt: kolvetni, prótín og fitu. Auk þess þarf líkaminn ýmis vítamín og steinefni, sem hann fær úr ma...

Nánar

Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?

Innri öndun er kölluð öðru nafni frumuöndun og fer fram í hverri einustu frumu líkamans. Þetta er í raun efnaferli þar sem orkuefni, sem við höfum fengið með fæðunni og hafa borist með blóðrásinni frá meltingarfærum til vefja líkamans, eru brotin niður í frumunum til að fá úr þeim orku. Þessi efni eru sykrur (carb...

Nánar

Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...

Nánar

Hvað eru kransæðar?

Hjartavöðvinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, eru slagæðar sem kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Kransæðarnar eru hægri og vinstri kransæðar sem liggja og greinast um hjartahelmingana tvo. Þ...

Nánar

Er hægt að sjá súrefni?

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...

Nánar

Hversu oft andar maður á sólarhring?

Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...

Nánar

Hafa skordýr lungu?

Skordýr líkt og öll önnur dýr þurfa á súrefni (O2) að halda til þess að bruni sem myndar orku geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr (og þar með talið við mennirnir) ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir til þess að anda. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þe...

Nánar

Kúka hvalir?

Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...

Nánar

Fleiri niðurstöður